Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202030 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ert þú að fylgjast með hand­ boltalandsliðinu á EM? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Eyjólfur M. Eyjólfsson Svona með öðru auganu. Ragna Magnúsdóttir Já. Andrea Björnsdóttir Já, auðvitað. Svanhildur Ríkharðsdóttir Já, ekki spurning. Líney Harðardóttir Já, að sjálfsögðu. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, stóð fyr- ir viðburðinum Perlað af Krafti á Akranesi á miðvikudag. Viðburð- urinn, sem haldinn var í Grunda- skóla, var afar vel sóttur, þar sem fjölmargir Akurnesingar og nær- sveitungar á öllum aldri komu saman og perluðu armbönd með áletruninni „Lífið er núna“. Þurfti að bæta við borðum og stólum á tímabili til að koma öllum fyrir í sal skólans. 180 manns mættu á svæð- ið og perluðu 782 armbönd. Einn- ig safnaðist fyrir 475.160 krón- ur í sölu á armböndum og öðrum söluvarningi sem er alveg hreint frábært, að sögn forsvarsmanna Krafts. Öll armböndin eru perluð í sjálf- boðavinnu og hugsjón í hverju og einu einasta. Með þátttöku í við- burðinum aðstoðaði fólk Kraft í að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra, þar sem armböndin eru seld til styrktar fé- laginu. Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts voru að þessu sinni perluð svoköll- uð norðurljósaarmbönd, en þau verða seld í takmörkuðu upplagi. kgk/ Ljósm. ki. Keppnin Fittest of Snæfellsnes var haldin laugardaginn 28. desember síðastliðinn á vegum Átaks Líkams- ræktar í Stykkishólmi. Þar komu saman 24 keppendur af öllu Snæ- fellsnesi sem kepptu saman í pör- um í bæði kvenna- og karlaflokki. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar var gríðarleg stemning á mótinu, bæði meðal keppenda og áhorfenda. „Það var gaman að sjá hversu vel var mætt í stúkuna, þetta var bara eins og á þokkalega góðum körfuboltaleik,“ segir Gunnar í samtali við Skessuhorn. Er þetta í annað sinn sem þessi keppni er haldin og bættist heldur í hópinn milli keppna. „Það bættist við ein Crossfit stöð í Snæfellsbæ milli keppna svo það fjölgaði keppend- um þaðan,“ segir Gunnar. Fyrstu verðlaun í karlaflokki hrepptu þeir Sveinn Arnar Davíðsson og Finn- bogi Leifsson úr Stykkishólmi og í kvennaflokki voru það Gest- heiður Guðrún Sveinsdóttir og Selma Marín Hjartadóttir frá Snæ- fellsbæ sem hrepptu fyrsta sætið. „Svo er gaman að segja frá því að elsti keppandi mótsins er að verða fimmtugur á þessu ári og var hann útnefndur töffari mótsins,“ segir Gunnar. arg/ Ljósm. sá Þrjú eftstu sætin í karlaflokki. Kepptu í hreysti á Snæfellsnesi Þrjú efstu sætin í kvennaflokki. Fjölmargir perluðu af krafti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.