Skessuhorn - 07.04.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202012
Eftir að kórónaveiran nam hér land
hefur verið í mörg horn að líta hjá
embættis- og ráðamönnum. Und-
ir ráðuneyti félags- og barnamála
eru málaflokkar sem taka stökk-
breytingum í umfangi þegar á bját-
ar, svo sem félagsmál, húsnæðis-
mál og ekki síst vinnumarkaðs-
málin. Ásmundur Einar Daðason
er félags- og barnamálaráðherra í
ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Blaðamaður Skessuhorns ræddi við
Ásmund Einar í síma undir lok vik-
unnar. Hann segir að eftir að Co-
vid-19 veiran barst til landsins hafi
öllum verkefnum á málasviði ráðu-
neytis hans, sem ekki snúa beint að
viðbrögðum vegna veirunnar, verið
ýtt til hliðar. Nú sé auk þess þannig
komið að sáralítil starfsemi fer fram
í ráðuneytinu sjálfu, heldur vinn-
ur starfsfólk þess heima en heldur
reglulega síma- og fjarfundi. Rík-
isstjórnarfundir eru hins vegar enn
haldnir með óbreyttu sniði þannig
að ráðherrar koma saman. Rætt er
við Ásmund Einar um helstu áskor-
anir í ráðuneyti hans á tímum Co-
vid-19. Vinnumarkaðsmál, barna-
vernd, félagsþjónusta og sitthvað
fleira sem snýr að velferð lands-
manna ber á góma.
Fjórða iðnbyltingin
á ógnarhraða
„Við vinnum mest heima hjá okkur
og höfum tileinkað okkur þá tækni
sem í boði er, guði sé lof fyrir hana.
Ég skipulegg mig því þannig að ég
vinn mest frá heimili mínu í Borg-
arnesi, en fer suður þegar ríkis-
stjórnin kemur saman eða til að fara
í viðtöl í fjölmiðlum. Það má því
segja að það sé að eiga sér stað já-
kvætt en bratt skref í fjarfundum og
tæknilausnum sem vafalítið á eftir
að gjörbreyta til framtíðar öllu fyr-
irkomulagi funda og ráðstefna hér
á landi. Við erum má segja þving-
uð inn í þetta umhverfi, sem síðan
kemur í ljós að er að reynast prýði-
lega,“ segir Ásmundur og tekur
þannig undir orð blaðamanns um
að hin svokallað fjórða iðnbylting
sé að eiga sér stað á ógnarhraða.
Gott að öskra úr
sér lungun!
Ásmundur segir að í Borgarnesi,
eins og víðast hvar annars staðar,
séu fáir á ferli og þar sé merkjanleg
mikil breyting á öllu mannlífi. „Hér
eru fáir á ferli, margir í sóttkví, enda
stakk veiran sér hér niður í samfé-
laginu. En þessi hæga hreyfing á
mannlífinu hefur ýmsar hliðarverk-
anir. Maður sér það meira að segja
á Vísa kortinu að eyðslan er ekk-
ert önnur en brýnustu innkaup til
heimilisins og eldsneyti á bílinn.“
Ásmundur Einar hefur sjálfur ver-
ið í stjórn körfuboltans í Borgarnesi
og segist persónulega sakna þess
hvað mest að nú liggur karfan niðri
vegna samkomubannsins. „Nú get-
ur maður ekki mætt á körfubolta-
völlinn og fengið útrás í hvatningu
á sínu fólki. Það hefur verið fastur
liður að getað öskrað úr sér lungun,
en hreinsað um leið hugann fyrir
önnur og meira krefjandi verkefni.“
En við færum talið nú að helstu
verkefnum sem félags- og barna-
málaráðherra tekst á við þessa dag-
ana, á tímum Covid-19.
Hlutabætur strax í boði
Fyrst að atvinnumálum. Ásmund-
ur Einar segir að stjórnvöld hafi
ákveðið að bregðast hratt við þegar
sýnt þótti að ferðaþjónustan myndi
gjalda afhroð. „Við vorum á viss-
an hátt búin undir verulegt bakslag
á vinnumarkaði. Það má segja að
fall WOW fyrir ári hafi gefið tón-
inn hvað það snerti. Þá snarjókst
atvinnuleysið en um leið varð til
reynsla um hvernig bregðast á við
í slíkum aðstæðum. Nú eftir ára-
mótin voru allir farnir að vona að
vinnumarkaðurinn myndi rétta úr
kútnum með vorinu, atvinnustig-
ið var tekið að rísa, þegar Covid-19
svo skellur á af öllu afli. Mesta bak-
slagið varð þegar Bandaríkin lok-
uðu og reyndar í kjölfarið smám
saman mörg önnur lönd. Stjórnvöld
hér heima höfðu fyrr í vetur ákveð-
ið að setja aðgerðaplan í gang um
komandi páska til að bæta atvinnu-
ástandið og vorum því að vissu leyti
búin að vinna ákveðna heimavinnu
þegar áfallið svo reið yfir. Með sam-
stilltu átaki tókst því að koma með
hraði í gegn frumvarpi um hluta-
bætur sem einkum á að geta komið
ferðaþjónustufyrirtækjum til góða,
en einnig fjölmörgum öðrum fyrir-
tækjum sem verða fyrir skyndilegu
tekjufalli. Við höfðum einfaldlega
áhyggjur af að ef ekki yrði brugð-
ist skjótt við myndi ferðaþjónustan
hér á landi nánast þurrkast út. Það
tæki hana misseri eða jafnvel mörg
ár að koma sér í gang að nýju. Það
var því nauðsynlegt að stjórnvöld
gripu strax inní með kröftugum
hætti og gátu með aðgerðum stutt
atvinnugreinina og öll þau fyrirtæki
sem henni tengjast. Þetta ástand
hefur nefnilega allsstaðar áhrif. Ég
nefni verslun, veitingar, gistiþjón-
ustu, bílaleigur, flutninga, störf sem
tengjast fluginu og svo framvegis.
Nú sjáum við að tölur um ferða-
mennsku í apríl og maí verða nán-
ast núll og kannski verður einhver
hreyfing komin á ferðalög í júní.
Þannig lít ég á ástandið sem tíma-
bundið og úr fari að rætast þegar
líður á árið. Við viljum umfram allt
ekki missa fólk úr störfum þannig
að greinin geti risið hratt að nýju.
Þannig erum við með hlutabótum
að brúa bilið,“ segir ráðherrann.
Fimmtungur mun
þiggja bætur
„Mér sýnist hafa verið tekið vel
í þetta úrræði um hlutabætur, en
auðvitað erum við einnig að sjá
uppsagnir fólks í fyrirtækjum. Nú
eru komnar 25-30 þúsund umsókn-
ir um hlutabætur en með þessu inn-
gripi er ég sannfærður um að dreg-
ið hafi verið úr varanlegu atvinnu-
leysi sem miklu lengri tíma hefði
tekið að vinna niður, ef ekki hefði
komið til þetta úrræði.“ Hann bæt-
ir því við að áætlað sé að á bilinu 50
til 60 milljarðar króna verði greidd-
ir úr ríkissjóði og að upp undir 20%
þeirra sem eru á vinnumarkaði fái
Öllu ýtt til hliðar til að sinna verkefnum sem snerta heimsfaraldurinn
„Þegar stoðkerfið lamast þarf að bregðast við“
Prófílmynd af Facebooksíðu Ásmundar Einars. „Við erum öll almannavarnir.“
Sáralítil starfsemi er innan veggja félagsmálaráðuneytisins heldur vinnur starfsfólk heima og hefur samskipti um tölvur og síma. Ráðherra er þar ekki undantekning, en
ennþá kemur þó ríkisstjórnin saman á fundum. Hér er svipmynd af heimaskrifstofu ráðherrans.