Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202026 Vísnahorn Sveinn Hannesson kenndur við Elivoga var á sinni tíð afburðahag- yrðingur en átti til ýmsa og nokkuð fjölbreytilega tóna. Gat ort gullfalleg kvæði en ekki síður háðs- eða skammarvísur og lifðu þær yfirleitt betur. Um nágranna sinn Svein Bjarnason á Illugastöðum orti Sveinn: Vakir þrátt við vallarslátt, verk er brátt að kalla. Talar fátt en hyggur hátt; heldur sátt við alla. Tómas Jónsson sem bjó í Elivogum og varð síðar aðalpersónan í bók Indriða G. „Þjófur í Paradís“ varð uppvís að fullmikilli hirðusemi í sambandi við skepnur annarra. Hlaut fyrir það fæði og húnæði á vegum ríkisins um tíma en eftir að hann kom þaðan var hann ásamt fleirum sendur að sækja hross í útréttir. Þá kvað Sveinn: Hetjumennis hefur geð harður enn í slarki. Allir kenna kappann með kóngsins brennimarki. Einhverjum þótti þetta nú koma úr gler- húsi þar sem Sveinn hafði legið undir grun um að hafa fiktað eitthvað við mark á kind og breytt sér í hag. Af því tilefni orti Olli á Hjaltabakka: Yfir bænum ólán hangir. Ekki skiptir neinum togum, flestir verða fingralangir sem fara að búa í Elivogum. Og Tómas R. Jónsson Blönduósi: Sveinn er keyri í karlmanns mynd, konungs reyr á snauða og ríka þuklar eyru á hverri kind. Kannske fleira skeður líka. En Jón Jónsson á Eyvindarstöðum orti um þetta: Krummi í annan kroppa fer kynnin bannar hollu. Enn í manna minni er miðhlutan á Kollu. En talið var að breytt hefði verið marki á kind sem hafði verið mörkuð með miðhlutað hægra en auðvitað gat eyrað skemmst af öðr- um orsökum. Enginn veit um þau mál leng- ur en orðið loddi við og eftirfarandi komst á flot: Sökin er við kónginn kvitt, kvíða þarf ei lengur. En miðhlutað á mannorð sitt markað hefur drengur. Sveini var æði gjarnt að yrkja ljótt um aðra hagyrðinga bæði til að reyna í þeim þolrifin og hugsanlega einnig til að gera lítið úr þeim. Eitt sinn var hann í uppskipunarvinnu og þar með ungur maður sem honum var sagt að væri liðtækur hagyrðingur. Sveinn hugðist nú reyna kauða og ávarpar hann með ljótri vísu sem ég hef reyndar aldrei heyrt en væri tölu- verð þökk í ef einhver kynni þar skil á. Mað- urinn sem var Þorvaldur Þórarinsson (Olli) frá Hjaltabakka svaraði að bragði: Heimskur kauði hyggjuflár, hrotti nauðagrófur. Dyggðasnauður Djöfuls ár dæmdur sauðaþjófur. Fer um hauður fleiprandi fól með dauða æru, álitssnauður andskoti úlfur í sauðargæru. Þegar dauði að dyrum ber hjá dyggðasnauðum þjarki dreginn kauði í eldinn er eftir sauðamarki. „Nú, þú yrkir þá svona,“ svaraði Sveinn og átti ekki við Olla meira að sinni. Sveinn átti það til að beita oflofi sem gat verið hverju níði verra en illt að hafa á en svo verður svo sem hver að áætla sjálfur hvernig heimilislífið var á þeim bænum sem hann orti um: Aldrei þrotnar ástin hjá yfirskotnum muna, hann með lotning horfir á hjartadrottninguna. Og í svokölluðum Enghlíðingabrag eru þessar línur: Flýti ég mér í feita ketið, fullur getur lengi étið, frúin hans á fríðleiksmetið fögur eins og skýjadís. Annað mál hvað átti að skilja þær línur bók- staflega en þessar eru þó framsettar með bein- um orðum og ekkert hálfkák: Margan blekkti mannsins skraf, miðlaði rógi í eyra. Drengskap þekkti hann afspurn af - ekki heldur meira. Einn ágætur verslunarmaður á Sauðárkróki sem eins og þá var títt forðaðist sérhæfingu seldi þar á meðal fisk. Nú hugðist Sveinn stofna til viðskipta en leist ekki á fiskmetið þegar á átti að herða og afþakkaði viðskiptin með þessari vísu: Mannætunnar eðli er æ okurs hampa fleini. Fyrir úldið fiskihræ fæst ei gull hjá Sveini. Kaupmaður var að vonum lítt ánægður með þessa kveðju og fékk Gunnar Einarsson frá Bergskála (Gunnar Lands) til að svara fyrir sig. Gunnar hafði alist upp í fátækt og á ein- hverjum tímapunkti hafði hreppurinn þurft að leggja einhverja aura með honum sem þótti ekki sérstök virðing á þeim árum: Haltu þig við hálendið, helst það ávöxt gefur, sæktu ekki í sjófangið soltni fjallarefur. Þessu svaraði Sveinn og sem fyrr ekki að bregða því betra ef hann vissi hið verra: Eðli er refs að bíta bein, bryðja, glefsa og naga, til að hvefsa karlinn Svein keypti hann hreppsómaga. Eftir þessi viðskipti tókust þeir jafnan í hendur þegar fundum þeirra bar saman. En um stórbónda sem var að flytjast burt úr sveitinni orti Sveinn alllangt kvæði og þar í er þetta erindi: Því er skylt að þakka og minnast, þoka ei frá réttum sanni, varla býst ég við að kynnast veglyndari dánumanni. Ættarsvip af Agli ber´ann, orðaleikni Grettis sterka, spaki Njáll í anda er hann, Ólafur Pá til rausnarverka. Bóndi varð glaður við og tók upp hundrað krónu seðil sem var töluvert fé á þeim árum enda peningar yfirhöfuð lítið í umferð. Bað menn rétta skáldinu og bætir svo við; „það besta við þetta kvæði er að það er ekkert of- lof í því.“ Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fyrir úldið fiskihræ ­ fæst ei gull hjá Sveini Síðastliðinn föstudag var hulunni svipt af nýju nafni og merki ferða- mannaleiðarinnar sem hefur geng- ið undir vinnuheitinu Hringveg- ur 2. Haldinn var kynningarfundur á Ísafirði sem streymt var á þrem- ur öðrum stöðum samtímis; Búð- ardal, Patreksfirði og Hólmavík. Nafnið sem varð fyrir valinu var Vestfjarðaleiðin eða á ensku The Westfjords Way. Vestfjarðaleiðin er ferðamannaleið sem er um 950 km löng og liggur um átta sveitarfélög á Vestfjörðum og Dalabyggð. Lagt er upp með að Vestfjarðaleiðin verði aðdráttarafl fyrir svæðið allt árið um kring en fyrsti áfangi þess verður opnun Dýrafjarðarganga, en í framhaldi af því er gert ráð fyr- ir vinnu við heilsársveg um Dynj- andisheiði. Menning, matur og náttúra svæðanna fær að njóta sín í ferðaleiðinni og bera einkennum heimamanna vitni. Vestfjarðaleið- in verður formlega opnuð samhliða Dýrafjarðargöngum, sem reiknað er með að verði opnuð um miðjan september á þessa árs. Nafnið Vestfjarðaleið hefur skemmtilega tvíþætta merkingu, að sögn skipuleggjenda, bæði sem ferðamannaleið en einnig sem vís- un í það að Vestfirðingar og þeirra leiðir séu frábrugðnar öðrum. Mörkunaráætlun, nafn og merki var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyr- irtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, en vinna við þróun leiðarinnar er unnin í samstarfi við breska ráð- gjafafyrirtækið Blue Sail. Vinna við þróun ferðamannaleið- arinnar hefur verið í gangi í rúmlega eitt ár hjá Vestfjarðastofu og var það kærkomin viðbót þegar Vestur- landsstofa gekk til liðs við verkefnið fyrir hönd Dalamanna. „Þetta er í ákveðnum skilningi kalt ferðaþjón- ustusvæði, en það á mikið inni og ljóst að Vestfjarðaleiðin verður öfl- ugur segull fyrir svæðið. Nú þegar hefur skapast töluverður áhugi fyrir leiðinni, bæði hjá erlendum blaða- mönnum og ferðaheildsölum,“ seg- ir Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri hjá Vestfjarðastofu. mm Frá kynn- ingarfundinum í Búðardal. Ljósm. Thelma Harðardóttir. Hulunni svipt af Vestfjarðaleiðinni Nýja Vestfjarðaleiðin verður 950 km. að lengd. Merki Vestfjarðaleiðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.