Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202014
„Við sinnum þjónustu við miðlun-
ar- og uppgjörskerfið Calypso fyr-
ir fjármálastofnanir, sem felur með-
al annars í sér prófanir, forritun,
rekstur og almenna ráðgjöf,“ seg-
ir Arnfinnur Teitur Ottesen í sam-
tali við Skessuhorn. Hann stofn-
aði Brambolt, sérhæft ráðgjafa- og
tæknifyrirtæki, ásamt Stefáni B.
Sigurðssyni í ársbyrjun 2019. Eru
þeir tveir eigendur Brambolts. „Ég
var að vinna hjá Calypso í Dan-
mörku frá 2008 til 2013 og fór þá
að vinna sem sjálfstætt starfandi
ráðgjafi þar í landi, allt þar til í árs-
byrjun 2018 þegar ég og Stefán
ákváðum að leiða formlega saman
hesta okkar og fara út í það sem við
erum að gera núna,“ segir Arnfinn-
ur. Fyrsta stóra verkefni þeirra var
að innleiða nýja útgáfu af Calypso
hjá Arion banka síðastliðið sumar.
Þar með var boltinn farinn að rúlla.
En af hverju ákváðu þeir félagar að
fara út í þennan rekstur til að byrja
með? Arnfinnur segir að þeir hafi
séð tækifæri í að nýta reynsluna til
að þróa nýjar aðferðir og lausnir við
utanumhald þessara kerfa. „Báðir
höfðum við starfað í meira en 15 ár
innan bankageirans og langaði að
taka næsta skref,“ segir hann „Við
höfum á okkar ferli kynnst starf-
semi margra banka og fjármála-
stofnana. Ég held að við höfum
báðir eða hvor fyrir sig unnið fyrir
nánast alla stóru bankana í Skandi-
navíu með einhverjum hætti. Mest
í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi,
en svo höfum við líka unnið fyrir
banka í Þýskalandi,“ segir hann.
Vilja vaxa á Akranesi
Starfsmenn Brambolts eru þrír tals-
ins í dag, en sem fyrr segir á tveim-
ur stöðum í heiminum.
Stefán starfar mest megnis í Dan-
mörku en Arnfinnur á skrifstofu fyr-
irtækisins á Akranesi, ásamt Bryn-
dísi Ottesen ráðgjafa. Hún byrjaði
hjá Brambolti nú eftir áramót, eftir
tæpan áratug hjá Landsbankanum.
Aðspurð telja Arnfinnur og Bryndís
að fyrirtækið hafi alla burði til að
vaxa með tíð og tíma og telja að sá
vöxtur myndi þá einkum fara fram
hér á landi. „Það yrði þá helst hér
á Akranesi. Ég held að hér sé tæki-
færi fyrir svona fyrirtæki að vaxa
og dafna. Hér er fullt af hæfu fólki
með góða reynslu sem vill örugg-
lega frekar starfa í heimabænum ef
það er í boði, í stað þess að keyra
til Reykjavíkur á hverjum morgni.
Eins og til dæmis Bryndís,“ seg-
ir Arnfinnur og lítur á frænku sína
sem tekur undir með honum. „Hér
er líka hagkvæmara að fá íbúðar-
húsnæði og skrifstofur,“ segir hún.
„Við teljum líka að það leynist mik-
il tækifæri í þessari miklu sérhæf-
ingu okkar. Með því að nota okk-
ar aðferðafræði og lausnir er hægt
að auka sjálfvirkni og draga þannig
umtalsvert úr kostnaði innan fjár-
málageirans,“ segja þau Arnfinnur
og Bryndís að endingu. kgk
Laugardaginn 22. febrúar útskrifaði
Vilhjálmur Egilsson rektor 69 nem-
endur við hátíðlega athöfn. Nem-
endahópurinn samanstóð af grunn-
og meistaranemum úr viðskipta-
deild og félagsvísinda- og lagadeild.
Þetta var í fyrsta skipti sem nem-
endur í diplómanámi í viðskipta-
fræði og verslunarstjórnun eru út-
skrifaðir frá skólanum, og flutti
Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR stutta tölu að því tilefni, en
námið er unnið í samstarfi við Há-
skólann í Reykjavík og VR.
Verðlaun og
útskriftarræður
útskriftarverðlaun í grunnnámi
hlutu Helena Rós Tryggvadótt-
ir í viðskiptadeild og Fanney Vals-
dóttir í félagsvísinda- og lagadeild. Í
meistaranámi hlutu útskriftarverð-
laun þau Ásgrímur Már Friðriks-
son og Hafdís Bjarnadóttir í við-
skiptadeild og Inga María Ottós-
dóttir í félagsvísinda- og lagadeild.
Að auki fengu tveir nemendur felld
niður skólagjöld á haustönn vegna
framúrskarandi námsárangurs. Það
eru þau Bjarni Heiðar Halldórsson í
viðskiptadeild og Þórhildur Elínar-
dóttir Magnúsdóttir í félagsvísinda-
og lagadeild.
Ræðumaður fyrir hönd grunn-
nema viðskiptadeildar var Viktor
Örn Guðmundson og fyrir hönd
grunnnema félagsvísinda- og laga-
deildar, Bergþór Bjarnason. Fyr-
ir hönd meistaranema flutti Inga
María Ottósdóttir ávarp.
„Menntun er lífsstíll“
Í hátíðarræðu sinni kom Vilhjálm-
ur Egilsson rektor inn á breyttar
aðstæður í íslensku háskólasamfé-
lagi. „Ég vil lýsa þessum breyting-
um í háskólamenntun með því að
segja: „Menntun er lífsstíll“. Mun
fleiri stunda nám í íslenskum há-
skólum en áður var. Á árinu 1997
voru 3% landsmanna skráðir í ís-
lenska háskóla en 20 árum síðar var
þetta hlutfall orðið 5,3% og nem-
endum 29 ára og eldri hafði fjölgað
um 230%. Nú hafa 44% Íslendinga
á aldrinum 25-64 ára lokið háskóla-
námi. Íslenskt samfélag hefur að
þessu leyti gjörbreyst á örfáum ára-
tugum og Háskólinn á Bifröst hefur
líka breyst,“ sagði Vilhjálmur.
Þá kom rektor einnig inn á að
mikilvægt sé að skólar komi til móts
við þarfir ört stækkandi og fjöl-
breytts hóps nemenda í íslenskum
háskólum. „Það getur heldur ekki
verið kappsmál að allir fari í gegn-
um nám á sama hraða. Bæði hent-
ar sami námshraði ekki öllum út frá
því hvernig fólk lærir best eða nýt-
ir best tíma sinn í skóla. Og eins er
það ekkert síðra fyrir samfélagið að
fólk sé í vinnu og skóla á sama tíma.
Þarf fólk ekki alltaf að vera eitthvað
að læra í og með vinnunni hvort eð
er þótt það sé ekki í skóla? En með
því að fólk sé á vinnumarkaði og að
greiða skatta á sama tíma og það
lærir í skóla má ætla að það sé að
skila meira til samfélagsins en þeir
sem ekki vinna með skóla,“ sagði
Vilhjálmur.
Karlakórinn Söngbræður undir
stjórn Viðars Guðmundssonar sá um
söngatriði við útskriftina við undir-
leik Birgis Þórissonar. Að athöfn
lokinni þáðu gestir léttar veitingar.
mm/te
Arnfinnur Teitur Ottesen og Bryndís Ottesen hjá ráðgjafa- og tæknifyrirtækinu Brambolti.
Brambolt er nýtt ráðgjafa og tæknifyrirtæki
Starfsemi á Akranesi og í Danmörku
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst
Svipmynd frá útskriftarathöfninni.
Háskólaþorpið í Norðurárdal.
Vilhjálmur Egilsson brautskráði nemendur.