Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 9 Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hef- ur staðfest tillögur að fimm nýj- um verndarsvæðum í byggð. „Til- gangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gild- is þeirra,“ eins og segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Tillögur um verndarsvæði koma frá viðkomandi sveitarfélagi, en Minjastofnun veit- ir sveitarfélögum ráðgjöf við und- irbúning tillagna og skilar einnig umsögn sinni til ráðherra. Svæð- in sem um ræðir nú eru framdal- urinn í Skorradal, gamli bæjarhlut- inn á Sauðárkróki, vesturhluti Vík- ur í Mýrdal, Þórkötlustaðahverfi í Grindavík og bæjarhlutarnir Pláss- ið og Sandurinn á Hofsósi í Skaga- firði. „Menningararfur okkar Íslend- inga er fjölbreyttur og byggð svæði eru hluti hans. Verndarsvæði í byggð geta meðal annars haft sögu- legt, félagslegt eða fagurfræðilegt gildi fyrir fyrri, núlifandi og kom- andi kynslóðir. Fyrstu verndar- svæðin voru staðfest árið 2017 og nú eru þau orðin tíu talsins. Ég hvet landsmenn til þess að heimsækja þessi svæði og kynna sér merkilega sögu þeirra og þýðingu – bæði þá og nú,“ segir ráðherra. Um framdalinn í Skorradal seg- ir í umsögn: „Svæðið afmarkast við heimatún bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns. Einnig nær verndin til gömlu þjóðleiðanna sem liggja um lönd fyrrgreindra bæja. Um er að ræða fornar þingleiðir, biskupa- og prestaleiðir m.a. tengdar Fitja- kirkju og Þingvöllum, gamlar ver- leiðir milli landshluta og leiðir til aðdrátta sem lengst af lágu til Hval- fjarðar.“ mm Straumi var hleypt á nýjan jarð- streng milli Ólafsvíkur og Grund- arfjarðar í fyrsta sinn í síðustu viku. Sem kunnugt er bilaði rafmagns- línan milli Vegamóta og Ólafsvíkur þegar staurastæða í henni brotnaði í Bláfeldarhrauni í Staðarsveit, eftir að hún fékk á sig 50 m/s hvassa vind- hviðu rétt fyrir kl. 7:00 á fimmtu- dagsmorgun. „Þá fórum við strax í að setja varavélar í gang og tengja dreifilínuna milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Þannig komum við rafmagni á Snæfellsbæ með tak- mörkuðu varaafli og erum með alla notendur tengda inn á jarðstreng- inn núna,“ segir Björn Sverrisson í samtali við Skessuhorn, en hann er deildarstjóri netreksturs hjá Ra- rik á Vesturlandi. „Nú fær Snæfells- bær því rafmagn um nýja strenginn frá Grundarfirði, en að öllu jöfnu fengi hann rafmagn með línunni frá Vegamótum. Viðgerð á línunni lauk rétt fyrir 23:00 á fimmtudags- kvöldið og hún er til taks, ef eitt- hvað kæmi upp á núverandi teng- ingu,“ bætir hann við. Aðspurður hveðst Björn eiga von á því að þessi tenging um nýja jarð- strenginn sé komin til að vera. „Það eru náttúrulega ákveðin tímamót fólgin í þessu. Aðeins er smá vinna eftir hjá Rarik við að tengja nýja 19 kV háspennurofa og hjá Lands- neti við að tengja línuna Vegamót- Ólafsvík við nýtt tengivirki í Ólafs- vík. Þá verður komin 66 kV hring- Straumi hleypt á nýjan jarðstreng á Snæfellsnesi Rafmagnslínur um staura, sem smám saman heyra sögunni til. Ljósm. Rarik. tenging raforku á Nesinu,“ segir hann og bætir því við að ánægja ríki hjá Rarik með að rafmagni hafi verið hleypt á nýja jarðstrenginn. „Eins og veðrið er búið að vera þá erum við því mjög fegnir. Ef upp kemur önnur bilun á línunni milli Ólafsvíkur og Vegamóta þá höfum við nýja strenginn frá Grundar- firði til að sjá Snæfellsbæ fyrir raf- magni, svo fremi sem 66 kV línan frá Vatnshömrum að Vegamótum sé í lagi, því allt Sæfellsnesið er á þeim hlekk,“ segir Björn. kgk Framdalurinn er meðal fimm nýrra verndarsvæða Horft til vesturs eftir framdalnum í Skorradal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.