Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 23 Á miðvikudagsmorgun í liðinni viku urðu bændur á Hvanneyri var- ir við að kýrnar í fjósinu höfðu ver- ið á útstáelsi. Frá því var greint á Facebook síðu búsins að kýrn- ar hefðu verið úti nóttina áður en höfðu þó allar skilað sér inn fyrir morgunmjaltir. Fullsetinn róbóti er í Hvanneyrarfjósi og gaf hann eng- ar vísbendingar í síma um notkun- arleysi þá um nóttina, þannig að kýrnar hafa skipt liði og ekki far- ið allar út í einu þarna um nóttina. „Við anddyrið voru mikil ummerki eftir umferð nautgripa en engir gripir sjáanlegir úti. Inni í fjósi var allt rólegt, kýrnar lágu ýmist á bás- um eða átu hey í mestu makindum. Allt eins og það á að vera fyrir utan eitt, hurðin þar sem kýrnar fara út um á sumrin var galopin og fennt hafði inn.“ Kýrnar höfðu með einhverjum ótrúlegum hætti náð að opna læs- inguna á hurðinni og náð að lyfta henni upp og hlaupið þar út í nótt- ina. „Þegar birti til sáust betur um- merki eftir fjör næturinnar. Vin- sælt hafði verið að hlaupa hringinn kringum fjósið en einnig kringum rúllustæðurnar og haugtankinn. Þá var troðin slóð meðfram veginum og einhverjar kíktu niður að Þóru- lág. En það magnaða við þetta æv- intýrið hjá kúnum er að hver einasta kýr hafði skilað sér inn aftur fyrir morguninn. Veðrið hefur spilað þar stóran þátt en þegar leið á nóttina fór veður versnandi og kýrnar hafa sýnt einstaka skynsemi og drifið sig inn aftur í hlýjuna.“ Þá er þess getið að allar kýrnar í fjósinu bera svokallaða beiðslis- greina sem greina hreyfingu kúnna og fá bændur tilkynningu í tölv- una ef einhver kýr er óvenju virk. „Þennan morguninn voru yfir 50 kýr með tilkynningu í tölvunni og á hreyfigrafinu mátti sjá að þær höfðu opnað út um miðnætti og verið úti fram til ca . fimm eða sex um morguninn. Þetta hefur verið heilmikið ævintýri hjá þeim en sem betur fer rötuðu þær allar inn og enginn slasaðist við þennan hama- gang,“ segir í færslu bænda. mm/ Ljósm. Hvanneyrarbúið. Samstarfssamningur Borgarbyggð- ar og Skógræktarfélags Borgar- fjarðar var undirritaður mánu- daginn 6. janúar síðastliðinn. Það var Lilja Björg Ágústsdóttir, starf- andi sveitarstjóri Borgarbyggðar og Laufey B. Hannesdóttir, gjald- keri Skógræktarfélags Borgarfjarð- ar, sem undirrituðu samninginn. „Sameiginlegt markmið aðila með samningnum er að standa vörð um, efla og bæta útivistarsvæði í Borg- arbyggð og gera þau enn eftirsókn- arverðari til útivistar,“ segir á vef Borgarbyggðar. Skógræktarfélagið á eða hef- ur umsjón með yfir 800 hektörum skóglendis sem almenningur nýtir í vaxandi mæli til útivistar. „Þess- ir skógar þarfnast mikillar alúð- ar og umhirðu til að nýtast íbúum sveitarfélagsins sem best í nútíð og framtíð. Áhersla er lögð á að við- halda og bæta skóglendi í skógum sveitarfélagsins, auk fræðslu til al- mennings, félagasamtaka og skóla,“ segir á vef Borgarbyggðar. Skógræktarfélag Borgarfjarð- ar sinnir nú umsjón og umhirðu á fjölmörgum skógarsvæðum til al- mannanota í sveitarfélaginu. Það eru: Grímsstaðagirðing, Reykholts- skógar, Daníelslundur, Grafarkot, Holt, Snagagirðing, Einkunnir, Varmalandsskógur, Urriðaárreitur, Bjargsgirðing, Stafholtsey og Hvít- árbakki. kgk Samstarf við skógræktarfélagið Stafafuru plantað í eitt af svæðum Skógræktarfélags Borgarfjarðar í Reykholts- landi austan til í Skáneyjarbungu. Þar hefur að undanförnu verið unnið af krafti við gróðursetningu. Ljósm. Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Lilja Björg Ágústsdóttir, starfandi sveitarstjóri Borgarbyggðar og Laufey B. Hannesdóttir, gjaldkeri Skógræktarfélags Borgarfjarðar, undirrita samninginn. Ljósm. Borgarbyggð. Hvanneyrarkýr skvettu úr klaufunum utan dyra Erlendur Bogason kafari hefur um langt árabil safnað myndum af sjáv- arlífverum og hafsbotni. Mynd- ir hans hafa nú verið gerðar að- gengilegar á vefnum sjavarlif.is en þær hafa allar verið teknar neðan- sjávar við Íslandsstrendur. Í kynn- ingu á verkefninu segir að efnið á vefnum muni nýtast við rannsókn- ir og fræðslu fyrir sjávarútveg og almenning. Myndefnið flokkast í nokkra flokka og er safn ljósmynda og myndskeiða sem færir lesendum einstaka sýn á veröldina í undir- djúpum við Ísland. Í nánustu fram- tíð munu fleiri flokkar og tegund- ir bætast við í neðansjávarmynda- safnið sem er aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. Textana skrif- aði Hreiðar Þór Valtýsson, lektor í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, en Blek ehf. setti upp og hannaði vefinn. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði síldarútvegsins, Fiskifélagi Íslands og Háskólanum á Akureyri. Í kynningu á vefnum segir: „Hafið er undirstaða lífs á jörðinni og velmegunar íslensks samfélags. Í hafinu í kringum Ísland er fjöl- breytt líf dýra og gróðurs, meira en við getum ímyndað okkur. Lífverur hafsins eru okkur framandi en samt svo nálægt okkur, allt í kringum landið.“ mm/ Ljósm. Erlendur Bogason. Sjávarlíf er einstakur ljósmyndavefur úr undirdjúpunum Lúða. Steinbítur. Grjótkrabbi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.