Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202016
Steinunn Inga Óttarsdóttir er nýr
skólameistari Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi. Hún var skipuð
í embætti snemma desembermán-
aðar og hóf störf 2. janúar síðast-
liðinn. Skólastarf hefur henni lengi
verið hugleikið og kannski má segja
að skólastjórnun sé henni í blóð
borin. Faðir hennar var kennari og
skólastjóri, móðir hennar og systir
einnig. Skessuhorn hitti Steinunni
að máli á skrifstofu skólameistara
síðastliðinn fimmtudag og fékk að
kynnast henni örlítið.
Starfað lengi
við stjórnun
Steinunn er ættuð frá Þistilfirði
og Langanesi. Foreldrar hennar
bjuggu á Þórshöfn og þaðan lá leið-
in á Húsabakka í Svarfaðardal, þar
sem faðir hennar starfaði sem skóla-
stjóri. „Þar bjuggum við í sex ár en
fluttum síðan til Akureyrar. Þar
var ég til tvítugs, gekk í Mennta-
skólann á Akureyri og útskrifaðist
úr máladeild 1983,“ segir hún. Að
menntaskólagöngu lokinni lá leið-
in í Kennaraháskólann. „Ég fór svo
í Háskóla Íslands þar sem ég lauk
meistaraprófi kennara í íslensku
og síðan meistaraprófi í íslenskum
bókmenntum. Að svo búnu byrjaði
ég að kenna í Menntaskólanum við
Sund, árið 1996,“ segir Steinunn.
„Ég var í 18 ár í Menntaskól-
anum í Kópavogi, þar sem ég var
áfangastjóri í tólf ár, lauk samhliða
diplómanámi í mannauðsstjórnun
og vettvangsnámi í stjórnun fram-
haldsskóla. Síðan fékk ég námsor-
lof, fór til Tékklands og var í Prag
að stúdera hagnýta menningarmiðl-
un. Ég kláraði það nám núna í vor,“
bætir hún við. „Haustið 2016 fór
ég að vinna fyrir Félag framhalds-
skólakennara sem sérfræðingur í
kjara- og réttindamálum og hafði
umsjón með Vísindasjóðnum, sem
er endurmenntunarsjóður kenn-
ara,“ segir Steinunn. Má þannig
segja að kennsla hafi átt hug hennar
allan undanfarin 18 ár? „Stjórnunin
í rauninni, ég er búin að starfa tölu-
vert meira við stjórnun en kennslu
á mínum ferli,“ segir hún. „En
kennslan er skemmtilegt starf og
mikilvægasta starfið, ég segi það nú
bara eins og menntamálaráðherra,“
bætir hún við.
Bókaormur
Utan skólastarfsins hefur Steinunn
einnig starfað sem bókmenntagagn-
rýnandi, allar götur frá 1999. Fyrst
hjá DV og Morgunblaðinu en síð-
ar Kvennablaðinu og Víðsjá. „Það
er mjög gaman, illa borgað en mjög
skemmtilegt,“ segir hún og bros-
ir. „Síðan held ég, ásamt fleiri kon-
um, úti vef sem heitir Skáld.is. Þar
erum við að safna í gagnagrunn um
íslenskar skáldkonur og vinnum í
því í okkar frístundum. Það er mjög
gefandi og skemmtilegt verkefni,“
segir hún.
Það þarf því kannski ekki að koma
á óvart að stórum hluta frítíma síns
verji Steinunn við bóklestur. „Ég les
mikið, ferðast mikið, bæði innan-
lands á gömlum fjallatrukk um fjöll
og firnindi og erlendis. Svo sinni
ég ýmsum félagsstörfum, á stóran
vinahóp og frændgarð og er í alls
konar klúbbum, sem sumir hverj-
ir eru áratugagamlir,“ segir hún.
„Ég er til dæmis í leshring og var
á leshringsfundi í gærkvöldi. Þar
erum við sjö saman sem hittumst
að jafnaði á fjögurra til sjö vikna
fresti og höfum gert síðan 1994
eða þar um bil,“ segir Steinunn og
bætir því við að hún hafi gaman af
ýmsu fleiru. Svo sem að hjóla á „ra-
cernum“ sínum, elda hollan mat,
grúska í gleymdum skáldkonum
og bókmenntum 18. aldar, hlusta á
góða tónlist og fylgjast með breska
kóngafólkinu.
„Góður sáttamiðlari“
Þegar blaðamaður hitti Steinunni
á skrifstofu skólameistara hafði
hún aðeins gegnt nýja starfinu í sex
daga. Hún lætur afar vel af fyrstu
kynnum sínum af skólanum. „Mér
líst rosalega vel á þetta. Fyrsta dag-
inn mætti mér mjög alúðlegt starfs-
fólk og blóm í potti. Allir voru glað-
ir að fá mig og ég er glöð að vera
hingað komin,“ segir hún og bros-
ir. En hvernig kom það til að hún
ákvað að sækjast eftir starfinu? „Ég
hafði aldrei áður fundið hjá mér
neina hvöt til að sækja um skóla-
meistarastöðu. Það var einhvern
veginn ekkert inni í myndinni hjá
mér. Síðan þegar ég sá þessa aug-
lýsingu frá FVA, og var náttúrulega
búin að heyra um stöðu skólans
í gegnum Félag framhaldsskóla-
kennara, fjölmiðla og svoleiðis,
þá hugsaði ég með mér; „þarna er
þörf fyrir mig, mín reynsla og mín-
ir hæfileikar geta komið að góðum
notum og þarna get ég látið gott af
mér leiða“. Enda er það nú einmitt
til þess sem við erum hér á jörð,“
segir Steinunn kímin.
En hverjir eru þessir hæfileikar
Steinunnar sem hún telur að koma
muni að góðu notum í starfinu?
„Fyrst og fremst er ég leiðtogi og
vil fá fólk í lið með mér. Ég góður
sáttamiðlari, sanngjörn og raunsæ,
sveigjanleg og ég geri ekki veður út
af smámunum. Mín mantra í skóla-
stjórnun er lýðræði, virðing, traust
og samvinna. Mér er mikilvægt að
starfsfólkið sé ánægt, vegna þess að
ánægja kennara og starfsfólk skilar
sér út til nemenda, sem síðan skilar
sér út í samfélagið hér á Akranesi
og á endanum út í þjóðfélagið allt.
Þetta bara breiðist út,“ segir skóla-
meistarinn ákveðinn.
Blaðamaður hafði haft spurnir af
því fyrir fund hans með Steinunni
að hún hefði gengið á milli nem-
enda fyrsta kennsludaginn, heilsað
hverjum og einum og kynnt sig. „Er
það ekki bara sjálfsagt?“ spyr Stein-
unn. „Mér finnst það. Mig langar
að kynnast þeim. nemendur vita þá
hver ég er og eiga þá kannski auð-
veldara með að leita til mín ef eitt-
hvað er,“ bætir hún við.
Gleði og kærleikur
Aðspurð kveðst Steinunn vonast
til að nemendur og kennarar verði
varir við að breyttar áherslur fylgi
nýjum skólameistara. Hverju vill
hún helst breyta? „Ætli fyrsta verk-
efnið verði ekki að reyna að hressa
upp á launakjörin og þar með mór-
alinn. Stofnanasamningur FVA hef-
ur ekki verið yfirfarinn í ansi langan
tíma,“ segir hún. „Við í samstarfs-
nefndinni höfum þegar haldið einn
fund til að leggja línurnar. Á morg-
un [sl. föstudag; innsk. blm.] för-
um við á fund í ráðuneytinu, ég og
stjórnendur skólans, til að tala okk-
ar máli,“ segir hún. „Síðan þarf að
lægja öldur, skapa frið hér á vinnu-
staðnum og skapa traust milli skóla-
meistara og starfsfólks. Það er mjög
mikilvægt,“ bætir hún við. „Fólk
verður að hafa farveg fyrir fagleg-
an metnað sinn og frumkvæði í
vinnunni og líða vel í starfi. Og eitt
af því sem verður alltaf að vera fyrir
hendi er gleði og kærleikur. Að fólk
finni að borin sé umhyggja fyrir því
og að það geti treyst skólameistar-
anum og samstarfsmönnum sínum.
Það er rosalega mikilvægt,“ segir
Steinunn Inga að endingu.
kgk
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk.
„Fólk verður að hafa farveg fyrir
faglegan metnað sinn“
- segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, nýr skólameistari FVA
Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ljósm. kgk.