Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 10

Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202010 Föstudaginn 14. febrúar síðast- liðinn gekk Verkalýðsfélag Akra- ness frá lánagreiðslum til 35 fyrr- um starfsmanna Ísfisks. Nema lán- in samtals tæpum tíu milljónum króna. Fólkið hafði ekki fengið greidd laun, né uppsagnarfrest sinn, frá því í september á síðasta ári. Þegar Ís- fiskur var tekinn til gjaldþrotaskipta nú fyrir skemmstu varð endanlega ljóst að vangoldin laun fengjust ekki greidd frá fyrirtækinu. „Marg- ir starfsmenn hafa eðlilega lent í miklum hremmingum vegna þessa eins og alltaf gerist þegar fyrirtæki verða gjaldþrota,“ segir á heimasíðu VLFA. Í ljósi þessa ákvað stjórn verkalýðsfélagsins að lána öllum starfsmönnum Ísfisks sem vildu 250 þúsund króna lán með veði í kröfu á Ábyrgðasjóð launa. Stór hluti fyrr- um starfsmanna fyrirtækisins þáði boðið. „Er stjórn félagsins mjög ánægð með að geta aðstoðað þessa félagsmenn sína, sem hafa sumir hverjir þurft að taka yfirdráttarlán til að geta framfleytt sér og sínum,“ segir á vef VLFA. Þar kemur einnig fram að unn- ið hafi verið að því að útbúa launa- kröfur félagsmanna sinna á hendur þrotabúi fyrirtækisins. Nema þær kröfur samtals um 42 milljónum króna, að því er fram kemur á vef VLFA. Fáist kröfurnar ekki greidd- ar úr þrotabúinu mun Ábyrgða- sjóður launa ábyrgjast vangreidd laun starfsfólksins. kgk Loðnumælingar rannsóknarskips- ins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa; Heimaeyjar VE, Hákons EA, Aðalsteins Jóns- sonar SU, Barkar NK og Polar Amaroq, kláruðust nokkurn veg- in aðfararnótt síðasta fimmtudags. Einungis lítið svæði út af Húna- flóa er þá óyfirfarið og stóð til að Árni Friðriksson lyki við yfirferð þar um þegar veður leyfði. „End- anlegar niðurstöður þessara mæl- inga liggja því ekki fyrir en vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi telur Hafrannsóknastofnun rétt að upplýsa nú að magn hrygning- arloðnu er vel undir síðustu mæl- ingu sem framkvæmd var í byrjun febrúar. Þessi niðurstaða er með þeim fyrirvara að smá svæði er eftir og þetta er frumúrvinnsla á gögnum, en það eru taldar hverf- andi líkur á að niðurstaðan breyt- ist verulega hér eftir,“ sagði í til- kynningu frá Hafrannsóknastofn- un undir lok síðustu viku. Brúnin lyftist þó heldur á mönn- um nú á mánudaginn í byrjun þess- arar viku þegar þéttar lóðningar af loðnu fundust skammt frá Pap- ey, austan við landið. Starfsmenn Hafró vildu þó ekkert gefa út um hvort þær torfur breyttu einhverju um væntanlegt stofnstærðarmat og hvort veiðar yrðu mögulega heimilaðar. Rannsaka þyrfti hvað- an sú loðna væri að koma og áætla magnið. mm Starfshópur sem Kristján Þór Júlí- usson sjávarútvegsráðherra skipaði síðasta vor til að endurskoða með- ferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, hef- ur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra. Hópnum var gert að endurskoða meðferð og ráðstöf- un aflaheimilda sem lög um stjórn fiskveiða kveða á um að skulu tekn- ar frá til sérstakra verkefna og hér eru nefndir atvinnu- og byggða- kvótar. Starfshópurinn bendir á að umtalsverðir hagsmunir felist í hvernig dreifðar sjávarbyggðir eru skilgreindar og að þrýstingur stærri byggðakjarna kunni að hafa leitt til þess að byggðakvótinn hafi farið víðar en til þeirra byggða sem eru veikastar fyrir. Samandregið eru helstu tillögur starfshópsins eftirfarandi: Tilgangur og markmið atvinnu- • og byggðakvóta verði betur skýrð í lögum og árangur þeirra metinn. Áhersla verði lögð á stuðning við • smærri sjávarbyggðir í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Að ótvírætt sé að 5,3% aflaheim-• ilda eru dregin frá heildarafla í hverri tegund vegna atvinnu- og byggðakvóta áður en aflaheim- ildum er úthlutað á einstök skip. Innbyrðis skipting þeirra 5,3% • aflaheimilda sem dregin eru frá heildarafla í hverri tegund vegna atvinnu- og byggðakvóta verði fest til sex ára. Almennum byggðakvóta verði • úthlutað til sex ára í samræmi við meðaltal fyrri ára og svigrúm aukið til að nýta hann í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Ónýttri línuívilnun verði úthlut-• að sem almennum byggðakvóta í samræmi við hlutdeild einstakra byggðarlaga á undangengnum árum. Gert verði upp við handhafa • skel- og rækjubóta og þær afla- heimildir renni í varasjóð til að bregðast við óvæntum áföllum í sjávarbyggðum. Mikilvægt að styrkja minnstu sjávarbyggðir Jafnframt gerir starfshópurinn ýmsar tillögur um minni breyting- ar á fyrirkomulagi almenns byggða- kvóta, sértæks byggðakvóta, línu- ívilnunar, strandveiða og frístunda- veiða í tengslum við ferðaþjónustu. Starfshópurinn leggur sérstaka áherslu á þá ábyrgð sem fólgin er í ráðstöfun ríkisins á þeim umtals- verðu verðmætum sem felast í 5,3% heildaraflamarks. Því telur hópur- inn mikilvægt að slíkur stuðning- ur hafi skýr og mælanleg mark- mið, eftirfylgni sé fullnægjandi og árangur metinn með reglubundn- um hætti. Í lokaorðum skýrslunn- ar segir að áætlað aflaverðmæti sé 5,5 til 7,6 milljarðar króna á ári hverju. Það séu mikil verðmæti og afar mikilvægt að markmiðin með úthlutun þeirra séu skýr. Skýrslu- höfundar segja mikilvægt að styrkja minnstu sjávarbyggðirnar sem hafa átt erfiðast með að aðlagast stórfelldum breytingum í íslensk- um sjávarútvegi. Jafnframt eigi að stuðla að fjölbreytni og nýliðun í greininni. mm Það gat verið galsi í mannskapnum þegar vel veiddist af loðnu. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá veiðum á Víkingi AK vestan við Garðskaga. Ljósm. FH. Hverfandi líkur taldar á að loðnukvóti verði gefinn út Úr vinnslu Ísfisks á Akranesi skömmu eftir að starfsemi fyrirtækisins hófst þar í bæ. Ljósm. úr safni/ kgk. Fengu lán frá verkalýðsfélaginu Kristján Þór Júlíusson ráðherra tekur við skýrslunni frá Þóroddi Bjarnasyni formanni starfshópsins. Leggja til að skerpt verði á áherslum við úthlutun byggðakvóta

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.