Skessuhorn - 07.04.2020, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 23
Vísnahorn
Það er mörg snilldin sem
ort hefur verið á íslensku
og ekki eru ástarvísurn-
ar sístar. Samt er nú með
þær eins og fleira að það getur verið erfitt að
fullvissa sig um höfund og tildrög þó styttra
sé um liðið en í þessu tilfelli. lengi hafði ég
verið sannfærður um að eftirfarandi vísa væri
ort um langadal í Húnavatnssýslu:
Ætti ég ekki vífaval
von á þínum fundum.
Leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.
Af sérstökum ástæðum fór ég að grúska í
málinu en höfundur vísunnar er oftast tal-
inn Árni Böðvarsson á Ökrum (f. 1713 - d.
1776). Árni var tvígiftur auk þess sem hann
mun eitthvað hafa kíkt útundan sér því að
minnsta kosti eitt barn átti hann með giftri
konu meðan hann var þó enn giftur fyrri
konu sinni. Það er líka alþekkt með unga og
ástfangna menn að erfiðleikar vaxa þeim ekki
svo mjög í augum og telja ekki sporin þeg-
ar farið er á fund ástmeyjarinnar. Fyrri kona
Árna var frá Brekku í Þingi en gæti auðvi-
tað hafa dvalið annarsstaðar. Hvað vitum við
svosem um það. Allavega er þessi talin eftir
hann:
Allir hrósa ungri drós
yndis kjósanlegri.
Er á Fjósum reflarós
Rínarljósum fegri.
En svo getur auðvitað fallið aðeins á sæl-
una:
Allir blóta argri snót
yndishótatregri
er á fótum skammaskjót
skíthaug ótérlegri.
Það var sagt um ein heiðurshjón að sam-
band þeirra var svo náið að vínið sem hann
drakk fór illa í skapið á henni. Ætli Árni hafi
ekki komið sætkenndur til konu sinnar þegar
hann heilsaði með þessum orðum:
Þó hafi ég brennt í höfði vín,
sem hafnar geði vondu.
Hjartans yndis elskan mín
ætíð blessuð. Komdu.
En svo við komum aftur að því hvaða
langidalur er þar til sögu nefndur þá mun
Árni hafa búið um tíma bæði á Narfeyri og
Ósi á Skógaströnd. Seinni kona hans hét Ing-
veldur Gísladóttir frá Vogi á Mýrum og frá
hvorum þessara bæja sem er liggur beint við
að fara inn litla langadal eða sem kallað var
að „fara Flatir“ þegar farið er suður á Mýrar.
Gæti þess vegna verið að þar sé sá langidal-
ur kominn sem nefndur er. Sömuleiðis hefur
langavatnsdalur verið nefndur til en úr því
verður víst aldrei skorið með vissu héðan af.
Annar sem hefur stundum verið talinn höf-
undur er Guðmundur Einarsson sýsluskrifari
en vísan mun þó eldri en svo að hún geti ver-
ið eftir hann. Hér kemur samt önnur sem að
minnsta kosti er talin honum:
Víða fara seggir á sveim
og sóa tímans arði
-en á endanum komast allir heim
upp að Geitaskarði.
látum nú lokið þessum vangaveltum um
dalinn en kannske rétt að halda sig augna-
bliki lengur á Ökrum. Eiríkur Kúld smiður
mun hafa byggt Akrakirkju líklega árið 1900
og með honum Þórarinn Erlendsson sem var
þá lærlingur hans. Þegar búið var að reisa
kirkjuna bar þar að Hannes Blöndal og sat þá
Þórarinn klofvega á kirkjumæninum. Hannes
skrifaði þá á panelfjöl:
Þórarinn er þýður í svörum,
þar er ekki stilling á förum,
ekki heyrist krunka í kalli
klofríðandi á guðsorðahjalli.
Nú, fyrst farið er að tala um kirkjusmíði
væri athugandi að rifja upp þessa vísu Ólafs
Briem timburmanns á Grund í Eyjafirði:
Hefi ég nú af hendi leyst
hitt og þetta smíði.
Guðs hef ég átta glugghross reist.
-Góðir prestar ríði.
Það er nú svo með blessaða prestana okkar
að þeir þurfa líka að lifa og gera það svosem
allvel. Kannske með mismiklum tilþrifum um
tíma en svo hætta þeir því eins og við öll ger-
um á einhverjum tímapunkti. En um prest-
ana og þeirra lífsviðurgjörning orti Ólafur
Briem:
Prestar lifa ekki á
einu saman brauði;
leignasmjör þeir líka fá
landskuldir og sauði.
Jónas Gíslason, ætli hann hafi ekki verið
kallaður Skógarstrandarskáld, orti þegar nýr
prestur kom í kallið:
Skógstrendingum fénast flest,
fer það eftir vonum.
Gaf oss drottinn Guðmund prest
-en gjalda verður honum.
Bændum hér til betrunar
bæna gerist lestur.
Græðist smér og gemlingar.
-Gott er að vera prestur.
Var það ekki 2006 sem fuglaflensan gekk?
Gott ef henni fylgdu ekki líka innantökur og
liprar hægðir. Þá orti Hilmir Jóhannesson
fyrrum mjólkurfræðingur í Borgarnesi en þá
á Sauðárkróki:
Hugstola ég til himins lít
í helgistundinni miðri.
Ef englarnir fá þennan flensuskít
er ferlegt að vera hér niðri.
Þetta blessað „lífsgæðakapphlaup“ hefur
lengi sett mark á okkur með ýmsum hætti
enda misjafnt og breytilegt í raun hvað fólk
kallar lífsgæði. Það sem nú þykir mjög eðlileg
hegðun þótti einu sinni fáránleg sóun. Spurn-
ingin er hvort lífsgæðin felast í sólarlanda-
ferðum, stórum jeppum eða nógu miklu af
verðbréfum. Stefán Gíslason umhverfisfræð-
ingur orti (líklega fyrir hrun):
Strax í bernsku keppnin harða hefst,
um hagvöxt, bara um leið og færi gefst.
Og mörgum liggur á,
því mótið vinnur sá,
sem á mest af drasli þegar hann drepst.
Árni Bergmann orti um þann „skæða prakk-
ara Amor“ sem víða hefur skotið örvum sínum.
Oft til gleði og ánægju en stundum líka valdið
sorg og hugarkvölum ef hann hittir illa. En hvað
um það, lítið annað að gera en taka því sem að
höndum ber og gera sitt besta (eða skásta):
Við lifum sem pamfílar lukkunnar
leirinn við hnoðum í krukkurnar
og bækur við skrifum
og í bókum við lifum
og sléttum á hvort öðru hrukkurnar.
Þessir Covid tímar hafa væntanlega ekki far-
ið fram hjá neinum þó menn verði eftir getu
að sinna sínum verkum. Gunnar Gauti dýra-
læknir hefur að undanförnu gengið með grímu
í vitjanir bæði sjálfum sér til varnar og sömu-
leiðis til að verða ekki til þess að bera veiruna á
milli. í heimsókn sinni til Bjartmars á Norður
Reykjum fékk hann að heyra þessa stöku:
Veiran sem slæmri veldur glímu
á vini herjar og frændurna
dýralæknirinn dúðast grímu
svo drepi hann ekki bændurna.
Grétar Jónsson á Hávarsstöðum svaraði
síðan fyrir Gunnars hönd:
Nú má ekki vera í vímu,
en veirurnar dável ég þekki.
Því er best að bera grímu
svo bændurnir drepi mann ekki.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Dýralæknirinn dúðast grímu - svo drepi hann ekki bændurna
Næsta haust ætlar lilja Björk pét-
ursdóttir að hefja rannsókn á eld-
gosi úr Snæfellsjökli. Um er að
ræða mastersverkefni í jarðfræði
við Háskóla íslands og ætlar hún
að rannsaka gjósku úr eldgosi sem
varð fyrir um 1700 árum, en eld-
gosin úr Snæfellsjökli hafa aldrei
verið rannsökuð áður. lilja Björk
er fædd og uppalin í Borgarnesi
og aðspurð segist hún aldrei hafa
séð fyrir sér að læra jarðfræði. „Ég
hafði mjög takmarkaðan áhuga á
þessu þegar ég var í framhaldsskóla
og vissi ekkert hvað ég vildi læra,“
segir hún og hlær. Eftir að hún út-
skrifaðist sem stúdent tók hún sér
frí frá námi í eitt ár og fór til ítalíu
sem au-pair. „Þegar ég kom heim
aftur vildi ég fara í háskólann og
ákvað að skrá mig í líffræði en eft-
ir eina önn fann ég að það var ekki
fyrir mig svo ég prófaði jarðfræði.
Ég fór með fjölskyldunni langleið-
ina inn í Þórsmörk að skoða eldgos-
ið í Fimmvörðuhálsi þegar það var í
gangi árið 2010. Ætli það hafi ekki
verið þá sem áhugi minn kviknaði á
jarðfræði,“ segir lilja Björk.
Skoðar og greinir
kvikuna
Hvað er það sem lilja Björk er
að fara að rannsaka? „Ég er að fara
að skoða gjósku sem heitir SN-1 og
ég ætla að gera kornastærðargrein-
ingu á öskunni en hún getur sagt
okkur hvernig kvikan hefur tæst og
hvað hefur verið í gangi í eldgosinu.
Þegar kvikan tætist koma minni
korn,“ útskýrir lilja Björk og held-
ur áfram; „Svo mun ég skoða stærri
korn og gera eðlisþyngdarmælingu
og skoða blöðrurnar í gjóskunni
sjálfri. Eftir því sem blöðrurnar eru
stærri hefur hún tekið lengri tíma
að komast upp gosrásina því þá hafa
blöðrurnar tíma til að stækka. Ef
þær eru litlar hafa þær komið hratt
upp.“ lilja Björk mun meðal ann-
ars notast við rafeindasmásjá til að
greina gjóskuna en það er að henn-
ar sögn mjög lítið vitað um gosin
úr Snæfellsjökli, hvernig þau hafi
hagað sér, hversu mikil sprengi-
virkni var í þeim og slíkt. Það eina
sem hefur verið rannsakað aðeins
er að gerð hefur verið efnagreining
á gjóskunni sjálfri.
Þykir þetta spennandi
Að sögn lilju Bjarkar er búið að
kortleggja ágætlega hraunlögin úr
Snæfellsjökli og finna gjósku úr
jöklinum. „Það sem við vitum er
að gosin gátu verið stór og gjóskan
úr þeim finnst á mörgum stöðum
en það er spurning hvort það var
sprengivirkni en það eru vísbend-
ingar um það. Mig langar að vita
meira, á hvaða tímum var sprengi-
virkni og á hvaða tímum í gosinu
var þannig séð lítið að gerast. Það
er kannski undarlegt en mér þykir
þetta ótrúlega spennandi að rann-
saka,“ segir hún og hlær. Rann-
sóknin mun taka heilt skólaár og
stefnir lilja Björk því að útskrift
vorið 2021. Mögulega mun hún
aðeins byrja forvinnu strax í sum-
ar. „Ef fjármagn fæst og aðstæður
leyfa mun ég fara í vettvangsferð
að sækja sýni í sumar en annars á
Þorvaldur Þórðarson, leiðbeinand-
inn minn og kennari, sýni sem ég
gæti notað. En vonandi næ ég ein-
um degi í vinnu við jökulinn,“ segir
lilja Björk spennt. arg
Lilja Björk ætlar að rannsaka
eldgos úr Snæfellsjökli
Lilja Björk rannsakar gos úr Snæfells-
jökli.
Su
do
ku