Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202020 „Ég bjóst alls ekki við svona rosa- legum viðbrögðum. Ég var bara voða lítill í mér og hugsaði að fólk myndi ekki vilja mynd frá mér,“ segir Sigurður Mikael Jónsson sem ákvað að koma landslagsmynd- um sínum betur á framfæri í upp- hafi árs með því að opna Facebo- ok síðu fyrir myndirnar, Smjmynd- ir. Mikael man nákvæmlega hvenær hann tók fyrst upp pensilinn en það var þann 8. janúar árið 2018. Hann var búinn að starfa sem blaðamað- ur í tólf ár, tíu ár hjá DV og svo tvö ár hjá Fréttablaðinu, og var að eig- in sögn að brenna út í starfi. Í leit sinni að hugarró fór hann að horfa á róandi myndbönd á Youtube fyr- ir svefninn sem var hans leið til að flýja streitu og kvíða. „Vegna þess að ég var alltaf að horfa á svona myndbönd fór ég að fá uppástung- ur frá Youtube að horfa á mynd- bönd af manni með afró í blárri skyrtu að mála landslagsmyndir. Ég vissi ekkert hver þetta var en ákvað að smella á þetta. Þetta var þá Bob Ross, vinsæll sjónvarpslandslags- málari í bandarísku almennings- stjónvarpi á níunda og tíunda ára- tugnum,“ segir Mikael sem er nú búinn að horfa á öll myndböndin með Bob Ross. Málaði fyrstu myndina Í myndböndunum kennir Bob Ross aðferð til að mála landslagsmyndir og talar hann um að allir geti lært að mála með þeirri tækni sem hann kennir. „Ég hugsaði þá bara; ókei, við skulum sjá, og í janúar fyrir tveimur árum ákvað ég, með mjög frumstæðum áhöldum, að mála mína fyrstu mynd,“ segir Mikael sem málaði fyrstu myndina inni í herbergi dóttur sinnar. Þar sat hann á barnastól með striga á teiknitrön- um fyrir börn fyrir framan sig og tölvuna til hliðar. „Ég horfði á Bob Ross og elti það sem hann var að gera. Ég var búinn að skoða þessa aðferð vel svo ég náði alveg ákveðn- um árangri þó þetta hafi ekki ver- ið fallegasta mynd sem hefur verið máluð,“ segir Mikael og hlær. „En ég upplifði svo mikla ánægju og stolt yfir því að ég hafði búið þetta til. Svo þetta vatt upp á sig og ég fór í framhaldinu að mála meira,“ segir Mikael sem hefur fengið töluverða athygli fyrir myndirnar sínar. Langar að prófa svo margt „Þegar ég fór svo að gera mitt eig- ið „stöff“ og fór að setja myndir inn á Facebook og Instagram sá ég að fólki fannst þetta bara eitthvað merkilegt og var til í að kaupa eina og eina mynd. Svona byrjaði þetta bara, einhver útbrunninn blaða- maður í leit að hugarró fann ein- hvern sjónvarpsmálara á Youtube og fór að mála á fullu í barnaher- berginu á heimili sínu í Reykja- vík,“ segir Mikael og hlær. Síð- an fyrsta myndin var máluð hefur Mikael aflað sér frekari upplýsinga og þekkingar í ýmsum aðferðum til að verða betri málari. „Ég hef í raun bara drukkið allt í mig sem kemur að þessu, nýja tækni og nýja hluti og er í raun bara að springa því mig langar að prófa svo margt,“ segir Mikael og bætir því við að hann sé ekki lengur að fylgja ein- göngu aðferðinni sem hann lærði af Bob Ross. „Hann var svona eins og hjálparadekkin á hjólinu þegar maður lærir að hjóla. Á einhverj- um tímapunkti losar maður sig við hjálparadekkin og fer að gera þetta sjálfur,“ útskýrir hann. Fjölmiðlafulltrúi UNICEF Mikael er fæddist árið 1983 og ólst upp á Akranesi. Hann gekk í Grundaskóla og því næst fór hann í Fjölbrautaskóla Vesturlands áður en hann hélt til Reykjavíkur í há- skólanám. Hann er giftur Skaga- konunni Evu Eiríksdóttur og sam- an eiga þau tvö börn, Rakel Ölbu 7 ára og Eirík Elía 4 ára. Fjölskyldan býr í Reykjavík og starfar Mikael í dag sem fjölmiðlafulltrúi UnICEF á Íslandi og Eva er markaðsstjóri hjá FlyOver Iceland. „Eva er í mjög stóru og umfangsmiklu starfi svo ég dró aðeins saman seglin og hætti í blaðamennsku og er núna að bjarga börnum á daginn og mála á kvöld- in,“ segir Mikael og brosir. „Þetta er fjölskylduvænn vinnustaður, ég get sótt börnin mín og hugsað um heimilið. Svo í staðinn fæ ég nokkra klukkutíma um helgar til að mála eins og eina landslagsmynd,“ segir Mikael og bætir því við að hann sé búinn að færa sig úr barnaherberg- inu yfir í hjónaherbergið. „Þar er ég svo einn sveittur að hlusta á Sig- urrós og mála íslenskt landslag og það er bara dásamlegt,“segir hann og hlær. Málar það sem hreyfir við honum Eins og fyrr segir málar Mikael landslagsmyndir og með því að opna Facebook síðu fyrir mynd- irnar sínar var hann að taka fyrsta skrefið til að koma sér á framfæri. Í kjölfarið hefur hann fengið margar fyrirspurnir. „Fólk er að hafa sam- band við mig sem er mjög gaman. En fyrir mér snýst þetta ekki um að selja myndirnar, þó það sé auðvitað líka gaman. Ég mála fyrst og fremst fyrir mig og mála það sem hreyfir við mér. Ég mála mikið Akrafjall- ið því ég ólst upp við það. Svo er gaman að mála Snæfellsjökul en á heiðskýrum dögum á Akranesi get- ur maður séð hann og það er eitt- hvað við hann sem veitir manni orku. Jöklar og fjöll hafa átt hug minn allan í því sem ég mála,“ seg- ir Mikael. Hann segir að ef fólk vill kaupa myndirnar sé það bara bón- us. „Ég er ekki að selja mig mjög dýrt. Þetta er alþýðulist og þú finn- ur ekki mynd hjá mér á milljón. Ég vil frekar mála tíu myndir og selja þær allar en að mála tíu myndir og selja eina og hinar endi uppi á háa- lofti hjá mér,“ segir hann. Allir geta málað En er það rétt sem Bob Ross segir að allir geti málað? „Já, ég fullyrði það. Ég hef séð það gerast,“ svarar Mikael. „Ég er í nokkrum hópum sem tengjast þessari ákveðnu tækni og ég hef séð hvaða árangri fólk getur náð og ég myndi treysta mér til að kenna hverjum sem er að mála alveg ágætis landslagsmynd á frek- ar stuttum tíma,“ bætir hann við. Aðspurður segist hann alltaf hafa haft ákveðna þörf fyrir listsköpun en þar til fyrir tveimur árum fékk hann þá útrás fyrst og fremst í tón- list eða ritlist. „Ég hef alltaf þurft að skapa, semja ljóð eða skrifa en ég var ekkert að teikna eða mála. Ég teiknaði reyndar mjög mik- ið sem barn og var ágætur í því en hef ekkert gert það síðan í grunn- skóla. Það var í raun óvænti hlutur- inn í þessu öllu, að uppgötva að ég gæti þetta. Að komast að því á fer- tugsaldri að ég kann alveg að mála og fólk tekur vel í það sem ég geri, ekki bara nánasta fjölskylda sem verður að skrifa eitthvað fallegt við myndirnar mínar,“ segir Mikael að endingu. arg Sigurður Mikael Jónsson tók fyrst upp pensilinn og byrjaði að mála landslagsmyndir fyrir tveimur árum. Útbrunninn í leit að hugarró og fór að mála landslagsmyndir Rætt við fyrrum blaðamanninn og nú fjölmiðlafulltrúann Sigurð Mikael Jónsson Þegar Mikael byrjaði að mála var hann með þessa aðstöðu í herbergi dóttur sinnar. Ljósm. aðsend Mikael með nokkrar af landslagsmyndunum sem hann hefur málað. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.