Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 25
Síðastliðinn mánudag bauð
Menntaskóli Borgarfjarðar öll-
um nemendum í níunda og tíunda
bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar
og Grunnskóla Borgarness í heim-
sókn. Hefðbundin kennsla var felld
niður og nemendur menntaskól-
ans tóku að sér hlutverk gestgjafa
og fóru með gestina um skólann. Í
MB höfðu kennarar sett upp ýms-
ar stöðvar til að kynna hluta af því
námi sem við boði er. Meðal ann-
ars var krufinn refur, sýnd eðlisfræ-
ðitilraun með pendúl, nammistöð
til að læra um mismunandi bragð,
kynning á félagsfræði og mismun-
andi menningu og fjölmargt fleira.
Að endingu var svo borðað saman.
„Þessi dagur var skemmtilegur í alla
staði og við þökkum nemendum
og kennurum þeirra kærlega fyr-
ir komuna,“ segir Bragi Þór Svav-
arsson skólameistari. Meðfylgjandi
myndir eru úr heimsókninni. mm
Eiður Smári Björnsson er ungur
maður búsettur á Akranesi. Hann
stofnaði nýverið flutningafyrir-
tækið EB Flutninga og hóf sjálf-
stæðan atvinnurekstur. „Ég geri
út frá Reykjavík og flest verkefnin
eru þar. En ég sinni líka Akranesi
og Borgarnesi og svæðunum þar í
kring. Ég get alltaf tekið sendingar
með mér heim á bílnum í lok dags
ef svo ber undir,“ segir Eiður í sam-
tali við Skessuhorn. Helstu verk-
efni hans fyrstu mánuðina hafa ver-
ið flutningar á búslóðum, en auk
þess hefur hann keyrt nokkuð fyrir
málmendurvinnslu. Þá sækir hann
alls kyns málma sem endurvinnsl-
an kaupir úti í bæ og skilar þeim til
vinnslunnar. Eiður segir að rekstur-
inn hafi gengið ágætlega í upphafi.
„Þetta er búið að fara sæmilega vel
af stað og betur en ég þorði að bú-
ast við,“ segir Eiður. „Ég hef haft
alveg þokkalegt að gera, en janúar
og febrúar eru erfiðir mánuðir. Það
er alltaf minna að gera þessa fyrstu
tvo mánuði ársins, ég varð líka var
við það þegar ég var að vinna ann-
ars staðar,“ segir hann.
Draumur að rætast
Með því að stofna til eigin rekstrar
segir Eiður að langþráður draumur
hafi ræst. „Það hefur verið draum-
ur hjá mér lengi að stofna mitt eigið
fyrirtæki. Ég byrjaði fyrst að hugsa
um þetta af einhverri alvöru þegar
ég var 19 ára,“ segir Eiður, sem er
24 ára í dag og hefur starfað sem
bílstjóri undanfarin ár. „Ég byrjaði
að keyra vörubíla hjá Gámaþjón-
ustunni þegar ég var 21 árs, en hef
líka unnið hjá bæði Vörumiðlun
og ÞÞÞ. Það var fínasta reynsla að
hafa unnið á þessum stöðum áður
en ég byrjaði að starfa sjálfstætt,“
segir hann, en Eiður er hæstánægð-
ur með hafa farið út í eigin rekst-
ur. „Ég er mjög stoltur af því að
hafa látið verða af þessu og fjöl-
skyldan er líka stolt af mér. Þetta
er bara eintóm hamingja,“ segir
hann. „Mér finnst þetta mjög gam-
an og sé ekki fyrir mér að fara aft-
ur að vinna fyrir aðra,“ bætir Eiður
við léttur í bragði. „Það er ákveð-
ið frelsi sem felst í eigin rekstri en
á móti kemur að það er bara nýr
yfirmaður sem er kúnninn. Mað-
ur þarf að gera það sem hann vill.
En það veitir mér meiri ánægju að
gera þetta svona en þegar ég var að
keyra fyrir aðra,“ segir hann.
Eiður ekur MAN kassabíl, sem
er svokallaður tólf bretta sendi-
ferðabíll. Sem stendur er hann eini
starfsmaður eigin fyrirtækis en ef
vel gengur vonast hann til að EB
Flutningar geti vaxið í framtíðinni.
„Það eru einhver plön uppi um það,
en það eru bara hugmyndir á þessu
stigi og fer bara eftir því hvern-
ig gengur. Ég verð einn í bili og
þannig verður það þangað til veltan
eykst. Þá sjáum við bara hvað ger-
ist,“ segir Eiður Smári Björnsson
að endingu. kgk
Par lenti í vandræðum eftir að hafa
farið ofan í Landbrotalaug á Snæ-
fellsnesi á föstudagskvöld í liðinni
viku. Þegar þau komu upp úr laug-
inni voru fötin þeirra frosin og þau
brugðu á það ráð að ganga á sund-
fötunum til baka að bílnum sínum.
Þau villtust hins vegar á leiðinni í
bílinn og kölluðu eftir aðstoð um
tíu mínútum fyrir ellefu. Lögregla
fór á staðinn ásamt sjúkraflutninga-
mönnum auk þess sem björgunar-
sveit var ræst út og haft var sam-
band við mann sem vitað var að
væri nálægt. Tilkynning barst um
20 mínútur yfir ellefu um að fólk-
ið hefði fundið bílinn sinn og var
björgunarsveit þá afturkölluð. Var
fólkið fært yfir í lögreglubifreið-
ina þar sem það fékk húfur, teppi
og föt. Kalt var á svæðinu, tveggja
gráðu frost, nokkur vindur og skóf
öðru hvoru. Fólkinu var því orð-
ið ansi kalt eftir um hálfa klukku-
stund á sundfötum einum klæða við
þessar aðstæður og í raun mildi að
ekki fór verr. Lögregla ók parinu
til móts við sjúkrabifreið sem flutti
það í Borgarnes.
kgk
Villtust á leið úr Landbrotalaug
Stofnaði eigið flutningafyrirtæki
Eiður Smári Björnsson hjá EB Flutningum fyrir framan bílinn. Ljósm. aðsend.
Buðu elstu grunnskóla
nemunum í heimsókn í MB