Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202024 Pennagrein Pennagrein Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evr- ópu og magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna. Þar ægir saman beljandi jökulám, fíngerðum lág- gróðri, svörtum sandauðnum, úfnu hrauni og háreistum fjallstindum. Með stofnun Hálendisþjóðgarðs getum við verndað þessa einstöku náttúru sem við Íslendingar erum svo heppin að hafa í okkar umsjá. Fólk mun hafa enn frekari tækifæri til fjölbreyttrar útivistar og hefð- bundin sjálfbær landnýting verður áfram leyfð. Þjóðgarðurinn mun skapa opinber störf úti á landi og búa nærliggjandi byggðum marg- vísleg tækifæri til atvinnusköpun- ar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er kveðið á um að stofna skuli þjóðgarð á miðhálendi Íslands, en allt frá árinu 2016 hefur verið unn- ið að þróun þessarar hugmyndar á vegum stjórnvalda í nánu samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Frumvarpið byggir á niðurstöðu þverpóli­ tískrar nefndar Drög að lagafrumvarpi um Há- lendisþjóðgarð voru sett í samráðs- gátt stjórnvalda fyrir jól. Frum- varpið byggir á viðamikilli vinnu nefndar sem í sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætis- ráðuneytis. Meðal þess sem nefndin lagði til var að mörk þjóðgarðsins myndu miðast við þjóðlendur inn- an miðhálendis, þ.e.a.s. landsvæði sem er nú þegar í sameign þjóðar- innar. Samtals yrði þjóðgarðurinn um 30% af flatarmáli Íslands, en þess ber að geta að helmingur þess landsvæðis er nú þegar friðlýstur. Hvaða tækifæri felast í stofnun Hálendis­ þjóðgarðs? Hálendisþjóðgarður yrði stærsti þjóðgarður í Evrópu og einstakur á heimsvísu. Hann myndi vernda ein stærstu óbyggðu víðerni álf- unnar og afar sérstæða náttúru. Hálendisþjóðgarður hefur ekki í för með sér að miðhálendinu verði lokað eins og stundum er haldið fram. Eitt af markmiðum þjóð- garðsins er einmitt að auðvelda almenningi að kynnast og njóta náttúru svæðisins, menningu þess og sögu. Gert er ráð fyrir að endurheimt raskaðra vistkerfa verði eitt af markmiðum þjóðgarðsins og að m.a. verði unnið að henni í sam- vinnu og samstarfi við félög og sjálfboðaliða á viðkomandi svæð- um, ekki síst bændur sem víða hafa unnið mikilvægt starf við land- græðslu á hálendinu. Hefðbundn- ar nytjar verða áfram leyfðar inn- an þjóðgarðsins, svo sem búfjár- beit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum. Gerð er krafa um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull og þjóð- garðurinn á Þingvöllum hafa glögglega sýnt að þjóðgarðar hafa mikið aðdráttarafl. Þeir eru mikil- vægir til að vernda náttúru, sögu og menningu, en skila um leið efnahagslegum ávinningi. Þeir skapa opinber störf í nærum- hverfi sínu og ýta undir margvís- lega þjónustu í kringum ferðafólk. Ætla má að það myndi Hálend- isþjóðgarður líka gera. Þar fyrir utan yrði hann stærsta framlag Ís- lands til náttúruverndar í heimin- um fram til þessa. Hvað með virkjanir? Virkjanir hafa verið bitbein stjórn- málanna og samfélagslegrar um- ræðu í langan tíma. Með frum- varpsdrögum um Hálendisþjóð- garð er gerð tilraun til þess að sætta sjónarmið um virkjanir inni á hálendinu. Lagt er til að þær leikreglur sem Alþingi setti með lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða (öðru nafni rammaáætlun) verði virt- ar, en einnig tekið tillit til þeirra leikreglna sem þjóðgarður skapar. Hægt verði að meta þær virkjun- arhugmyndir inni á miðhálendinu sem þegar hafa komið fram og eru til skoðunar í núverandi ramma- áætlun. Hvort af þeim virkjunum verður ræðst hins vegar af strang- ari kröfum en samkvæmt núgild- andi löggjöf, enda svæðin inn- an þjóðgarðs. M.a. verði horft til þess hvort virkjunarhugmynd sé á röskuðu eða óröskuðu svæði. nýj- ar virkjunarhugmyndir verði hins vegar ekki teknar til skoðunar og þannig dregin lína í sandinn við þriðja áfanga rammaáætlunar. Hvernig verður stjórn­ fyrirkomulagi þjóð­ garðsins háttað? Stjórnskipulag þjóðgarðsins felur í sér að ríki, sveitarfélög og hagað- ilar koma sameiginlega að stefnu- mótun og stjórnun þjóðgarðsins. Í áðurnefndum drögum að laga- frumvarpi er gengið út frá því að stjórnfyrirkomulag þjóðgarðsins verði dreift. Meirihluti stjórn- armanna verði kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ná inn á miðhálendið og í stjórninni verði einnig fulltrúar ríkis, ferðaþjón- ustu, umhverfisverndar- og úti- vistarsamtaka og Bændasamtaka Íslands. Gert er ráð fyrir að þjóð- garðinum verði skipt upp í sex rekstrarsvæði og svokölluð um- dæmisráð fari með stefnumótun hvers svæðis. Fulltrúar sveitarfé- laga verða í meirihluta í umdæm- isráðum og aðkoma heimafólks að stjórnun þjóðgarðsins er því rík. ný stofnun, Þjóðgarðastofnun, myndi sinna daglegum rekstri og þjónusta svæðin. Það stendur ekki til að fjarstýra þjóðgarðinum frá Reykjavík, held- ur dreifa stjórnun hans og umsýslu um rekstrarsvæðin og að þar verði starfsstöðvum komið upp. Hvað með skipulags­ ábyrgð sveitarfélaganna? Með Hálendisþjóðgarði verð- ur hægt að ná utan um skipulag miðhálendisins í heild sinni. Því hefur verið haldið fram að með stofnun Hálendisþjóðgarðs væri skipulagsvaldið á hálendinu tekið af sveitarfélögum á svæðinu. Það er ekki rétt. Sveitarfélög munu áfram vera ráðandi í skipulagsmál- um þessa svæðis. Breytingin yrði hins vegar sú að skipulagsáætlanir sveitarfélaga myndu verða bundn- ar af því sem fram kæmi í stjórn- unar- og verndaráætlun þjóð- garðsins. Sú áætlun er unnin af umdæmisráðum og stjórn þjóð- garðsins, en þar situr m.a. sveitar- stjórnarfólk í meirihluta, auk fleiri hagsmunaaðila. Að lokum Að mínu viti eru ótal tækifæri fólgin í stofnun Hálendisþjóð- garðs, hvort sem litið er til nátt- úruverndar, fjölbreyttrar útivist- ar eða eflingar opinberra starfa og ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Höf. er umhverfis- og auðlindaráðherra Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur látið það boð út ganga að hann vilji að sveitarfélögum verði fækkað og að þau þurfi að vera a.m.k. með eitt þúsund íbúa árið 2026. Þetta á ekki að gera með stjórnvaldsboði, held- ur á að leyfa (ég segi leyfa) íbúum að kjósa um hvert þeirra sveitarfé- lag sameinast. Afhverju? Af hverju áhveður lög- gjafinn ekki hvernig umdæmum sveitarfélaga skuli háttað? Jú það er vegna þess að við ætlum að láta tilfinningar ráða, frekar en hag- kvæmni. Ég sé fyrir mér að Dalabyggð sameinist sveitarfélögum í báðar áttir og Búðardalur verði áfram miðpunkturinn. Eyja- og Mikla- holtshreppur, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp- ur og Árneshreppur, sameinist í eitt öflugt sveitarfélag! Við náum jú 1000 manna markinu! Jeyy! Og hvað svo? Áfram verða reknir 3-4 skólar í þessu sveitarfélagi, þann- ig að innan við 300 manns standa að baki hverjum skóla. Áfram rek- um við hafnir, safnahús, elliheimili og allt sem við erum að gera í dag, en... við erum þúsund + íbúar. nei! Ég vil ekki að við séum að kjósa um þetta, takk fyrir! Við íbú- ar eigum ekki að vera sett í þá stöðu að þurfa að kjósa um þetta. Og til hvers að kjósa, þegar okkur er sagt að ef sameiningin verði ekki sam- þykkt, þá muni ráðuneytið leggja saman sveitarfélög, hvort sem þau vilja eður ei, til að ná þúsund manna markinu. Og það er einmitt kjarni málsins. Þess vegna á löggjafarvald- ið að ákveða mörk sveitarfélaga og þá ekki útfrá mannfjölda, því hann er jú breytileg stærð, heldur út frá landfræði, því fjöll og firðir færast sjaldan úr stað. Þá er hitt ekki síður mikilvægt. Hver eiga hlutverk/verkefni sveit- arfélaganna að vera? Er ekki nær að byrja á því að vinna skýra stefnu þar um innan stjórnkerfisins, áður en farið er í sameiningarvinnu, afþví bara! Af hverju að fækka sveitarfé- lögum, ef áfram fæst ekki fjármagn til reksturs þeirra verkefna sem sveitarfélögin eru nú þegar með á sinni könnu? Er málið kannski að viðhalda sveitarfélögunum sem samfélags- einingu og láta þau hafa smá sporslu til rekstrar, en þess í stað koma á fót millistigi sem sér um rekstur á stóru verkefnunum! nei ég bara spyr! Þorgrímur Einar Guðbjartsson Þeir Sigursveinn og Einar Mar- teinn hjá Íslenska gámafélaginu voru að losa sorpílát í Stykkishólmi þegar fréttaritari Skessuhorns hitti þá að máli. Þeir segja að sorphirða í fannferginu nú taki tvöfalt lengri tíma en alla jafnan. Þeir slógu því ekki slöku við við verk sitt. sá Sameining sveitarfélaga Sorphirða tvöfalt seinlegri við þessar aðstæður Hálendisþjóðgarður – af hverju?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.