Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 19 SK ES SU H O R N 2 02 0 Tillaga að breytingu á aðalskipu- lagi Akraness 2005-2017 Tjaldsvæði við Kalmansvík Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að afmarkað er svæði til sérstakra nota O-16, sunnan Kalmansvíkur og norðan íbúðarbyggðar við Esjubraut. Tjaldsvæðið er af- markað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Íbúðasvæði Íb-21 norðan Kalmansvíkur er minnkað úr 14 ha í 13 ha. Mörkum hverfisverndarsvæðis Hv-1 er breytt og þau löguð að staðháttum. Mörkin miðast nú við raskað land (sjóvarnargarð) og stíga ofan fjörunnar í Kalmansvík. Tillaga að nýju deiliskipulagi við Kalmansvík Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 10. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tjaldsvæðis við Kalmansvík. skv. 41. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Svæðið liggur að stórum hluta að sjó, í suðaustur afmarkast það af Kalmansbraut og til suðvesturs af lóðum við Esjubraut. Tillagan felst í að skilgreina tjaldsvæði og gefa kost á byggingu gistihýsa og stærri þjón- ustubyggingar. Tjaldsvæðið er á jaðri hverfisverndarsvæðis og er hluti nýs landnotkunarreits innan þess. Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar frá og með 2. mars til og með 15. apríl 2020. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir / ábendingum við tillögurnar til 15. apríl. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 3. mars 2020 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu Bréf til bróður míns Ævi og bréf Sigríðar Pálsdóttur (1809–1871) Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur flytur Sigríður bjó í Borgarfirði 1833– 1945, gift sr. Þorsteini Helgasyni, sem fórst í Reykja dalsá 1839. Hún ritaði bróður sínum, Páli Pálssyni fjölda bréfa um ævina, sem varpa ljósi á ýmislegt frás agnarvert um hennar daga. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 1000 Athugið breyttan tíma á fyrirlestrum vetrarins Verið velkomin öryggisvörður heldur flóðhestur að bíta gras. Ég lá alveg stjörf í hálf- tíma áður en hann fór. Daginn eftir sagði Katrín mér að hún hefði líka vaknað og lá þarna stjörf um nótt- ina. Eigandi hótelsins skammaði okkur daginn eftir fyrir að hafa gist þarna. Við vorum samt með leyfi og gerðum okkur enga grein fyrir hættunni,“ segir Guðný. Þær fengu aðgang að tjaldi til að sofa í eft- ir þetta ævintýri en flóðhestar eru taldir vera hættulegustu stóru spen- dýrin á landi. „Eftir á er þetta góð saga því það varð engin skaði en ég mun ekki gera þetta aftur.“ Ástin í Afríku Í Sambíu kynntist Guðný kærast- anum sínum, Alvin Chainda, þeg- ar þær Katrín húkkuðu sér far með honum. „Hann var að vinna sem leiðsögumaður og var á ferðinni með hóp fólks og við náðum að plata hann til að taka okkur með,“ segir hún og brosir. Þau náðu vel saman og stuttu síðar var Katrín á leið aftur til Íslands en Guðný ætl- aði að ferðast meira um Afríku. „Það hitti þannig á að þegar Katr- ín var að fara var sambandið okkar Alvins að vaxa. En á þessum tíma ætlaði ég að ferðast ein til Suður- Afríku. Ég var frekar í tvo mánuði hjá Alvin og við fórum svo saman til Suður Afríku,“ segir Guðný en þau hafa verið saman síðan og eru búin að stofna ferðaþjónustufyr- irtækið Green Leafs Safari í Sam- bíu. Þau bjóða upp á sérsniðnar saf- arí ferðir í Sambíu og löndum þar í kring. „Alvin hefur unnið sem leið- sögumaður lengi en alltaf langað að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Guðný. „Þetta eru ferðir þar sem fólk get- ur komið með óskir um hvað það vill gera og við setjum saman ferðir sem henta.“ Forréttindi að fæðast á Íslandi Guðný og Alvin eru bæði á Íslandi núna, hún í Háskóla Íslands í mast- ersnámi í alþjóðasamskiptum og að vinna sem aðstoðarmanneskja í NPA þjónustu. Alvin vinnur hjá Ísteka og um helgar er hann dyra- vörður í miðbæ Reykjavíkur. Sam- an hafa þau ferðast töluvert og seg- ir Guðný þau ætla að halda áfram að ferðast um heiminn meðan þau geta. Hún segir þó að síðan þau fóru að ferðast saman hafi hún feng- ið aðra sýn á hversu mikil forrétt- indi það séu að hafa fæðst á Íslandi. „Ég held það séu mestu forréttindi í heimi, þó að Ísland hafi vissulega marga galla. En bara það að hafa ís- lenskt vegabréf eru ótrúleg forrétt- indi. Það er sama hvert ég ferðast, ég er alltaf velkomin, en Alvin þarf að standa í alls konar rugli til að ferðast,“ segir Guðný og rifjar upp hvernig það hafi verið þegar hann kom fyrst til Íslands. „Fyrst þegar hann kom til mín sem túristi þurfti hann að standa í rosalegri skrif- finnsku og veseni. Hann varð að fara í sænska sendiráðið í Sambíu í viðtal þar sem hann þurfti að sýna fram á að hann væri með bókað flug heim aftur frá Íslandi og að sýna að hann ætti pening til að geta haldið sér uppi þann tíma sem hann ætl- aði að dvelja hér. Svo þurfti ég að skrifa bréf um að ég væri að bjóða honum í heimsókn. Þegar ég fer til hans borga ég bara 50 dollara og er komin inn í landið,“ segir Guðný en bætir við að Alvin sé í dag kominn með dvalarleyfi á Íslandi sem auð- veldi þeim lífið til muna .arg/ Ljósm. úr einkasafni Jóga tími í veiðihúsinu við Þverá hjá Me time Iceland. Guðný og Alvin á syðsta odda Afríku, þar sem Atlandshafið og Indlandshafið mætast. Katrín, Guðný og Þorgerður í Bútan. Jóga bekkurinn sem Guðný og Þorgerður voru í og fjölskyldan sem þær bjuggu hjá þegar þær fóru til Nepal síðasta haust. Horft yfir Hong Kong.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.