Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 11 Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent Bolir í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Lífland verður með sína árlegu fræðslufundi fyrir bændur á sex stöðum á landinu dagana 20. til 23. janúar 2020. Stæðugerð virðist hægt og bítandi vera að ryðja sér kostnaði og minnkað plastnotkun á búum. Fundarfyrirkomulag verður með eftirfarandi sniði: 20. jan mánudagur 21. jan þriðjudagur Kl. 20:30 Verslun Líflands á Hvolsvelli. Kl. 11:30 Kaffi Sel á Flúðum. Kl. 20:30 Verslun Líflands í Borgarnesi. 22. jan miðvikudagur 23. jan fimmtudagur Kl. 20:30 Verslun Líflands á Blönduósi. Kl. 11:30 Hótel Varmahlíð Kl. 20:30 Verslun Líflands á Akureyri. ÞORRA ÞRÆLL���� Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 21. janúar 2020 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu Sama ættin hélt Reykholt 1569–1807. Rakin verður ævi þeirra presta og sögð á þeim deili. Einnig verður þess freistað að segja frá staðnum fyrir og eftir þeirra tíð. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 1000 Athugið breyttan tíma á fyrirlestrum vetrarins Verið velkomin Reykhyltingar 1569–1807 Merkismenn í sögu staðar og lands Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti flytur Félagar í Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi samþykktu á félagsfundi sínum í gærkveldi áskorun sem þeir hafa sent til allra þingmanna í norðvesturkjördæmi. Í henni eru þingmenn hvattir til að beita sér fyrir því að tekið verði að nýju upp þingmál númer 136 frá 149. löggjafarþinginu, frumvarp sem heimilar endurgreiðslur til félaga- samtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra fram- kvæmda. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auk 12 meðflutningsmanna. Frum- varp Jóns dagaði uppi á þingi síð- astliðið vor m.a. vegna málþófs sem hafði áhrif á fjölmörg þingmál. Samkvæmt frumvarpi Jóns Gunn- arssonar verður ríkinu gert heimilt að endurgreiða félagasamtökum á borð við björgunarsveitir fjárhæð sem nemur virðisaukaskatti sem þær hafa greitt vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda sem miða að því að efla starfsemi eða bæta að- stöðu almannaheillasamtaka eins og björgunarsveitirnar eru skýrt dæmi um. „Það er kunnara en frá þurfi að segja hver nauðsyn íslensku þjóð- inni er að hafa sterkar og öflugar björgunarsveitir til að sjá um eða aðstoða við ýmis verkefni þegar á bjátar. nægir þar að taka til örfá nýleg dæmi, svo sem vinnu björg- unarsveita á norðurlandi að mörg- um og margvíslegum verkefnum vegna ofviðris í desember, áþekk verkefni á Suðurnesjum um síðustu helgi, leitir að týndum einstakling- um við Vík og í Hnappadal á síð- ustu vikum og nú síðast björgun 39 ferðamanna af Kili í umfangsmik- illi aðgerð. Aukinheldur má minna á að þjóðin þekkir þessa nauðsyn og virðir hana og björgunarsveitirnar með því að hjá fleiri en einum fjöl- miðli voru sveitirnar valdar „maður ársins 2019“ í lok síðasta árs.“ Fresta framkvæmdum þar til málin skýrast Þá segir í ályktun Brákar í Borgar- nesi að í umræðum um björgunar- sveitirnar sé iðulega komið að fjár- mögnun þeirra, ekki síst upp á síð- kastið þegar horfur eru á að þrengi verulega að fjáröflun sem verið hef- ur aðal tekjulind þeirra. „Björg- unarsveitin Brák er að hefja fram- kvæmdir við byggingu nýs húss undir starfsemina þar sem eldra húsnæði er á ýmsan hátt óhent- ugt. Á síðasta ári voru 70 ár síðan skipuleg björgunarstarfsemi hófst í Borgarnesi og þá var tekin fyrsta skóflustungan að nýja húsinu. nú á næstu vikum stendur til að hefjast handa við framkvæmdir, jarðvinnu og sökkla. Það er augljóst mál að fámenna björgunarsveit munar verulega um það ef virðisaukaskatt- ur fæst endurgreiddur af bygginga- kostnaði. Því verður framkvæmd- um skotið á frest í bili í þeirri von að bréf þetta og önnur hvatning til þings og þingmanna verði til þess að ofangreint frumvarp verði að lögum sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir vorið, og Björgunarsveitin Brák fái notið þeirrar ívilnunar sem í lögunum mun felast,“ segir í nið- urlagi bréfs Björgunarsveitarinnar Brákar til þingmanna. mm Fyrsta skóflustungan að nýrri björgunarmiðstöð Brákar var tekin við Fitjar á sjötíu ára afmæli sveitarinnar 20. mars 2019. Nú hefur sveitin ákveðið að bíða með að hefja framkvæmdir uns fyrir liggur hvort Alþingi taki að nýju upp frumvarp sem heimilar stuðning ríkisins við mannvirkjagerð almannaheillasamtaka. Ljósm. Skessuhorn/kgk. Skora á þingmenn að styrkja björgunarsveitir um virðisauka­ skatt af mannvirkjagerð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.