Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 13 Sími 455 54 00 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Átt þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkað eða útflutningahöfn og:  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk ÍSAT2008  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir flokk 01.1 og/eða flokk 01.2 í a- bálk ÍSAT2008 enda sé varan fullunnin í söluhæfar umbúðir. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Um styrkina gilda lög um svæðisbundna flutningsjöfnun nr. 160/2011. Nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) Styrkir S K E S S U H O R N 2 02 0 Kynning á breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Skipulagslýsing-Móar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar 2020, að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem hluti svæðisins verður skilgreindur sem verslunar-og þjónustusvæði, samhliða er unnin tilllaga af deiliskipulagi fyrir svæðið. Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsbreytinga. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 28. febrúar á milli kl.10:00–12:00. Athugasemdum/ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is ” merkt Móar” fyrir 27. mars 2020. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2020 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 5. mars Föstudaginn 6. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 02 0 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Íslenska kokkalandsliðið vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíu- leikum matreiðslumeistara, sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi. Keppni lauk á mánudaginn í síðustu viku og daginn eftir var greint frá sigri íslenska liðsins í síðari keppn- isgreininni. Liðið fór því heim með gullverðlaun í farteskinu í báðum keppnisgreinum sínum. Vestlendingar eiga að sjálfsögðu sína fulltrúa í liðinu; Ísak Darra Þorsteinsson frá Akranesi og Sindra Guðbrand Sigurðsson frá Ólafs- vík. Aðrir landsliðsmenn eru þau Ísak Aron Jóhannsson, Snædís Jóns- dóttir, Kristinn Gísli Jónsson, Jak- ob Zarioh S. Baldvinsson og Snorri Victor Gylfason. Þá má geta þess að Snorri Victor rak áður Vog Country Lodge á Fellsströnd í Dölum. kgk Skipulags-, hafnar- og húsnæðis- nefnd Reykhólahrepps leggur til að samþykkt verði umsókn Vegagerð- arinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Vestfjarðaveg, samkvæmt svokall- aðri Þ-H leið um Teigsskóg. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar síðastliðinn fimmtudag. Hún sam- þykkti með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sam- þykkja umsóknina, en einn nefnd- armanna sat hjá og vísaði málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn Reykhóla- hrepps. Sveitarstjórn fjallaði um málið á fundi sínum síðdegis í gær, þriðjudaginn 25. febrúar. Fundur- inn var hins vegar ekki hafinn þeg- ar Skessuhorn fór í prentun. kgk Landsréttur þyngdi í síðuastu viku dóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember 2018. Var konan sakfelld fyrir tilraun til manndráps og dæmd til fimm ára fangelsisvistar, en Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt kon- una í fjögurra ára fangelsi. Eins og áður hefur verið greint frá áttu atburðirnir sér stað þegar hún passaði börn dóttur sinnar á heim- ili hennar og tengdasonar á Akra- nesi í nóvember 2018. Er hún sögð hafa farið ölvuð inn í herbergi þar sem tengdasonurinn svaf og stung- ið hann þar með hnífi með tæp- lega 20 sentímetra löngu blaði. Við það hlaut maðurinn stungusár við fjórða og fimmta rifjabil. Hnífurinn virðist hafa runnið framhjá brjóst- kassa og inn í bakvöðva. Áverkinn olli skaða á tveimur litlum slagæð- um og verulegri blæðingu, að því er fram kemur í dómnum. Læknir sem skoðaði brotaþola mat árás- ina lífshættulega og sagði einung- is heppni að hnífurinn hafi runnið eftir rifjunum. Hann hefði auðveld- lega getað farið á milli þeirra og inn í brjóstholið með mun alvarlegri af- leiðingum. Konan neitaði sök og hélt því fram að ekki hefði verið sannað að hún hefði ráðist á tengdason sinn. Hún var metin sakhæf á verknaðar- stundu. Saksóknarar kröfðust þyng- ingar refsingar við áfrýjun til Lands- réttar. Refsing fyrir brot konunnar væri að lágmarki fimm ára fangels- isvist og féllst Landsréttur á það, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að réttlæta mætti að fara niður fyrir þann refsiramma. Var hún því dæmd í fimm ára fangelsi en gæslu- varðhald sem konan hefur sætt frá 10. nóvember 2018 kemur til frá- dráttar fangelsisvistinni. Landsrétt- ur staðfesti skaðabótaúrskurð Hér- aðsdóms Vesturlands, sem kveður á um að konan skuli greiða mann- inum rúmar 800 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Konunni var enn fremur gert að greiða tæp- lega 5,5 milljóna króna sakarkostn- að í héraði, en að öðru leyti greiðist hann úr ríkissjóði. kgk Horft að Reykhólum. Ljósm. úr safni/ mm. Leggja til að framkvæmdaleyfi verði veitt Íslenska kokkalandsliðið ásamt Sigurjóni Braga Geirssyni, þjálfara liðsins, Birni Braga Bragasyni, forseta Klúbbs matreiðslu- meistara og Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur varaforseta. Ljósm. Kokkalandsliðið. Kokkalandsliðið með tvenn gullverðlaun Þyngdi dóm yfir konu sem stakk tengdasoninn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.