Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 9 Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfsstöðin er í Borgarnesi, en í starfinu felast fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum um allt Vesturland. Viltu vera með okkur og sækja fram? VERKEFNASTJÓRI Starfs- og ábyrgðarsvið: • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun • Úttekt á sí- og endurmenntun innan fyrirtækja og gerð símenntunaráætlana • Uppbygging á samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu • Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun, s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar og/eða menntavísinda • Víðtæk reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér tækninýjungar Umsóknarfrestur til og með 26. janúar nk. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur tvær starfsstöðvar á Vesturlandi – á Akranesi og í Borgarnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. www.simenntun.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Loks dúraði á laugardagskvöldið og nýttu nokkrir sjómenn á Snæfells- nesi það. Þegar veður gekk nið- ur eftir kvöldmat var haldið á sjó, en veðurspá gerði ráð fyrir blíðu fram í morgunsárið og síðan vax- andi vindi þegar liði á morguninn. Því má segja að glufan hafi verið vel nýtt. Bátarnir voru flestir komn- ir aftur að landi snemma morguns með þokkalegan afla. Þeirra á með- al Særif SH frá Rifi sem var með tíu tonn og netabáturinn Magnús SH sem var með 13 tonn. En þessir bátar lönduðu báðir í Rifi. Í Ólafsvík var línubáturinn Krist- inn HU með 12 tonn, netabátur- inn Ólafur Bjarnason var með 5 tonn og dragnótarbáturinn Gunnar Bjarnason með 6 tonn í fáum köst- um. netabáturinn Bárður SH var einnig með góðan afla, eða 8 tonn. Að sögn Andra Steins Benedikts- sonar, framkvæmdastjóra Fisk- markaðar Snæfellsbæjar, var gott verð á fiski á sunnudaginn, en alls voru seld 60 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu á fiskmörkuðum á Ís- landi á sunnudaginn og var meðal- verð á þorski 456 krónur en þorsk- ur sem var yfir 8 kíló fór á 680 krónur. Meðalverð á ýsu var 365 krónur á kílóið. „Það er búð að vera hátt fiskverð að undanförnu,“ segir Andri; „og mikil eftirspurn þar sem stanslausar brælur hafa verið það sem af er þessu ári og bátar lítið komist á sjó. Enn er bræluspá fram- undan,“ bætti hann við. af Kristinn HU kemur hér til hafnar í Ólafsvík rétt eftir hádegi á sunnudag í leiðinda- veðri. Aflinn var um 12 tonn. Glufan nýtt milli lægða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.