Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 20206
Lán fyrir fram
kvæmdum
BORGARBYGGÐ: Sveit-
arstjórn Borgarbyggðar sam-
þykkti samhljóða á fundi sín-
um 13. febrúar að sveitarfé-
lagið taki 200 milljóna króna
lán til næstu 15 ára frá Lána-
sjóði sveitarfélaga. Lánið tekur
sveitarfélagið til að fjármagna
framkvæmdir við stækkun
Grunnskólans í Borgarnesi,
byggingu leikskóla á Klepp-
járnsreykjum og vegna lagn-
ingar ljósleiðara í dreifbýli
sveitarfélagsins. Lokagjald-
dagi lánsins er 5. apríl 2034.
-kgk
Fimmtungur
fyrstu kaup
VESTURLAND: Alls var
144 kaupsamningum fast-
eigna þinglýst á Vesturlandi
á fjórða ársfjórðungi síðasta
árs, skv. tölum Þjóðskrár Ís-
lands. Af þessum samning-
um var í 31 tilviki um fyrstu
kaup viðkomandi að ræða, eða
22% af heildarfjölda kaup-
samninga í landshlutanum.
Hæst var hlutfallið á Austur-
landi, eða 33% af 66 þinglýst-
um kaupsamningum. Hlut-
fallið var hins vegar lægst á
Vestfjörðum, 15%, eða níu af
59 kaupsamningum. Í öðrum
landshlutum var hlutfall fyrstu
kaupa á bilinu 20% til 29% af
heildarfjölda kaupsamninga á
fjórða ársfjórðungi. -kgk
Vörubifreið út af
SNÆFELLSNES: Vörubif-
reið með aftanívagn fór út af
Vatnaleið á Snæfellsnesi laust
eftir kl. tíu á mánudagskvöld.
Ökumaður tilkynnti sjálfur
um óhappið. Engin slys urðu
á fólki. Bíllinn var ólestaður
þegar óhappið varð og öku-
maður kvaðst ætla að skilja bíl-
inn eftir og sækja hann næsta
dag. -kgk
Ekið á kú
BORGARBYGGÐ: Ekið
var á kú við Leirulæk kl. 8
að morgni þriðjudagsins 18.
febrúar. Ökumaður kom á
lögreglustöð og tilkynnti um
atvikið. Sagði hann kúna hafa
birst skyndilega á miðjum
veginum í myrkrinu. Öku-
maðurinn var ómeiddur en
bíllinn skemmdist mikið, var
óökuhæfur og þurfti að fjar-
lægja af vettvangi. Eigandi
kýrinnar fannst og ætlaði að
athuga með ástand hennar.
Þessu óskylt, en á sunnudag
var tilkynnt um hrossastóð á
Hálsasveitarvegi við Reyk-
holt. -kgk
Án ökuréttinda
BORGARBYGGÐ: Á
þriðjudagskvöld í síðustu
viku var ökumaður stöðv-
aður í Borgarnesi við hefð-
bundið eftirlit, þar sem lög-
regla var að kanna með
ástand ökumanna. Reynd-
ist hann vera án ökuréttinda.
Lögregla veitti bifreið hans
eftirtekt og sneri við. Að
sögn lögreglu sást maðurinn
stíga út úr bifreiðinni, var að
læsa bílnum þegar lögregla
kom að honum. Maðurinn
neitaði hins vegar að hafa
ekið bifreiðinni. Málið er til
rannsóknar. -kgk
Óviðræðu hæfur
VESTURLAND: Húsráð-
andi á Akranesi hafði sam-
band við neyðarlínu kl.
4:20 aðfararnótt laugardags.
Hafði hann orðið var við
mannaferðir bakvið hús sitt
og mann sem var að reyna
að komast inn. Lögregla fór
á staðinn og fann manninn.
Að sögn lögreglu var maður-
inn ekki viðræðuhæfur sök-
um ölvunar og því fengust
engar skýringar á athæfinu.
Var honum komið til síns
heima. -kgk
Valt út í skurð
BORGARFJ: Ökumaður
missti stjórn á bifreið sinni í
hálku við Laugavelli í Reyk-
holtsdal á sunnudag, með
þeim afleiðingum að bifreið-
in valt og endaði úti í skurði.
Að sögn lögreglu þurftu
ökumaður og farþegi nánast
að synda upp úr skurðinum.
Talsverður aur var í skurðin-
um og var fólkið haugskítugt
eftir það, en óslasað. Fólkinu
var ekið með sjúkrabifreið í
Borgarnes, þaðan sem það
tók leigubíl til Reykjavíkur.
Bifreiðin er óökuhæf eftir
veltuna. -kgk
Sviptingar
akstur
BORGARBYGGÐ: Lög-
regla hafði afskipti af öku-
manni á Vesturlandsvegi við
Seleyri á sunnudag. Reynd-
ist sá aka eftir að hafa verið
sviptur ökuréttindun. Lít-
ur lögregla málið mjög al-
varlegum augum. Mannsins
bíður há fjársekt fyrir athæf-
ið. -kgk
Kjörnir hafa verið tveir prestar
til þjónustu í Garða- og Saurbæj-
arprestakalli sem nær yfir Akra-
nes og Hvalfjarðarsveit. Niður-
staða kjörnefndar var að velja
séra Jónínu Ólafsdóttur og Þóru
Björg Sigurðardóttur mag.theol,
en sú síðarnefnda mun sérstaklega
annast barna- og æskulýðsstarf í
sókninni. Þetta er í fyrsta skipti
sem konur eru kjörnar prestar í
prestakallinu. Sex sóttu um stöð-
ur presta en tveir drógu umsóknir
sínar til baka. Aðrir umsækjendur
voru sr. Gunnar Jóhannesson og
sr. úrsúla Árnadóttir. Þær Jónína
og Þóra Björg koma með vorinu
til liðs við sóknarprestinn sr. Þrá-
inn Haraldsson sem þjónað hefur
við Akraneskirkju frá 2015 og ver-
ið sóknarprestur í Garða- og Saur-
bæjarprestakalli frá síðasta ári.
„Þetta er í fyrsta sinn sem kjör-
nefnd hins sameinaða prestakalls
kýs presta til þjónustu fyrir sam-
einað prestakall,“ segir séra Þor-
björn Hlynur Árnason prófastur
í samtali við Skessuhorn. „Kjör-
nefndina skipa 17 fulltrúar, þar af
14 frá Akranesi og einn úr hverri
sókn sem myndaði fyrrum Saur-
bæjarprestakall, þ.e. frá Innra
Hólmskirkju, Leirárkirkju og
Hallgrímskirkju í Saurbæ. Pró-
fastur er svo formaður kjörnefnd-
ar og stýrir fundum hennar,“ segir
sr. Þorbjörn Hlynur.
Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd
á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í
Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri.
Hún lauk BA-prófi í íslensk-
um fræðum frá Háskóla Íslands
2008 og mag. theol. prófi 2017,
diplómaprófi í sálgæslu 2019 og
vinnur nú að lokaritgerð til MA-
prófs í guðfræði á sviði kristinn-
ar hjónabandssiðfræði. Hún var
settur prestur í Dalvíkurpresta-
kalli frá 1. október sl. til 31. mars
2020. Eiginmaður Jónínu er Egg-
ert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður
í Seðlabanka Íslands, og eiga þau
tvö börn.
Þóra Björg Sigurðardóttir er
fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk
prófi í guðfræði frá Háskóla Ís-
lands árið 2019 og BS-prófi í sál-
fræði frá sama skóla 2016. Hún
hefur starfað sem ritari og æsku-
lýðsfulltrúi við Grafarvogskirkju
frá árinu 2011 en komið að kristi-
legu starfi frá árinu 2008, m.a. á
vegum KFUM&K í Vatnaskógi og
Ölveri. mm
Tveir prestar kjörnir við
Garða og Saurbæjarprestakall
Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol.
Undir prestakallið heyra Akraneskirkja, Innra-Hólmskirkja, Leirárkirkja og Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Sr. Jónína Ólafsdóttir.