Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 27 Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir og þökk sé þeim sem nenna að lesa þessa pistla mína. Hafandi að undanförnu notið góðr- ar þjónustu heilbrigðiskerfisins getur mað- ur ekki annað en verið þakklátur því góða fólki sem þar starfar en jafnframt undrað sig á fjársvelti heilbrigðisgeirans sem og annarra grunnstoða þjóðfélagsins. Vinur minn Guð- mundur Kristjánsson var eitt sinn slappur frá vinnu og þurfti að skila þvagprufu til meina- tæknis að nafni Margrét. Orti á göngu sinni: Ekkert þras við Möggu má, máske lasinn er ég, heitt í vasa heiman frá hland í glasi ber ég. Væntanlega hafa flestir fengið nóg að borða um hátíðarnar. Sumir jafnvel bætt á sig örfá- um grömmum. Tekur ekki að tala um það. Vonandi hafa flestir sloppið við magapest- ir sem stinga sér þó alltaf niður öðru hverju. Ólafur Jónsson orti nú í byrjun desember síð- astliðins: Að mér sækir æluvofan, úti sálar friður. Matarsóun upp og ofan, þó aðallega niður. Blessaðir kaupmennirnir okkar hafa vænt- anlega náð að skrapa eitthvað í kassann fyrir jólin enda fjölmargt sem við bara vissum ekki að okkur vantaði fyrr en þeir voru svo elsku- legir að benda okkur á þessa staðreynd. nátt- úrlega ásamt því að þeir gætu bjargað okkur um viðkomandi varning gegn hóflegu gjaldi. Fyrir nokkrum árum datt kirkjunni í hug að verðlauna kristilegustu sjónvarpsauglýsinguna sem aftur framkallaði eftirfarandi hugleiðingu hjá Hjálmari Freysteinssyni: Svo kaupæðið verði sem kristilegast kirkjan samþykkti einróma að verðlauna þann sem lystilegast leggur nafn Guðs við hégóma. Oft og iðulega eru haldnar samkomur um hátíðarnar. Jólaböll fyrir börn og fullorðna, gamlársdansleikir og nýjársdansleikir, þrett- ándagleðir og bara hvað sem hægt er að láta sér detta í hug. Um unga konu sem starf- aði grimmt að skemmtanamálum kvað Bragi Björnsson: Finnst sér holla heilsubót heimsins sollur geyma. Eins og rolla um áramót aldrei tollir heima. Hljóðfæraskipan hefur að vísu löngum ver- ið töluvert breytileg en lengi var nú harmon- ikkan algeng enda fjölhæf vel. Ekki voru þó allir jafnhrifnir af því dragspili enda kvað Eli- voga Sveinn um einhvern músikant sem hon- um hefur trúlega verið lítið um: Af þér flái Andskotinn alla há í rauða kviku. Listasmái loddarinn; leiktu þá á harmoniku. Ísleifur Gíslason orti hins vegar: Hljóðfæranna sætur sónn, sjatnaði ekki í viku, þegar gamall grammófónn, giftist harmóniku. Veðrahamurinn fyrir jólin og reyndar að undanförnu hefur minnt okkur óþægilega á stöðu okkar á hnattkúlunni og að hér geta komið allskonar veður. Ýmsir hafa áfellst hestaeigendur fyrir að hafa ekki gert nóg hrossum sínum til bjargar en kannske einna sárast þótti mér að frétta af manninum sem fór að útbúa skjól fyrir hross sín sem síðan drápust einmitt í skjólinu þar sem snjórinn var mun blautari og þyngri en við erum vön. Það er heldur ekki allt öryggi fengið jafnvel þó skepnurnar hefðu komist í hús. Hjálmar Guðmundsson á Kolsstöðum segir í ljóða- bréfi frá óhappi sem varð í mikilli snjókomu: Hestar tveir sem hlynur geira átti. Í kafalds stinnu köfunum köfnuðu inni á dögunum. Meðan séra Hjálmar Jónsson var á þingi skoraði hann eitt sinn á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir auknum þorskvóta enda skipstjórar í vandræðum vegna þorsks sem meðafla. Páll Pétursson gerði auðvitað grín að þessu en Hjálmar svaraði með sínum hætti og vitnaði í Lúkasarguðspjallið: Lítt af þekking lýsti þar lokaðir viskubrunnar. Vita þeir fátt um fiskveiðar og fræði Biblíunnar. Skipið fyllt af fiski var fagnað kvótum stærri. Þá voru fiskifræðingar og Framsókn hvergi nærri. Friðrik Steingrímsson var eitt sinn á ferð með ökumanni sem fræddi hann um Aust- fjarðaþokuna og hegðan hennar jafnframt því sem hann kvaðst aldrei gera vísu nema kennd- ur auk þess sem skrykkdans blandaðist í um- ræðurnar. Rétt í þeim svifum gerði ökumaður mjög skammlífa vísu sem aftur varð Friðriki tilefni þessarar: Hjólabykkju brá á skrykk búinn drykk að hýsa, tafði stykkjótt þokan þykk, þá varð – hikk – til vísa. Ekki verður það ofbrýnt fyrir fólki að gæta vel að hollustu þess sem það lætur ofan í sig. Alls konar gerlar innlendir sem innfluttir menga mat vorn grimmilegar en orð fá að inna og óvíst hvort inntökur á fornum sótt- hreinsandi vökvum duga til fullnustu enda orti Þórarinn M Baldursson: Aftansól á sundin skín, sær við Skjólin merlar. Skáldvatnsbólin menga mín melankólígerlar. Það hefur dugað okkur lengi að tala illa um ríkisstjórnina. Skiptir litlu hver ríkisstjórnin er. Reyndar má segja að það sé sígilt umræðu- efni ásamt því náttúrlega að tala um hvað allt var gott í „Gamla daga.“ Guðmundur E Geir- dal orti á sinni tíð: Illt hefur hlotið ámælið, illa notað völdin – af sér brotið gæfu og grið glappaskotaöldin. Mörgum hefur reynst erfitt að svara spurn- ingunnni „Hvað er menning,“ svo óyggjandi sé. Hvað þá þegar á að greina milli hámenn- ingar og lágmenningar. Þórarinn Eldjárn hafði þetta til mála að leggja: Ég leita svo mikið í lágkúru -að launum ég hlýt marga ákúru- Þetta er aldeilis hreint ekki af áhuga beint heldur af andúð á hákúru. Margt hafa menn ort á skólaárum þó ýmsir leggi þann sið niður með auknum þroska. Jó- hann Gunnar Sigurðsson og Friðrik Sigurðs- son frá Reistará voru félagar á skólaárum sín- um. Eitt sinn byrjaði Jóhann: Hangir Kristur hátt á vegg. Hann var listamaður. Friðrik botnaði: Hafði fyrstur hökuskegg höldur þistlkrónaður. Sú hágöfga og flughagmælta skáldlæða Jós- efína Meulengracht Dietrich gaf út Jósefínu- bók á dögunum og ætli við leyfum okkur ekki að grípa aðeins niður í hana að lokum. Ort við andlát Osama bin Laden: Dindilmenni dásama að dauður er hann Ósama en mér stendur ásama og ætla að fá mér dósama- t Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Skáldvatnsbólin menga mín ­ melankólígerlar Fyrirlestrar í héraði í Snorrastofu hefjast á nýju ári með fyrirlestri sr. Geirs Waage, sóknarprests í Reyk- holti, þriðjudaginn 21. janúar kl. 20. Þar fjallar hann um forvera sína á Reykholtsstað og staðinn sjálfan frá árinu 1569 til 1807, þegar stað- urinn var setinn af svonefndum Reykhyltingum. Umbroti siðaskiptanna lýkur í Reykholti með því að síra Jóni Ein- arssyni var falinn staðurinn árið 1569. Með honum hefst tímabil er sama ættin hélt staðinn óslitið í 185 ár, afkomendur síra Jóns. Allir voru Reykhyltingar miklir merkis- menn sinnar samtíðar. Frægastur þeirra síra Finnur Jónsson, sem fór úr Reykholti til að gegna biskups- dómi í Skálholti, sonur síra Jóns Halldórssonar í Hítardal, mesta fræðamanns 17. aldar og faðir herra Hannesar Finnssonar, síðasta Skál- holtsbiskupsins. Allir voru þeir ná- tengdir Skálholti. Rakin verður ævi þessara presta og sögð á þeim deili. Einnig verður þess freistað að segja frá staðnum í þeirra tíð og far- ið nokkrum orðum um hann bæði fyrir og eftir. Til viðbótar segir sr. Geir: „Skjalasöfnun Reykhyltinganna er við brugðið. Þegar konungur stofn- aði Þjóðskjalasafnið lagði hann til safnsins biskupsskjalasöfnin úr Skálholti og frá Hólum og lands- skjölin úr fórum embættismanna konungs. Að auki keypti hann skjalasafn kirkjustólsins í Reyk- holti sem frú Valgerður, ekkja herra Hannesar, hafði undir höndum og lagði til Landsskjalasafnsins. Hún giftist herra Steingrími Jónssyni biskupi í Laugarnesi við Reykjavík. Hjá honum byrjaði Jón Sigurðsson forseti það nám þekkingar á sögu og rjettindum Íslendinga er hann smíðaði úr vopnin sem skilaði oss að lyktum sigri í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Gildir þræðir sögu og þjóðmenningar liggja um hlöðin í Reykholti. Reynt verður að rífa ein- hverja þeirra upp úr for gleymsk- unnar í bili, ef veður og færð leyfir fundinn.“ Sr. Geir er fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 10. desember árið 1950. Hann lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1978 og vígðist á sama hausti til Reykholts, sem hann hefur setið æ síðan. Eins og fyrr segir í tilynningunni verður auðnan að ráða, hvort fært verður til fundarins, sem áætlað er að hefj- ist kl. 20. Boðið verður til kaffiveit- inga og umræðna og aðgangseyrir er kr. 1000. -fréttatilkynning Mjög góð þátttaka lesenda var í að senda inn lausnir á myndagátu og krossgátu sem birtist í Jóla- blaði Skessuhorns 18. desember síðastliðinn. Vel á þriðja hundr- að lausnir bárust, öllu fleiri lausn- ir við krossgátunni. Dregið var úr réttum innsendum lausnum og fá tveir heppnir þátttakendur pen- ingaverðlaun sem nægja á til að fara út að borða í heimabyggð, eða 15.000 krónur hvor. Pening- ur hefur verið lagður inn á banka- reikning viðkomandi. Rétt lausn á myndagátunni var: „Einmuna veðurblíða vermdi íbúa Vesturlands síðasta sumar.“ Harpa Jóhanna Reynisdóttir á Hæl í Flókadal er heppinn vinn- ingshafi. Rétt lausn fyrir jólakrossgátuna var: „Ljósgjafi.“ nafn Þórhildar Magnúsdóttur, Hjallatanga 22 í Stykkishólmi var dregið úr pok- anum. Skessuhorn óskar þeim Hörpu Jóhönnu og Þórhildi til hamingju og þakkar jafnframt öllum sem þátt tóku. mm Lausnir á krossgátu og myndagátu í Jólablaði Skessuhorns Öllum innsendum lausnum, bréfum og útprentuðum tölvupóstum, var komið fyrir í svörtum sorpsekk sem dregið var úr. Fyrirlestur um Reykhyltingana 1569­1807 Séra Geir Waage á hálsinum ofan við Reykholt. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.