Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202026
Pstiill - Geir Konráð Theódórsson
Föstudagurinn DIMMI verður
haldinn í fjórða sinn í Borgarbyggð
um næstu helgi. Þá eru íbúar hvatt-
ir til að taka hvíld frá raftækjum og
njóta samverunnar með fjölskyldu
og vinum, hafa raunveruleg sam-
skipti í stað rafrænna samskipta,
brjóta upp á hversdagsleikann og
lesa Skessuhorn við kertaljós.
„Þemað í ár er samvera fjölskyld-
unnar sem ég held að sé mjög við-
eigandi á þessum árstíma þegar eig-
inlega allt er frekar leiðinlegt, jól-
in búin en þorrablótin ekki byrjuð
og allt svo dimmt,“ segir Eva Hín
sem skipuleggur viðburðinn ásamt
Heiði Hörn. Í ár verður skrautfjöð-
ur viðburðarins ráðgátuleikur með
sögulegu ívafi úr Egilssögu. „Land-
námssetur Íslands styður dyggilega
við bakið á viðburðinum og mun
bjóða öllum fjölskyldum frítt á Eg-
ilssýninguna alla helgina. Þannig
geta allir sótt sér kunnáttu til að
leysa ráðgáturnar farsællega,“ segir
Eva Hlín. Ráðgátuleikurinn er ætl-
aður fyrir alla fjölskylduna að leysa
saman og reynir leikurinn á útsjón-
arsemi og samskipti. Leikurinn ætti
að taka um 40-75 mínútur og hefur
fólk til klukkan 19 á sunnudaginn til
að ljúka honum. Fólk fær þátttöku-
seðla á Landnámssetrinu með vís-
bendingum sem koma fólki áfram á
milli ákveðinna pósta þar sem fjöl-
skyldurnar safna stimplum á seð-
ilinn. nöfn þátttakenda fara svo í
pott og dregnir verða út vinnings-
hafar mánudaginn 20. janúar.
DIMMA vasaljósagangan er
fastur viðburður þennan DIMMA
föstudag og búið er að setja upp
endurskinsmerki sem vísa fólki
í gegnum skóginn hjá Bjargi.
Klukkan 17:30 á föstudeginum
verður kuldagallajóga í rjóðri
skógarins þar sem spilað verður
á gong. „Það verður örugglega
ótrúlega gaman að ganga þarna
með vasaljósin á meðan gongið
ómar,“ segir Eva Hlín. Klukkan 18
mun Hjörleifur sagnamaður segja
rökkursögur. Stundvíslega klukk-
an 20:17 verður Sjóbaðsfélagið
með DIMMA dýfu þar sem allir
eru hvattir til að skella sér í sjó-
bað. „Ég veit að meðlimir í öðr-
um sjósunds- og sjóbaðsfélögum
ætla að koma svo vonandi verður
fjölmenni. Við skellum okkur svo
saman í pottana við sundlaugina í
Borgarnesi eftir sjósundið,“ segir
Eva Hlín.
nánari upplýsingar um viðburð-
inn er hægt að finna á Facebook-
síðu föstudagsins DIMMA.
arg
Það er yndislegt að búa á Íslandi, það
veit ég fyrir víst eftir að hafa komið
heim í blessaða Borgarnesið yfir há-
tíðirnar. Hér er friður, frábært fólk og
fullkomlega dásamlegt að borða á sig
gat af íslenskum jólamat og rölta svo í
slökun í sundlauginni. Ísland er ynd-
islegt, fyrir utan kannski veðrið. Það
var það sem ég hugsaði þegar ég kom
mér fyrir í sætinu í flugvélinni og leit
út um gluggann og sá ekki neitt. Það
var auðvitað enn annar bylurinn og
hrímað hafði yfir rúðuna og á endan-
um varð klukkutíma seinkun á brott-
för vegna veðurs. En að lokum fór
vélin af stað og ég hugsaði brosandi
að það væri blessunarlega langt þang-
að til mér yrði kalt aftur. Bless slabb,
stormur og lægðagangur, ég er stung-
inn af aftur út til nígers í Afríku.
Ég hlakka til að koma aftur út til
niamey og hitta elsku kærustuna,
njóta sólarinnar og leika við vonlausa
varðhundahvolpinn sem á að passa
upp á húsið okkar. Öryggisvörðurinn
okkar segir að hvolpurinn sé vonlaus
varðhundur því hann sé allt of vina-
legur, en mér þykir hann alveg frá-
bær. Allan þennan tíma sem ég bjó
fyrir jól í níger, landi þar sem allir
tala tungumál sem ég skil ekki, þá var
voða gott að koma heim og taka bara
smá stund til að spjalla við vinalega
hvolpinn á íslensku. Ég var farinn að
hugsa á ensku í bland við smá frönsku
og ég hreinlega bjóst ekki við því að
ég myndi sakna móðurmálsins svona
mikið. Þegar ég kom aftur til Íslands
fann ég hve gott það var að geta bara
spjallað við fólk sem skildi mig um allt
og ekkert.
Vinalegi varðhundurinn skilur mig
samt líklegast ekki vel, sama hvaða
tungu ég tala, og ólíklegast af öllu er
að hann muni einhvern tímann svara
mér. Mitt áramótaheit er því að leggja
kraft og metnað í að læra frönsku á
þessu ári svo ég geti rætt almenni-
lega við heimafólkið án þess að nota
þýðingarforrit í snjallsímanum. Ég vil
svo innilega geta spjallað við fólkið í
níger um allt og ekkert og kynnast
því betur. Síðustu mánuði hefur verið
gaman að kynnast fólki, heyra sögur
og segja frá atburðum aftur til Íslands,
en það hefur alltaf verið ögn erfitt
vegna tungumálsins. Þetta eru mín
fyrstu skref í svona fjölmiðlavinnu og
ég hef reynt að deila jákvæðum sög-
um og pistlum heim til ykkar og nálg-
ast málefnin á léttu nótunum. Ég hef
hreinlega ekki alveg vitað hvernig ég
ætti að miðla til ykkar alvarlegustu
sögunum. Það er margt jákvætt hérna
í níger og ég dáist að bjartsýninni og
kraftinum í fólkinu hérna, en þetta
er samt vanþróaðasta ríki í heimi og
að mörgu leyti miðpunktur fyrir þær
helstu skelfingar sem hrjá heiminn
okkar í dag. Vegna þeirra forrétt-
inda sem ég hef hérna úti og að ég
fæ að deila pistlum til Íslands, þá hef
ég íhugað hvort ég ætti að vera með
annað áramótaheit sem væri að taka
skrefin í fjölmiðlavinnunni af meiri
alvöru og meiri dýpt.
Á hverjum degi deyr einhver hérna
úr hungri eða sjúkdómum sem væri
svo auðveldlega hægt að meðhöndla.
Það tók mig tíma að átta mig á einu;
það var alltaf eitthvað sem ég skildi
ekki alveg, og svo allt í einu áttaði ég
mig á hvað vantaði þegar ég ferðast
um höfuðborgina niamey. Ég sé
næstum því aldrei gamalt fólk.
Ég sé hinsvegar ofboðslega mik-
ið af börnum og ungu fólki. Á hverj-
um degi stækkar Sahara eyðimörk-
in, hraðar og hraðar vegna loftslags-
breytinga. Á hverjum degi koma inn
í landið hópar af flóttafólki úr hinum
ýmsu áttum, sumir flýja loftlagsbreyt-
ingarnar en aðrir fátækt eða stríð, og
í bland við heimafólk reyna þau að
finna betra líf annars staðar. Þau fara
norður og reyna að komast yfir eyði-
mörkina, yfir landamærin til Líbíu
eða Alsír og svo að Miðjarðarhafinu.
Þaðan höfum við svo séð myndirnar
af þeim í fréttunum. Þetta er fólkið
sem reynir að komast til Evrópu í von
um betra líf en svo ógurlega margir
deyja á leiðinni. Menn, konur og börn
sem hverfa í hafið.
Það sem ég vissi ekki áður var að
margt af þessu fólki kemst ekki að
Miðjarðarhafinu. Í óöldinni sem nú
ríkir í Líbíu lenda þau í klónum á mis-
kunnarlausum glæpamönnum, stríðs-
herrum og þrælahöldurum. Fólk
hérna segir sögur um að Evrópuríki
séu í laumi að styðja við þessa starf-
semi til að fæla fólk frá því að reyna að
komast yfir til Evrópu. Ef skelfingin
er nógu mikil á leiðinni þá leggur fólk
kannski ekki einu sinni af stað norð-
ur, sama hve slæmt lífið er í heima-
landinu.
Versta sagan sem situr í mér er
þegar ég kom að hjálparstarfsmanni
sem var í miklu uppnámi. Ég kann-
aðist við stúlkuna og ætlaði að fara til
hennar og hugga hana en þá kom vin-
kona hennar til hennar og gat aðstoð-
að. Ég stóð eins og auli þarna rétt hjá,
vissi ekki alveg hvað ég átti að gera en
heyrði allt sem stúlkan sagði á með-
an hún þurrkaði tárin. „34 - 2 stóð
skrifað á blaðinu, ég vissi að ég átti
ekki að spyrja en ég varð bara að vita
þetta,“ sagði hún við vinkonu sína.
Þær vinna við að fara yfir skýrslur
frá starfsemi hjálparsamtakanna við
landamæri nígers og Líbíu. Þar eru
bílar sem keyra um eyðimörkina í leit
að flóttafólki sem hefur verið hent út
í sandinn af stríðsherrum og sagt að
ganga suður. Það eru kannski 100 km
í næsta þorp og margt af þessu flótta-
fólki gengur þar til það hnígur nið-
ur. Hjálparsamtökin eru því með bíla
sem reyna að finna fólkið þegar það er
komið yfir landamærin og keyra því í
næstu flóttamannabúðir svo þau geti
fengið aðstoð.
„Ég skildi bara ekki þessar töl-
ur, það voru 34 skráðir á bílinn en
33 skráðir á áfangastað og þegar ég
mætti í búðirnar vildi enginn tala um
þessa -2 tölu eða útskýra þetta fyrir
mér. En svo loksins fann ég fólk sem
hafði verið á vörubílspallinum…“
Hún reyndi að tala en tárin streymdu
bara niður kinnarnar. Það sem hafði
komið fyrir var að bílstjóri hjá sam-
tökunum hafði fundið hóp af flótta-
fólki í eyðimörkinni. 34 manns frá
hinum ýmsu löndum sem hafði ver-
ið vísað með valdi úr Líbíu og sagt
að ganga suður. Hópurinn fór aftan á
pallinn og bílstjórinn ók löngu leið-
ina í átt að búðunum. Í hópnum var
ólétt ung kona og enginn vissi hvað-
an hún var eða nafnið hennar, hún var
komin langt á leið í meðgöngunni og
eitthvað kemur fyrir. Fæðingin hefst
þarna á vörubílspallinum á meðan
þau aka í eyðimörkinni. Fólkið bank-
aði á rúðuna hjá bílstjóranum en hans
markmið var að koma hópnum í búð-
irnar sem fyrst. Unga konan missir
meðvitund og barnið fæðist. Eitthvað
kemur fyrir, fólkið á pallinum segir að
barnið hafi fæðst andvana. Þau fleygja
barninu af bílnum og út í sandinn á
meðan áfram er ekið. Þetta er langur
akstur en að lokum rankar unga kon-
an við sér. Hún spyr um barnið sitt.
Hún spyr, og spyr og leitar. Að lokum
kemst hún að því hvað gerðist. Hún
stendur upp og á meðan bílinn keyr-
ir á fleygiferð þá kastar hún sér fram
af pallinum. Fólkið á pallinum horf-
ir á hana rúlla í sandinum og að lok-
um hverfa eftir því sem bíllinn keyrði
lengra burt. Sem sagt 34 -2.
Þetta er brot af því sem er að ger-
ast. Þetta er raunveruleikinn á bakvið
fréttirnar, á bakvið tölurnar sem við
heyrum nefndar í einhverri tölfræði-
legri útskýringu á flóttamannavand-
anum. Á bakvið hverja tölu er alvöru
manneskja, persóna eins og þú og ég.
Það er yndislegt að búa á Íslandi,
það veit ég fyrir víst eftir að hafa kom-
ið heim í blessaða Borgarnesið yfir
hátíðirnar. Hér er friður, frábært fólk
og fullkomlega dásamlegt að borða á
sig gat af íslenskum jólamat og rölta
svo í slökun í sundlauginni. Ísland er
yndislegt, og ef veðrið er það versta
sem við getum kvartað yfir þá vitum
við það fyrir víst að við erum ótrúlega
heppinn með lífið.
Geir Konráð Theódórsson.
Kynning á deginum.
Föstudagurinn DIMMI framundan í Borgarnesi
Þátttökuseðill í ráðgátuleik á
Föstudaginn DIMMA.
Lífið er kannski ekki verst í vondu vetrarveðri