Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202012 Kærunefnd útboðsmála úrskurð- aði í máli Vátryggingafélags Íslands gegn Borgarbyggð 18. febrúar síð- astliðinn. Nefndin úrskurðaði að Borgarbyggð skyldi fella út úr út- boðsskilmálum ákvæði um að bjóð- andi starfræki starfsstöð í sveitarfé- laginu. Borgarbyggð hafði í skilmálum útboðsins gert kröfu um að bjóð- andi starfræki starfsstöð í sveitar- félaginu með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Skyldi henni kom- ið á sex mánuðum eftir undirrit- un samnings við bjóðanda og hún starfrækt út samningstímann, hið minnsta. VÍS vildi meina að með ákvæð- inu væri fyrirfram verið að útiloka ákveðin fyrirtæki á grundvelli bú- setusjónarmiða. Slíkt væri óheimilt og var kærunefndin því sammála. „Að mati kærunefndar útboðsmála er framangreind krafa til þess fallin að mismuna fyrirtækjum sem veita vátryggingaþjónustu á grundvelli þess hvar starfsstöð þeirra er stað- sett,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Nefndin taldi kröfu Borgarbyggð- ar, sem einkum lúti að aðgengi að persónulegri þjónustu og þekkingu á staðháttum innan sveitarfélagsins, ekki geta réttlætt kröfuna að teknu tilliti til eðlis innkaupanna, sem snúast um kaup sveitarfélagsins á vátryggingarþjónustu. Kærunefnd hafnaði aftur á móti kröfu VÍS um að láta í ljós álit sitt á skaðabóta- skyldu sveitarfélagsins vegna máls- ins. Borgarbyggð var gert hins vegar gert að greiða VÍS 350 þús. krónur í málskostnað. Á fundi byggðaráðs Borgar- byggðar 20. febrúar var fjallað um úrskurðinn. Ráðið samþykkti að fjarlægja ákvæðið úr skilmálum út- boðsins og framlengja tilboðsfrest- inn til 3. mars næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ Óli Haukur. Frá því er greint á vef Landssam- taka sauðfjárbænda, saudfe.is, að Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH hafa gefið út tilkynningu um að greitt verð 6% uppbót á allt inn- lagt dilkakjöt síðastliðið haust. Við þessa uppbótargreiðslur reiknast því meðal afurðaverð dilkakjöts haustið 2019, 461 kr/kg hjá KS og KVH. mm Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í nágrenni Varmahlíðar í Skaga- firði. Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum Grófargili í Varmahlíð en á bænum eru nú um hundrað fjár. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2019 á bænum Álfta- gerði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbún- ingi aðgerða. „Bóndinn hafði sam- band við Matvælastofnun þar sem kindin sýndi einkenni riðuveiki. Kindin var skoðuð, síðan aflífuð og sýni tekin og send á Tilrauna- stöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest. Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á tuttugu búum á undanförnum 20 árum. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða greinist á bænum en árið 2016 greindist riða á bænum Brautar- holti sem er næsti bær við Gróf- argil. Riðuveiki hefur komið upp á mörgum bæjum í Varmahlíð í gegnum tíðina og má því segja að um þekkt riðusvæði sé að ræða,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu og í fyrra greindist einnig eitt tilfelli. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæj- um á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greind- ust á árunum 2011-2014. „Riðan er því á undanhaldi en þetta sýnir að ekki má sofna á verðinum. Á und- anförnum árum hafa sýni verið tek- in við slátrun úr u.þ.b. þrjúþúsund kindum á ári. Jafnframt hafa bænd- ur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lóg- að heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upp- lýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niður- skurð,“ segir í tilkynningunni. mm Á föstudag var undirritaður samn- ingur milli Landbúnaðarháskóla Íslands og atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfða ráðgjöf árin 2020 til 2023. Það voru Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og Ragnheiður Inga Þórar- insdóttir, rektor LbhÍ, sem undir- rituðu samninginn á Hvanneyri. Samkvæmt samningnum felur atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið landbúnaðarháskólanum að vinna að verkefnum er varða rann- sóknir, þróun og nýsköpun á sviði landbúnaðar og matvælafram- leiðslu. Skólinn verður ráðuneytinu til ráðgjafar og stundar rannsóknir, nýsköpunar og þróunarstarf í land- búnaði og umhverfisvísindum, á þeim fræðasviðum sem samningur- inn nær til. Þannig verður viðhald- ið þekkingu sem hefur grundvall- arþýðingu fyrir landbúnaðinn og matvælaframleiðslu. Auk þess mun skólinn sinna skilgreindum verk- efnum fyrir ráðuneytið, samkvæmt samningnum. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öflugar rannsóknir og mennt- un mikilvægan þátt í framþróun og framtíð landbúnaðar á Íslandi. „Því er í mínum huga eitt stærsta hagsmunamál íslensks landbúnað- ar að efla Landbúnaðarháskóla Ís- lands og því er þessi samningur af- skaplega þýðingarmikill fyrir land- búnað í heild sinni,“ segir ráðherra, sem kveðst þakklátur skólanum fyr- ir að taka vel í að sinna skilgreind- um verkefnum fyrir ráðuneytið. Ragnheiður Inga Þórarinsdótt- ir, rektor LbhÍ, segir samning- inn styðja vel við nýja stefnu LbhÍ sem samþykkt var síðasta sumar. „Þar er lögð áhersla á að stórauka rannsóknir, nýsköpun, samstarf við hagaðila og alþjóðlegt sam- starf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans,“ segir hún. „Skól- inn vinnur að því að fjölga vísinda- mönnum við skólann sem og nem- endum á öllum námsstigum, enda gegnir landbúnaðarháskólinn lykil- hlutverki í þeim mikilvægu þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauð- linda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála,“ segir Ragnheiður Inga. kgk Geta ekki gert kröfu um starfsstöð í sveitarfélaginu Frá undirritun samningsins á Hvanneyri. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Samið við LbhÍ um ýmis verkefni Stöplarit sem sýnir reiknað meðal afurðaverð til bænda eftir afurðastöðvum. Heimild: saudfe.is KS og KVH greiða bændum 6% uppbót Frá slátrun í sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Ljósm. Feykir. Nýtt tilfelli riðu greint í Skagafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.