Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202018
Anna Kristjánsdóttir hefur verið
ráðin skrifstofustjóri hjá Akranes-
kirkju. Hún vann í nærri 21 ár hjá
Speli, fyrst sem aðalbókari og svo
síðasta árið sem framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. Anna hefur því mikla
reynslu af bókhaldi. Þá hefur hún
starfað í Slysavarnadeildinni Líf
þar sem hún lauk m.a. námskeiði
í sálrænni skyndihjálp. „Þetta starf
freistaði mín fyrst og fremst vegna
þess að ég hef lengi haft áhuga á að
vinna með einhverjum hætti fyrir
kirkjuna og bókhaldsþekking mín
og þekking mín á rekstri kemur
hér að góðum notum,“ segir Anna
í samtali við Skessuhorn.
Aðspurð segir hún nýja starf-
ið vera margþætt; að sjá um bók-
hald og rekstur fyrir Akraneskirkju
auk þess sem hún tekur á móti
þeim sem þurfa að sækja þjónustu
til kirkjunnar. Einnig mun hún
hafa umsjón með útfararþjónustu
Akraneskirkju og rekstri kirkju-
garðsins í Görðum.
Anna er Húnvetningur í húð og
hár, fædd og uppalin í sveit. Hún
kom fyrst á Akranes til að fara
í framhaldsskóla og kynntist þá
manninum sínum, Skagamann-
inum Gunnari Má Ármannssyni.
Anna og Gunnar fluttust alfarið
á Akranes árið 1986. „Ég hef því
búið hér lengur en ég bjó heima
í sveitinni,“ segir Anna og brosir.
Saman eiga þau Gunnar fjóra syni
og þrjú barnabörn. Anna þekk-
ir vel til kirkjunnar en hún hefur
verið virk í starfi innan hennar og
segir hún starfið leggjast mjög vel
í sig.
arg
Svandís Jóna Sigurðardóttir í Ólafs-
vík lauk ökukennaranámi í vetur og
hóf störf sem ökukennari í Snæ-
fellsbæ um miðjan desembermán-
uð. Hún segir í samtali við Skessu-
horn að þar með hafi langþráð-
ur draumur ræst. „Ég hef stefnt að
þessu allar götur síðan 2009,“ seg-
ir Svandís. „Ég kynntist konu þegar
ég var í kennaranáminu sem sagði
mér að hún hefði farið í ökukenn-
aranám og fannst það alveg þrælsn-
iðugt. Þetta var eitthvað sem ég gat
vel hugsað mér að bæta við mig
samhliða kennarastarfinu. Þegar ég
skoðaði þetta nánar þá komst ég að
því að hætt var að kenna ökukenn-
aranámið við Kennaraháskólann.
Það var ekki fyrr en fyrir um það
bil tveimur og hálfu ári síðan að
farið var aftur af stað með námið og
þá hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands. Ég missti af skráningu í nám-
ið haustið 2017 og varð því að bíða
í eitt ár, hóf námið haustið 2018,“
segir hún.
En hvað var það sem heillaði
hana svo mjög við ökukennsluna?
„Ég er lærður grunnskólakenn-
ari og reyndar konditor líka. Að
vinna með börnum og unglingum
er gefandi starf og að fá tækifæri að
móta þau sem framtíðarökumenn
er skemmtilegt verkefni sem ég
hlakka mikið til að fást við. Frá því
ég var lítil stelpa hef ég haft mikinn
áhuga á bílum, sem ýtti enn frek-
ar undir að ég fór í námið. Það má
segja að ég hafi bílaáhugann í blóð-
inu því foreldrar mínir eru báðir
atvinnubílstjórar og mikið áhuga-
fólk um bíla. Ég fór ófáar ferðirnar
á bílasölur með pabba þegar ég var
lítil, þegar kaupa átti nýjan bíl og
hafði ég snemma miklar skoðanir á
því hvaða bílar væru keyptir,“ segir
Svandís létt í bragði. „Ökukennslan
sameinar áhugann á að vinna með
börnum og bílaáhugann,“ bæt-
ir hún við. „Í ökukennslunni hef-
ur maður áhrif á hvers konar öku-
menn fólk verður. Ég fór að spá
töluvert í aksturslagi fólks eftir að
ég hóf námið og margt breyttist
til hins betra hjá sjálfri mér. Ég fór
einhvern veginn að taka betur eftir
öðrum í umferðinni og varð betri
ökumaður sjálf. Það má samt segja
að umferðarmenningu Íslendinga
er ábótavant þrátt fyrir að henni
hefur farið fram. Við mættum sýna
meiri tillitsemi, virða reglur og um-
ferðarlög. Ökukennarar eru í lykil-
hlutverki í að bæta umferðarmenn-
ingu Íslendinga í gegnum nemend-
ur sína og vil ég meina að við séum
mótunaraðilarnir. Auðvitað skipta
foreldra miklu máli hvað varðar
viðhorf ungra ökumanna og þurfa
þeir að vera góðar fyrirmyndir,“
segir hún.
„Leggst vel í mig“
Þrátt fyrir að aðeins tæpur mán-
uður sé liðinn frá því Svandís byrj-
aði að kenna á bíl er hún þegar
komin með fjóra nemendur. Tveir
munu hefja æfingarakstur innan
tíðar með sínum forráðamönn-
um, einn er að ljúka ökunámi og sá
fjórði er að hefja það. „Ég sé fram
á að nemendur verði um 20 á ári,
kannski nálægt 30 þegar um stóra
árganga er að ræða. Ég geri því
ráð fyrir að þetta sé um 20% eða
25% starf, sem er bara prýðilegt
hlutastarf,“ segir Svandís, sem mun
halda áfram að kenna við Grunn-
skóla Snæfellsbæjar á dagvinnu-
tíma. „En það leggst bara mjög vel
í mig að vera byrjuð. Mér finnst
þetta gaman,“ segir hún og telur
það engan ókost að hafa byrjað að
kenna á miðjum vetri. „Það skipt-
ir ekki máli. Krakkarnir þurfa að
læra að keyra í alls konar færð og
ég held að það geti jafnvel bara ver-
ið kostur að þeir geri það snemma
í ökunámsferlinu. Þá gera þeir sér
ef til vill strax í upphafi náms bet-
ur grein fyrir hættunum sem fylgja
því að aka við erfiðar aðstæður og
að alltaf þurfi að haga akstri eftir
þeim,“ segir hún.
Mikilvægt að
vanda til verka
Svandís kennir á beinskiptan niss-
an Qashqai, árgerð 2016. „Það er
mjög hentugur bíll til ökukennslu,
finnst mér. Sjónsviðið út úr bílnum
er gott og skiptingin þægileg sem
auðveldar ungum og óreyndum
ökumönnum keyrsluna. Kennslu-
bifreiðin er vinnustaðurinn minn
og skiptir því miklu máli að hann sé
þægilegur og fari vel með mig sem
kennara,“ segir hún en bætir því
við að hún muni ekki kenna á sjálf-
skiptan bíl, í það minnsta ekki fyrst
um sinn. „nú geta ökunemar valið
að læra og taka próf á sjálfskiptan
bíl en fá takmörkuð ökuréttindi, fá
einungis ökuréttindi til að aka sjálf-
skiptum bílum. Það hentar sumum
nemendum betur, en flestallir taka
próf á beinskiptan og því mun ég
kenna á slíkan, allavega til að byrja
með,“ segir hún. Spurð hvað öku-
kennari þurfi að hafa í huga við
kennsluna segir Svandís það eink-
um vera góð og afslöppuð sam-
skipti við nemendur og foreldra.
„Áður en ökunámið getur haf-
ist þarf fyrst að gæta þess að nem-
endur hafi sótt um námsheimild
til sýslumanns, því án hennar get-
ur viðkomandi ekki hafið ökunám.
Gott er að fara vel yfir sjálft náms-
ferlið með nemendum og foreldr-
um strax í upphafi og gera áætlun
sem sniðin er að þörfum hvers og
eins. Ég tel einnig mjög mikilvægt
að fá að vita ef nemendur glíma við
einhverja námsörðugleika svo hægt
sé að koma betur til móts við þá. Til
þess að námið verði sem árangurs-
ríkast þá þurfa nemendur að finna
fyrir öryggi og fá góða og jákvæða
upplifun. Að fá ökuskírteini er stór
áfangi í lífi ungs fólks og veitir
heilmikið frelsi sem maður þarf að
kunna að fara með. Því vil ég meina
að ökukennarar gegna mikilvægu
hlutverki hvað varðar mótun ungra
ökumanna og því skiptir það miklu
máli að vandað sér til verka,“ seg-
ir Svandís Jóna Sigurðardóttir öku-
kennari að endingu.
kgk
Anna Kristjánsdóttir skrifstofustjóri Akraneskirkju.
Anna er nýr skrifstofustjóri Akraneskirkju
„Að fá ökuskírteini er stór áfangi í lífi ungs fólks“
Svandís Jóna hóf nýverið störf sem ökukennari í Snæfellsbæ
Svandís Jóna Sigurðardóttir, ökukennari í Snæfellsbæ, við kennslubifreiðina. Ljósm. aðsend.