Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 7 Skagafiskur ný fiskverslun! Opnum þriðjudaginn 3. mars kl. 11:00. Hlökkum til að sjá ykkur Skagafiskur ehf. Kirkjubraut 40 Akranesi Aðalfundur Rauða krossins á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20:00 í húsnæði Símenntunar á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá sem hér segir: Kosning fundarstjóra og fundarritara.1. Skýrsla/greinargerð um starf deildarinnar.2. Skoðaður ársreikningur lagður fram 3. til afgreiðslu. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram.4. Kosning deildarstjórnar5. Kosning skoðunarmanna og varamanna 6. þeirra. Nína Helgadóttir flytur erindið Móttaka 7. flóttafólks – verkskipting, áskoranir, ávinningur! Önnur mál8. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Frá því var greint á mánudags- kvöld að spænsk heilbrigðisyfir- völd hafa staðfest að ítalskur karl- maður hefur greinst með Covid-19 veiruna á Tenerife. Maðurinn, sem er ítalskur læknir, hafði dvalið í að minnsta kosti eina viku á hótel- inu H10 Costa Adeja Palace. Um þúsund manns sem eru á hótelinu hafa verið settir í sóttkví og þeirra á meðal eru nokkrir Íslendingar, enda er eyjan vinsæll dvalarstaður Íslendinga. Haft er eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á fréttavef Ríkisút- varpsins í gær að þróun Covid-19 útköll sjúkraflutningamanna vegna utanspítalaþjónustu hjá Heilbrigð- isstofnun Vesturlands voru 48 tals- ins dagana 17. til 24. mars síðast- liðna. Sjúkraflutningamenn frá Akranesi sinntu 18 útköllum, tíu voru farin frá Borgarnesi, fimm frá Stykkishólmi og Grundarfirði og þrjú frá Hvammstanga. Engin út- köll voru frá Búðardal og Hólma- vík í vikunni sem leið. Helstu verk- efni sjúkraflutningamanna HVE í liðinni viku fara hér á eftir. Síðastiðið miðvikudagskvöld voru sjúkraflutningamenn á Akra- nesi kallaðir að hörðum fjögurra bíla árekstri á Vesturlandsvegi, skammt frá Skorholti í Melasveit, í slæmri færð og skyggni. Alls voru 13 manns í bílunum, þar af fjög- ur börn. Níu voru fluttir á HVE á Akranesi til aðhlynningar. Þrír sjúkrabílar voru sendir á staðinn frá Akranesi og einn frá Borgarnesi sem flutti fjóra óslasaða í Borgar- nes. Árekstur varð á Smiðjuvöllum á Akranesi í vikunni, þar sem öku- maður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild HVE. Þá voru sjúkraflutningamenn kallaðir að íþróttaslysi í Akraneshöll í vikunni, þar sem knattspyrnuiðkandi hafði slasast á fæti. Sjúkraflutningamenn í Borgar- nesi aðstoðuðu par sem fór í Land- brotalaug á Snæfellsnesi í vikunni. Parið villtist á leiðinni til baka og fann ekki bílinn sinn og ekki laug- ina aftur. Fólkið var kalt og blautt og kenndi sér eymsla á fótum, eins og sagt er frá í annarri frétt í Skessuhorni vikunnar. Einnig voru sjúkraflutningamenn kallaðir til vegna bílveltu í Reykholtsdal, en fólkið reyndist óslasað. Fangi stakk annan fanga í lærið með eggvopni á Kvíabryggju síðast- liðinn fimmtudag. Að sögn lögreglu var árásin alvarleg, eins og sagt er frá í annarri frétt í blaðinu. Sjúkra- flutningamenn frá Grundarfirði voru kallaðir til og komu þolanda árásarinnar undir læknishendur. Sjúkraflutningamenn í Ólafsvík voru kallaðir til eftir að einstak- lingur féll úr stiga á heimili sínu. Reyndist viðkomandi hafa hlotið áverka á fæti. Harður árekstur tveggja fólksbif- reiða varð á þjóðvegi 1 við Stóru- Giljá í Austur-Húnavatnssýslu mánudaginn 17. febrúar. Fjórir voru í öðrum bílnum og tveir í hin- um. Sjúkraflutningamenn á starfs- stöð HVE á Hvammstanga fluttu allt fólkið á Blönduós til aðhlynn- ingar og síðan voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann í Reykjavík. kgk Atvinnu,- markaðs- og menning- armálanefnd Borgarbyggðar stóð í gærmorgun fyrir fyrirtækjaþingi sem haldið var í Hjálmakletti í Borgar- nesi. Yfirskrift þess var: „Samtal við atvinnulífið,“ en markmið þess var að stuðla að opinni umræðu um at- vinnumál og atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og greina sóknarfæri. Það var markaðsfyrirtækið Manhatt- an marketing sem stýrði fundinum, en fyrirtækið vinnur ásamt markaðs- nefndinni að mótun stefnu sveitar- félagsins í markaðsmálum. „Það er gaman að sjá hversu margir atvinnurekendur frá fjöl- breyttri flóru fyrirtækja sáu sér fært að mæta og leggja sitt lóð á vogar- skálina,“ segir Lilja Björg Ágústs- dóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. „Með samtali af þessu tagi teljum við að nýta megi sem best samlegð á milli fyrirtækja og sveitarfélagsins þannig að saman getum við stuðlað að áframhald- andi farsælli uppbyggingu í Borg- arbyggð,“ segir Lilja. mm/ Ljósm. lbá Umferðarslys og stunguárás Fjölbreytt verkefni sjúkraflutningamanna í vikunni Frá vettvangi bílslyss við Stóru-Giljá í Austur Húnavatnssýslu á mánudag í liðinni viku. Ljósm. HVE. Hótel H10 Costa Adeja Palace á Tenerife. Covid­19 veiran greindist á Tenerife veirunnar sé síbreytileg en nú sé um heimsfaraldur að ræða. Þór- ólfur segir að líkur séu á að veiran muni berast víðar um Evrópu sem og hingað til lands. mm Tóku samtal atvinnulífs og sveitarfélags

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.