Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sílikonblandað dévaff Ég er mikill hugsuður. Get hugsað og hugsað, jafnvel svo tímunum skiptir, ekki síst þegar ég ligg andvaka í rúminu langt fram á nótt. Í slíkum svefn- vandræðum er ég stundum bæði búinn að telja kýrnar í fjósinu, fjórum sinnum frá fimmhundrað og niður að núlli og meira að segja búinn að telja það sem ég held að sé í buddunni. Það er reyndar fljótlegast. Þegar ég er svo búinn að reyna að festa svefn í svona þrjá, fjóra tíma án árangurs, þá geri ég það sem má alls ekki við slíkar aðstæður, ég fer í símann og á netið. Einmitt það sem sterklega er varað við. Á mánudagskvöldið var ég svo óheppinn að ég ætlaði aldrei að festa svefn. Aulaðist þá til að opna í símanum vefsíðu sem heitir dévaff. Nú veit ég ekki hvort þið lesendur góðir kannist við þessa síðu. Fyrir nokkrum árum var þar að finna hvatskeyttar fréttir um fólk, stjórnmál og skúrka í viðskiptum, allt þar til einhver mógullinn norðan úr landi fór í kaupstaðar- ferð, keypti útgáfufyrirtækið og henti starfsmönnum þess út. Í seinni tíð er dévaff því aðallega orðin síða sem hefur að geyma svona alls konar, en þó allt annað en skrif um skúrka í viðskiptum. Sitt lítið af því sem kallað hefði verið hégómi í mínum ungdómi. En nú skilst mér að hégóminn sé einmitt það sem selur, skapar flesta smellina, og einmitt smellirnir „meika money“ fyrir norðlenska mógúlinn sem enginn fjölmiðill skrifar lengur um, af því hann á þá alla! Margir af okkar helstu vefmiðlum hafa hins vegar svona sér- stakt hégómahorn, eins og til dæmis hún Marta Smarta á Moggavefnum, en á dévaffi hefur ekki tekist að halda hégómanum aðskildum frá öðru efni, enda býsna erfitt því lítið er af því. Samkvæmt dévaff vefnum þessa andvökunótt var mest lesið það sem kall- að er Vikan á Instagram. Sjálfur er ég ekki þátttakandi á Instagram, ákvað fyrir löngu að reyna að eiga eitthvað prívatlíf og læt Facebook duga. Hún er fín svo langt sem hún nær. Reyndar er allt unga fólkið fyrir löngu farið af Facebook, fór þegar foreldrar þeirra, ömmur og afar urðu virkir þátt- takendur og fóru þar líka að skipta sér af unga fólkinu. Í menningarþætt- inum Vikan á Instagram eru birtar myndir, „sjálfur“, sem fólk tekur af sér við hinar ólíklegustu aðstæður. Oftast er þetta ungt fólk en á því eru undan- tekningar. Til dæmis var Bubba Morthens þarna að finna. Mest eru þetta ungar konur sem blaðamenn dévaff ná í myndir af á Instagram og birta sem sínar eigin. Fallegar stelpur vissulega og meira að segja langoftast í fötum, þótt efnismagnið í fötunum beri þess skýr merki að fataiðnaðurinn í Kína er í þrengingum vegna flensu. Lesendur geta þannig í einu vetfangi fengið að vita hvað þessar stúlkur voru að bardúsa um helgina. Eiginlega svona menningarfréttir með fyrirsögnum á borð við; „Jóhanna Helga hefur það einfalt“, „Unnur horfði á sólsetrið með kærastanum“, „Katrín Kristins skálaði með hagfræðingum“ eða „Andrea Röfn sötraði kaffi.“ Allt eitthvað sem skaðar ekki að vita, en vissulega hægt að lifa án. Mjög inspírerandi lestur fyrir okkur þessa gömlu sem liggja andvaka heilu næturnar. Ég verð að segja að eftir þennan lestur hef ég mestar áhyggjur af óhóflegri plast- efnanotkun ungra kvenna sem þarna birtast. Þrátt fyrir að vera í grunn- inn fallegar ungar konur hafa þær fundið þörf fyrir að láta sprauta sílikoni eða öðrum plastefnum undir húð og eru því t.d. með risastór kinnbein eða varasvip eins og skilgetnar dætur Andrésar Andar. Væntanlega eftir því sem árin líða og aldurinn færist yfir mun mesti ljóminn þó hverfa, þótt Andrés pabbi þeirra verði alltaf eins. En á endanum náði ég að sofna skömmu fyrir sólarupprás, en staðráðinn í að færa þessa miklu uppgötvun mína í tal. Hafi einhver lesenda minna átt eftir að uppgötva hina stórkostlegu dévaff síðu hvet ég viðkomandi til að kíkja þar við. Magnús Magnússon Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur staðfest breytingu á heiti brautar umhverfisskipulags í landslagsarkitektúr við Landbún- aðarháskóla Íslands. FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta, hvatti brautina til nafnabreytingar við að- ild félagsins að umsókn brautarinn- ar til IFLA, International Federa- tion of Landscape Architecture, um viðurkenningu á náminu. „Þessi breyting gerir okkur kleift að tengja námið enn betur við fag landslags- arkitekta og gera sýnilegra,“ segir Kristín Pétursdóttir brautarstjóri. Aukin áhersla er á tengingu manns við náttúruna og mikilvægt að sjálf- bærni og vistvæn nálgun sé í fyrir- rúmi. „Náttúran hefur aldrei verið eins mikið í brennidepli og mikil- vægt að vanda til verka til fram- tíðar. Hvort sem það er að vernda viðkvæmar náttúruperlur eða hanna umgjörð sem fellur vel að umhverf- inu þá sameinar landslagsarkitekt þekkingu á sviði náttúru- og um- hverfisvísinda jafnt og þekkingu á byggingarfræði og hönnun. Landbúnaðarháskóli Íslands hef- ur menntað fólk í umhverfisskipu- lagi eða bakkalár námi í landslags- arkitektúr í nítján ár með góðum árangri og það er því spennandi að þróa námið enn frekar með nafna- breytingunni,“ segir í tilkynningu frá LbhÍ. Háskóladagurinn næsta laugardag Kynning á öllu háskólanámi á Ís- landi fer fram í Reykjavík 29. febrú- ar nk. frá kl 12-16. „Landbúnað- arháskóli Íslands mun kynna BS nám í landslagsarkitektúr og MS nám í skipulagsfræði sérstaklega í húsakynnum Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Hægt verður að skoða verkefni og spjalla við nemendur og kennara ásamt því að fræðast um skólann almennt. Landbúnað- arháskólinn mun einnig kynna sitt nám á Háskólatorgi í HÍ og HR ásamt öllu háskólum á Íslandi . All- ir velkomnir,“ segir í tilkynningu. mm Vegagerðin hefur lagt fram frum- matsskýrslu um mat á umhverfisá- hrifum vegna breikkunar níu kíló- metra Vesturlandsvegar um Kjal- arnes. Skipulagsstofnun úrskurð- aði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveit- arfélög á Vesturlandi, með Akra- neskaupstað í broddi fylkingar, kærðu þá ákvörðun til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar. Á vef Skipulagsstofnunar má nú kynna sér niðurstöðu skýrsl- unnar. Í niðurstöðum segir orðrétt: „Það er niðurstaða Vegagerðarinn- ar að á heildina litið verði ekki um- talsverð umhverfisáhrif af fram- kvæmdinni.“ Eins og lesendur þekkja áformar Vegagerðin í samráði við Reykja- víkurborg breikkun Vesturlands- vegar á 9 km kafla milli Varm- hóla og Hvalfjarðarvegar. Mark- mið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðarör- yggi vegfarenda. Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg. Jafnframt verða gerð þrjú hring- torg, vegtengingum fækkað og lagðir hliðarvegir, göngu-, hjóla- og reiðstígar. Framkvæmdin fellur undir tl. 10.07 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um og er því háð mati á umhverf- isáhrifum. Í frummatsskýrslunni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri fram- kvæmd og metin áhrif hennar á eft- irfarandi þætti: Landnotkun, gróð- ur og vistlendi, fuglalíf, landslag og ásýnd, menningarminjar, hljóðvist og umferðaröryggi. Frummatsskýrsluna ásamt við- aukum má kynna sér í heild sinni í íþróttahúsi Klébergsskóla á Kjalar- nesi, á skrifstofu Reykjavíkurborg- ar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Hægt er að gera athugasemdir og skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. apríl 2020 til Skipulagsstofnun- ar eða með tölvupósti á skipulag@ skipulag.is. Sérstakur kynningar- fundur vegna skýrslunnar er fyrir- hugaður fimmtudaginn 27. febrúar kl. 16:00 til 18:00 í Klébergsskóla á Kjalarnesi. mm Hér má sjá fyrirhugað framkvæmdasvæði og veglínuna á Kjalarnesi samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Vegagerð um Kjalarnes hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif Kristín Pétursdóttir brautarstjóri með staðfestingu ráðherra á breytingu á nafni brautarinnar. Umhverfisskipulag verður landslagsarkitektúr Á þessum tíma árs eru margir sem hlúa að smáfuglunum og gefa þeim korn eða annan mat út í garða sína. Þeirra á meðal eru mæðgurnar Auður Pétursdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu í Andakíl. Meðfylgjandi mynd er frá gjafast- und við útihúsin í Ausu þar sem sjá má nokkur hundruð af þeim snjó- tittlingum sem þar þiggja reglu- lega mat. Frá því í byrjun desemb- er og fram í síðustu viku höfðu þær mæðgur gefið smáfuglunum sín- um 310 kíló af maís og 65 kg af sólblómafræi. „Þeir eru sannkall- aðir gleðigjafar,“ segir Ragnhildur Helga. mm/ Ljósm. rhj Smáfuglarnir margir og þurfa sitt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.