Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 20208 Ölvun við akstur BORGARBYGGÐ: Haft var samband við neyðarlínu kl. 2:17 aðfararnótt sunnu- dags og tilkynnt um hugs- anlega ölvaðan ökumann á Borgarfjarðarbraut í Borg- arfirði. Lögreglumenn urðu varir við bifreiðina og stöðv- uðu för mannsins. Mældist áfengi í útöndun yfir mörk- um og var maðurinn hand- tekinn, grunaður um ölv- un við akstur. Að sögn lög- reglu voru nokkrir ökumenn kyrrsettir í síðustu viku, sem blésu undir refsimörkum en var gert að hætta akstri. -kgk Enginn fíkniefnaakstur VESTURLAND: Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni, grunaður um akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fannst kannabis- lykt úr bílnum en strokpróf sem framkvæmd var á staðn- um gaf ekki vísbendingar um neyslu fíkniefna. Kvaðst öku- maðurinn hafa verið gest- komandi hjá félögum sínum sem hefðu verið að reykja kannabis. Það var því enginn stöðvaður fyrir fíkniefna- akstur í umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Segir lögregla það ánægjulegt, en mikið hefur verið um slík mál undanfarn- ar vikur og mánuði. -kgk Mörg umferðarmál VESTURLAND: Umferð- armál voru áberandi í verk- efnum Lögreglunnar á Vest- urlandi í vikunni sem leið. Afskipti voru höfð af mörg- um ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða og all- nokkrir sektaðir fyrir að vera ljóslausir. Í sumum tilfellum voru ökumenn með ljósa- búnaðinn stilltan á „auto“, en sumir bílar eru þannig gerðir að þá kveikja þeir ekki ljósin að aftan, en óheimilt er að aka ljóslaus að aftan og liggur 20 þúsund króna sekt við því. Einn var með ljós- in slökkt og án númeraplötu að aftan. Var hann sektaður um 40 þúsund krónur sam- tals. Lögregla hafði afskipti af ökumanni vörubifreiðar sem ók aðeins með kastarana á en ekki framljósin. Kvaðst ökumaðurinn hafa rekið sig í takka fyrir sérstaka notk- un ljósabúnaðarins. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af allnokkrum bifreiðum í um- dæminu í vikunni sem leið. -kgk Töluvert um hraðakstur VESTURLAND: Tölu- vert var um hraðakstursbrot í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni, eins og svo oft áður. Lögregla vakt- aði Innnesveg við Akranes- höll á myndavélabílnum milli 7:30 og 8:30 á föstudagsmorg- un. 88 bifreiðum var ekið um svæðið og þrír kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hrað- ast ók var á 46 km/klst., en leyfilegur hámarkshraði er 30 km/klst. Þykir lögreglu held- ur hafa dregið úr hraðakstri á umræddum vegarkafla, enda hefur hann ítrekað verið vakt- aður af lögreglu. Þá eru ótalin fjölmörg hraðakstursmál sem koma í gegnum hraðamynda- vélar eða við almennt umferð- areftirlit lögreglu. -kgk Leiðsögn án leyfis GRUNDARFJ: Lögregla hafði afskipti af leiðsögu- mönnum sem voru með hóp fólks í ferð við Kirkjufellsfoss í vikunni sem leið, eftir að til- kynning barst um hópinn. Lögregla kannaði málið og kom upp úr krafsinu að leið- sögumennirnir voru erlend- ir og höfðu ekki tilskilin leyfi til slíkrar starfsemi hérlend- is. Haft var samband við rík- isskattstjóra og látið vita um málið sem er komið í ferli hjá Skattinum. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 15.­21. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 44.267 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 32.725 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 37.493 kg. Mestur afli: Særif SH: 24.828 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 355.037 kg. Mestur afli: Björgvin EA: 82.318 kg í einni löndun. Ólafsvík: 16 bátar. Heildarlöndun: 458.527 kg. Mestur afli: Bárður SH: 109.526 kg í sjö róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 626.696 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 164.194 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 138.267 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 128.230 kg í þremur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH ­ RIF: 100.339 kg. 21. febrúar. 2. Björgvin EA ­ GRU: 82.318. 20. febrúar. 3. Hringur SH ­ GRU: 74.938 kg. 19. febrúar. 4. Þórsnes SH ­ STY: 67.834 kg. 20. febrúar. 5. Sigurborg SH ­ GRU: 66.958 kg. 17. febrúar. -kgk Síðdegis og um kvöldið síðasta miðvikudag gerði hríðarveður sam- hliða hálku og slæmu skyggni um vestanvert landið. Síðdegis varð árekstur tveggja bíla við Esjuberg á Kjalarnesi. Flytja þurfti fjóra undir læknishendur úr því slysi. Af þeim sökum þurfti að loka veginum um Kjalarnes fyrir umferð í um tvær klukkustundir. Síðar sama kvöld varð allharður fjögurra bíla árekst- ur á Vesturlandsvegi skammt frá Skorholti í Melasveit. Í bílunum voru þrettán einstaklingar og þeirra á meðal fjögur börn. Aðgerðaáætl- un vegna hópslysa var virkjuð og voru viðbragðsaðilar frá Akranesi og Borgarnesi sendir á vettvang. Í ljós kom að slys á fólki voru minni- háttar í flestum tilfellum og fljót- lega var því dregið úr viðbúnaði. Engu að síður voru níu úr bílun- um fluttir á sjúkrahúsið á Akra- nesi til skoðunar. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns var einn lagður inn vegna áverka sem hann hlaut í slysinu. Mikil hálka var þegar þegar slysið var og lélegt skyggni. mm Nóta- og togveiði- skipið Kap VE-7 fékk net í skrúfuna þeg- ar það var á veiðum á Breiðafirði síðastlið- inn miðvikudag. Run- ólfur SH, skip Guð- mundar Runólfssonar hf., tók skipið á hlið- ina og kom því þann- ig til hafnar í Grund- arfirði. Kap var svo komið til veiða í bítið á fimmtudagsmorgun. mm/ Ljósm. sk. Vesturgata á Akranesi verður lok- uð tímabundið fyrir umferð milli Krókatúns og Melteigs, vegna byggingaframkvæmda við Vest- urgötu 49 og 51. Lokanir munu vara í einn til tvo daga í senn, eða á meðan verið er að tæma gáma, að því er fram kemur á vef Akra- neskaupstaðar. Áætlað er að verk- inu verði lokið á næstu sjö eða átta vikum. „Ekki verður komist hjá því öðruvísi en að loka út frá öryggis- sjónarmiðum,“ segir á vef bæjar- félagsins. kgk Bílar úr árekstrinum enn á vettvangi tveimur dögum eftir áreksturinn. Ljósm. mm. Fjögurra bíla árekstur í Melasveit Röð sjúkrabíla við HVE á Akranesi þegar búið var að flytja hina slösuðu undir læknishendur. Ljósm. gb. Kap fékk í skrúfuna og dregið til hafnar Tímabundnar lokanir Vesturgötu Eins og greint var frá í Skessuhorni fyrr á árinu samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að veita tíma- bundinn afslátt af gatnagerðagjöldum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Með því er ætlun bæjaryfirvalda að hvetja til byggingar íbúðarhúsnæðis, en skortur er á slíku í Grundarfirði, sem og at- vinnuhúsnæðis. Um er að ræða 50% afslátt til sex mánaða. Skilmálar afsláttarins hafa nú verið útfærðir og samþykktir í bæjar- stjórn. Gildir afslátturinn frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Afslátturinn nær til íbúðalóða við Fellabrekku, Fellasneið, Grundargötu, Hellnafell, Hlíðarveg og Ölkelduveg. Einnig nær afslátturinn til iðnaðar- og atvinnu- lóða við Ártún og Hjallatún. Sömuleiðis hefur bæjarstjórn sam- þykkt að lækka helstu flokka gatna- gerðargjalda í gjaldskrá bæjarfélags- ins. Gatnagerðagjöld vegna einbýlis- húss lækkar úr 9% íg 8%, úr 8,5% í 7% vegna par- og raðhúsa og úr 7% í 6% vegna fjölbýlishúsa. Tímabundni afslátturinn er reiknaður frá lækkuðu gjaldi skv. gjaldskrá. kgk Frá Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Gjaldskrárlækkun og tímabundinn afsláttur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.