Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 15 Vörubifreið út af BORGARBYGGÐ: Vöru- flutningabifreið með tengi- vagn var ekið út af við Sveina- tungu í norðurárdal aðfararnótt föstudags. Bíllinn og tengivagn- inn var þar allur utan vegarins. Engin slys urðu á fólki og engar skemmdir sem vitað er um. Lög- regla kom að bíl utan vegar við Hafnarfjall aðfararnótt fimmtu- dags. Af skriðförum að dæma hefur ökumaður misst bílinn út af veginum. Enginn var á staðn- um og haft var samband við eig- anda, sem kvaðst ætla að reyna að koma bílnum upp á veg þegar veðrið lagaðist. -kgk Þakplötur að fjúka VESTURLAND: Lögregla var kölluð að íbúðarhúsi við Þor- steinsgötu í Borgarnesi að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku. Þar hafði illa verið gengið frá stæði af þakplötum við innkeyrslu að húsi og þær farnar að fjúka. Var brugðið á það ráð að fergja þær með steinum. Hálftíma síðar fór lögregla ásamt liðsmönnum Björgunarfélags Akraness að húsi við Akurgerði þar sem þak var að fjúka og á miðvikudagskvöld þurfti að bregðast við þakplötum að fjúka á Hellisbraut á Hellis- sandi. -kgk Lögreglubíll fauk út af GRUNDARFJ: Tvær bifreiðar sátu fastar á miðri Kolgrafafjarð- arbrú um kaffileytið á föstudag. Kallað var eftir aðstoð Björgun- arsveitarinnar Klakks og bæði hún og lögregla fluttu fólk af vettvangi. Á leiðinni fauk lög- reglubifreiðin út af veginum og festist. Vegfarendur á jeppa náðu að aðstoða lögreglu og losa bíl- inn. Aðeins 300 metrum vestar kom lögregla að húsbíl sem hafði ekið út af og fests þar. Ökumaður hafði samband við bílaleiguna og fólkið afþakkaði aðstoð. Aðeins 100 metrum lengra voru björg- unarsveitarmenn að reyna að losa pallbíl sem hafði farið út af vegin- um. Það var því í nógu að snúast þennan dag vegna veðurs, eins og reyndar fleiri daga í síðustu viku. Föst með ungabarn EYJA­ OG MIKL: Beiðni barst um aðstoð frá fólki sem hafði fest bíl sinn á Snæfellsnesvegi skammt austan við Vegamót á föstudag- inn. Fólkið var á jeppa en hafði engu að síður fest sig og ákvað að kalla eftir aðstoð þar sem þau voru með dagsgamalt ungbarn í bílnum. Björgunarsveit var ræst út og kom fólkinu til hjálpar. -kgk Árekstur í blindbyl BORGARBYGGÐ: Árekst- ur þriggja bifreiða varð á Holta- vörðuheiði laust eftir kl. 15 á föstudag, þar sem bílstjóri drátt- arbifreiðar lenti í árekstri við aðra. Kyrrstæð vörubifreið þver- aði akbrautina. Mjög blint var á staðnum þegar óhappið varð. Ökumaður sá kyrrstæðan bíl, reyndi að hemla en hafði ekki er- indi sem erfiði og lenti á tveimur öðrum bifreiðum. -kgk Rétt fyrir jól var garnaveiki stað- fest í kind á bænum Reykjum í Húnavatnshreppi. Garnaveiki hef- ur greinst í sauðfé á tveimur öðr- um bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin tíu ár. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórt- urdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyr- ir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreif- ingu, segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Tilfellið uppgötvaðist eftir að bóndi, í samráði við dýra- lækni, lét héraðsdýralækni Mat- vælastofnunar vita. Kindin, sem var rúmlega fimm vetra, sýndi ein- kenni sjúkdómsins og var aflífuð. Sýni voru tekin og send til grein- ingar á Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum. Þau reyndust já- kvæð m.t.t. garnaveiki. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau voru neikvæð. mm Björgunarsveitir landshlutans höfðu í nógu að snúast um miðja síðustu viku og reyndar seinna í vik- unni líka, þó víðast hvar hafi verið mest að gera á þriðjudag og mið- vikudag. Færð spilltist víða á veg- um í síðustu viku og í byrjun þess- arar vegna veðurs og lentu vegfar- endur víða í vandræðum á ferð um landshlutann. Bátur losnaði frá bryggju Björgunarsveitin Berserkir var köll- uð til þegar smábátur losnaði frá bryggju í Stykkishólmshöfn síðast- liðinn miðvikudagsmorgun í vest- an óveðri sem þá gekk yfir land- ið. Landfestar bátsins slitnuðu um hálf átta leytið og stóð útkallið yfir í meira en klukkustund. Vonskuveð- ur var í Hólminum þegar óhapp- ið varð. „Það var leiðinda vest- an þræsingur, en útkallið gekk vel. Auðvitað tekur svona lagað tíma en þetta gekk bara fínt og ekkert tjón hlaust af,“ segir Einar Þór Strand, formaður Berserkja, í samtali við Skessuhorn. Ófært á Snæfellsnesi Einar er jafnframt formaður svæð- isstjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæði fimm. Hann segir björgunarsveitir á Vestur- landi hafa tekist á við ýmis verk- efni frá því veður tók að versna á þriðjudagskvöldið. „núna upp úr klukkan tíu [á miðvikudagsmorg- un, innsk. blm.] fóru Berserkir að athuga með tré sem hafði losnað frá rótum í Stykkishólmi og ég veit að aðrar sveitir hafa haft nóg að gera líka í hinum og þessum verk- efnum. Aðstoða þurfti ökumenn sem lentu í vandræðum í Búlands- höfðanum í nótt og þá lenti öku- maður í vandræðum á Skógar- strönd. Álftarfjörðurinn er alveg lokaður og fóru Dalamenn í það verkefni og síðan á Laxárdalsheið- ina líka,“ segir hann. Það voru björgunarsveitarmenn í Lífsbjörgu í Snæfellsbæ og Klakki í Grundarfirði sem aðstoðuðu veg- farendur í Búlandshöfða. Þurfti að skilja einhverja bíla eftir og koma fólkinu til síns heima, að því er fram kemur á Facebook-síðu Lífs- bjargar. Stórhríð var á svæðinu og vegurinn ófær. Félagar í Björgunarsveitinni Ósk í Dölum máttu berjast lengi við veðrið á leið sinni í Álftar- fjörðinn, en þeir fóru á vettvang þar sem ófært var úr Stykkishólmi og dráttarbíll komst ekki á stað- inn, skv. upplýsingum frá lögreglu. Barst þeim útkallið rétt fyrir klukk- an 1:00 aðfaranótt miðvikudags og aðgerðinni lauk ekki fyrr en upp úr kl. 5:00. „Sex menn fóru á tveim- ur bílum og sóttist ferðin afar hægt í þungu færi. Þegar á staðinn var komið var bíllinn spilaður upp á veg og fólkið tekið í bíl björgun- arsveitarinnar og farið með það í Búðardal,“ segir á Facebook-síðu Óskar. Einar segir að veðrið hafi ver- ið slæmt, hvassviðri og snjór víð- ast hvar á Snæfellsnesinu á þriðju- dagskvöld og fram á miðvikudag. „Það snjóaði fullt í gær, þriðjudag, og síðan fór að blása og þá varð ófært eins og skot,“ segir Einar, en klukkan ellefu á miðvikudags- morgun þegar Skessuhorn ræddi við Einar voru nánast allar leiðir á Snæfellsnesi ófærar. Kallaðir á Langjökul en snúið við Félagar í Björgunarfélagi Akra- ness og Björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði voru sendir af stað á Langjökul aðfararnótt miðviku- dags, í leit að ferðafólki sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á jökl- inum. Þegar séð var að hægt væri að komast að fólkinu hinum megin frá var þeim þó snúið við. Fjallað er um þá björgun í annarri frétt í blaðinu. Snemma á miðvikudagsmorg- un fóru síðan félagar í Lífsbjörgu í útkall vegna veikinda á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Tveir björgun- arsveitarmenn fóru ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum á Ford Excursion bíl björgunarsveitarinn- ar suður fyrir jökul. Hríðarbylur var og vegurinn illfær. „Vel gekk að sinna sjúklingi og flytja undir læknishendur,“ segir á Facebook- síðu Lífsbjargar. kgk Veðrið hefur sett mikinn svip á verkefni Lögreglunnar á Vestur- landi undanfarna viku. Fjölmargir þurftu á aðstoð viðbragðsaðila að halda vegna slæmrar færðar, veg- um var lokað eða þeir urðu ófær- ir. Þá urðu einhver umferðaróhöpp sem rekja má til veðurs og nokkur dæmi um að fólk hafi slasað sig í hálkunni. En þrátt fyrir slæm akrst- ursskilyrði, bæði innanbæjar og úti á þjóðveginum, voru allt of margir sem óku of hratt, að sögn lögreglu. Sér lögregla það bæði af umferðar- eftirlitinu og á þeim fjölmörgu mál- um sem koma inn í gegnum hraða- myndavélar í umdæminu. Ökumaður var stöðvaður á Borg- arbraut í Borgarnesi á sunnudag, þar sem hann ók á 47 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km/klst. Á hann yfir höfði sér 20 þúsund króna sekt. Á miðviku- dag kl. 14:00 var ökumaður stöðv- aður á 116 km/klst. á Vesturlands- vegi við Geldingaá. Maðurinn neit- aði sök og verið er að vinna í mál- inu, að sögn lögreglu. Þá var fjöldi ökumanna kærður fyrir of hraðan akstur í gegnum myndavélabíl lög- reglu undanfarna viku, eins og seg- ir í annarri frétt hér í blaðinu. Seg- ir lögregla ástæðu til að ítreka við ökumenn að akstur verði alltaf að miða við aðstæður. kgk Lítið skyggni var víða á vegum og götum. Þessi mynd var tekin í kófinu á Akranesi í síðustu viku. Vont veður áberandi í vikunni sem leið Næg verkefni björgunarsveita Félagar í Björgunarsveitinni Berserkjum voru kallaðir til þegar bátur losnaði frá bryggju í Stykkishólmshöfn á miðvikudags- morgun. Ljósm. sá. Garnaveiki greindist í Húnavatnshreppi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.