Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202010
Frestur til að senda umsagnir til
umhverfis- og samgöngunefndar
Alþingis vegna samgönguáætlunar
rann út síðastliðinn föstudag. Um
er að ræða umsagnir um tillögu til
þingsályktunar um fimm ára sam-
gönguáætlun fyrir árin 2020-2024
en auk þess 15 ára samgönguáætl-
un fyrir árin 2020 – 2034. nokk-
ur sveitarfélög og fulltrúar þeirra
á Vesturlandi gera athugsemdir í
ljósi þess að hönnun og undirbún-
ingur framkvæmda við stofnveg 54
um Skógarströnd eru ekki á áætl-
un stjórnvalda fyrr en eftir fimm
ár hið minnsta. Skógarstrandarveg-
ur er meðal stofnvega landsins og
því hluti af grunnneti samkvæmt
samgönguáætlun. Vegurinn er um
57 kílómetra langur malarvegur og
nær frá minni Haukadals í Dölum,
fyrir Álftafjörð og í Helgafellssveit.
Ástand vegarins er mjög bágbor-
ið eins og oft hefur komið fram í
Skessuhorni á liðnum árum og þar
hafa fjölmörg umferðarslys orðið
í kjölfar aukinnar umferðar. Hafa
sveitarfélög á Vesturlandi stað-
ið einhuga að beiðni um að fram-
kvæmdum þar verði flýtt og vegur-
inn endurbyggður. Þau hafa hins
vegar talað fyrir daufum eyrum fjár-
veitingarvaldsins og mótmæla nú
harðlega að engar áætlanir séu um
undirbúning eða hönnun nýs veg-
ar næstu fimm árin. Á öðru tíma-
bili samgönguáætlunar 2025-2029
er gert ráð fyrir 950 milljónum til
undirbúnings og hönnunar, en loks
ekki fyrr en á þriðja tímabili áætl-
unarinnar 2030-2034 er 3,1 millj-
arði ráðstafað í veginn. Líta menn
á ástand Skógarstrandarvegar sem
alvarlegt vandamál og færa ítarleg
rök máli sínu til stuðnings.
Að lokið verði við hönn
un á núverandi tímabili
Dalabyggð lagði fram umsögn um
málið sem og Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi. Þá var send inn bók-
un bæjarstjórnar Stykkishólms en
auk þess skilaði Jakob Björgvin Jak-
obsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi,
ítarlegri umsögn um frumvarps-
drögin. Stykkishólmsbær telur
með umsögn sinni, m.a. á grund-
velli byggðasjónarmiða, atvinnu-
sjónarmiða, öryggisjónarmiða og
sjónarmiða um samvinnu sveitar-
félaga og mögulegra sameiningar-
kosta á svæðinu, eins og nánar er
rekið í umsögn, að óhjákvæmilegt
sé að gera aðra kröfu en þá að fram-
kvæmdum við Snæfellsnesveg núm-
er 54 um Skógarströnd verði hrað-
að og að ljúka verði við hönnun
vegarins á fyrsta tímabili samgön-
guáætlunar þannig að hægt verði að
hefja framkvæmdir á fyrsta tímabili
samgönguáætlunar, en ekki á öðru
tímabili eins og áætlunin gerir ráð
fyrir. „Framangreindar áherslur
Stykkishólmsbæjar eru í samræmi
við sameiginlega sýn allra sveitar-
félaga á Vesturlandi, eins og rak-
ið er nánar í umsögn þessari, sem
og í umsögn Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi og annarra sveitarfé-
laga á Vesturlandi, m.a. í umsögn
Dalabyggðar.“
Stykkishólmsbær leggur því
þunga áherslu á að auknu fjármagni
verði veitt annars vegar til hönnun-
ar vegarins um Skógarströnd (skil-
greiningu, frumdrög að hönnun,
forhönnun og verkhönnun) og hins
vegar til framkvæmda á fyrsta tíma-
bili samgönguáætlunar þannig að
hægt verði að hefja framkvæmdir
við veginn sem fyrst og eigi síðar
en 2023.
Annar hættulegasti
vegur á Vesturlandi
Í umsögn Kristjáns Sturlusonar,
sveitarstjóra Dalabyggðar, er bent
á að í markmiðum draga að sam-
gönguáætlun sé talað um jákvæða
byggðaþróun og stefnt verði að því
að auka lífsgæði um land allt með
bættum samgöngum og styrkja
þann grunn sem nauðsynlegur er
til að efla fjölbreytta atvinnu og
bæta samkeppnishæfni, svo sem
með betri aðgangi að þjónustu.
Áherslur til að ná þessum mark-
miðum eru m.a. þær að leitast verði
við að styrkja samgöngur þannig að
sem flestum landsmönnum sé kleift
að nálgast nauðsynlega opinbera
þjónustu á sem stystum tíma, unnið
verði að styttingu ferðatíma innan
vinnu- og skólasóknarsvæða. Fram-
kvæmdir og þjónusta samgöngu-
kerfisins miði að því að auka öryggi
og styrkja vinnu- og skólasóknar-
svæði, einnig að mótuð verði stefna
um vegi sem aðallega þjóna ferða-
mönnum. „Það er ljóst að hlutur
Dalabyggðar er ekki mikill í sam-
gönguáætlun og seint farið í verk-
efni og ekki er verið að uppfylla
markmið áætlunarinnar varðandi
samgöngur innan sveitarfélagsins,
en framangreind atriði eru öll lykil-
þættir í að auka búsetugæði í Dala-
byggð og efla byggðina,“ segir orð-
rétt í umsögn Kristjáns. Bent er á að
vegakerfið í Dalabyggð sé með því
verra sem gerist og er sveitarfélagið
í 70. sæti af nær jafn mörgum sveit-
arfélögum á landinu yfir hlutfall
vega með bundnu slitlagi. „Tíðni
umferðarslysa er einnig einna mest
í Dalabyggð og er vegakerfið innan
sveitarfélagsins það fimmta hættu-
legasta á landinu samkvæmt Sam-
gönguáætlun Vesturlands sem unn-
in var á vegum Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi á árinu 2017.
nýlega hafa verið dregnar fram
þær upplýsingar að vegur 54 um
Skógarströnd sé annar hættulegasti
vegur á Vesturlandi.“
Virkar sem hraðahindr
un á uppbyggingu
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, sendir ítar-
lega umsögn um frumvarpsdrög-
in. Þar segir meðal annars. „Þar
sem Skógarstrandarvegur er hluti
grunnnetsins samkvæmt samgön-
guáætlun mætti ætla að hann væri
forgangsatriði við ráðstöfun fjár-
muna á samgönguáætlun, líkt og
markmið hennar kveða á um, en
það endurspeglast hins vegar ekki
í fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Það er því óhjákvæmilegt að gera
ekki kröfu um það að fyrirliggjandi
samgönguáætlun verði breytt með
tilliti til mikilvægis vegarins sem
hluta af grunnneti samgöngukerf-
isins og framkvæmdum verði flýtt
þannig að vegurinn komi til fram-
kvæmda á fyrsta tímabili samgön-
guáætlunar.“ Jakob Björgvin fær-
ir fjölmörg rök máli sínu til stuðn-
ings. Meðal annars að núverandi
ástand Skógarstrandarvegar sundri
byggðum í stað þess að góður veg-
ur myndi auka samvinnu og stuðla
að sameiningu byggða. Rekur hann
samfélagsleg og byggðarleg áhrif
vegabóta svo sem á búsetu, at-
vinnulíf, loftslagsmál og skóla-
sókn. „Vegurinn hefur í raun virk-
að sem hraðahindrun á atvinnuþró-
un og uppbyggingu á svæðinu, sér
í lagi í Dalabyggð, og hefur einn-
ig verið það fyrir fjölmörg fyrir-
tæki. Ástandið í dag er óboðlegt og
hefur verið lengi.“ Þá bendir Jak-
ob Björgvin á að út frá öryggissjón-
armiðum sé vegurinn um Skógar-
strönd meðal hættulegustu vegar-
kafla landsins og miðað við núver-
andi ástan hamlar hann uppbygg-
ingu í ferðaþjónustu og dregur úr
framþróun í ferðamálum. mm
Núverandi stofnvegur um Skógarströnd er um 57 kílómetra langur malarvegur og nær frá minni Haukadals í Dölum, fyrir Álftafjörð og í Helgafellssveit.
Mótmæla því að Skógarstrandarvegur er ekki
á samgönguáætlun á næstunni
Svipmynd frá Skógarstrandarvegi. Ljósm úr safni/bj.