Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202020 Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra hefur skipað Aðal- stein Leifsson, framkvæmdastjóra hjá EFTA, sem ríkissáttasemjara frá og með 1. apríl nk. Helga Jóns- dóttir settur ríkissáttasemjari mun gegna störfum fram til þess tíma. Alls bárust sex umsóknir um emb- ættið en einn umsækjandi dró á síð- ari stigum umsókn sína til baka. Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Her- riot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lok- ið MSc námi frá London Scho- ol of Economics (LSE). Þá stund- aði hann doktorsnám í samninga- tækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á ár- unum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt dagleg- an rekstur EFTA sem hefur starfs- töðvar í Genf, Brussel og Luxemb- urg og tæplega eitt hundrað starfs- menn. mm Eitt af verkum Baska á sýningunni. Áætlað er að Vínlandssetur í Búð- ardal verði opnað á sumardag- inn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl næstkomandi. Framkvæmdir við Vínlandssetur standa nú yfir, en setrið verður sem kunnugt er stað- sett í Leifsbúð, við sjávarsíðuna í Búðardal. „Verið er að taka húsið í gegn, skipuleggja rýmið og gera það hæft fyrir rekstur,“ segir Jó- hanna María Sigmundsdóttir, verk- efnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð, í samtali við Skessuhorn fyrir helgi. „Á efri hæðinni verður sett upp sýning- in og er hún að verða tilbúin fyr- ir uppsetningu, en verið er að klára neðri hæðina núna þar sem verð- ur veitingarekstur,“ segir Jóhanna María. Hún segir áformað að setr- ið verði opnað með pompi og prakt á sérstakri opnunarhátíð á sumar- daginn fyrsta. kgk Leifsbúð í Búðardal, þar sem Vínlandssetur verður til húsa. Ljósm. úr safni/mm. Vínlandssetur opnað fyrsta sumardag Aðalsteinn Leifsson skipaður ríkissáttasemjari Fjölmenni mætti á sýn­ ingu Baska um helgina „Fyrirgefið þetta lítilræði“ Myndlistarmaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson, eða Baski eins og hann er jafnan kallaður, hélt um liðna helgi myndlistarsýningu í gamla Iðnskól- anum á Akranesi. Við opnun sýn- ingarinnar klukkan tvö á laugar- daginn komu fram þau Halla Jóns- dóttir og Heiðmar Eyjólfsson og fluttu nokkur lög fyrir gesti. Að því loknu bauð Baski gestum að gæða sér á kræsingum sem hann hafði komið fyrir á borði í sýningarsaln- um. En veisluboðið var einmitt hluti af sýningunni og endurspegl- aði eitt af málverkum hans á veggn- um við hliðina. Áður en hann hann bauð gestum að fá sér af kökunum sagði hann stuttlega frá því að þegar hann málaði myndina. Hann hafði verið að hugsa hvað það væri sem sameinaði okkur Íslendinga og datt honum þá í hug allar þær hnallþór- ur sem húsmæður áður fyrr báru gjarnan á borð fyrir gesti. Málaði hann veisluborð með öllum helstu íslensku hnallþórunum og stillti upp fyrir framan verkið borði með sömu hnallþórum og kallaði hann verkið „Fyrirgefið þetta lítilræði“. arg Verkið „Fyrirgefið þetta lítilræði“. Baski útskýrir verkið fyrir gestum og býður fólki svo að gæða sér á góðgætinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.