Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 5

Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 5 Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu eldvarnareftirlitsfulltrúa. ELDVARNAREFTIRLITSFULLTRÚI Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Umsjón með framkvæmd eldvarnareftirlits á starfssvæðinu • Úttektir og leyfisveitingar Hæfniskröfur: • Löggiltur slökkviliðsmaður með að lágmarki 1 árs starfsreynslu í slökkviliði • Menntun skv. ákvæðum reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 • Þekking og þjálfun í brunamálum og á sviði brunavarna • Þekking og reynsla af eldvarnareftirliti æskileg • Góð almenn tölvukunnátta og ritfærni • Skipulagshæfni, þjónustulund og félagsfærni Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Nánari upplýsingar um starfið veita Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, jens.heidar.ragnarsson@akranes.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Matjurtagarðar 2020 Reitir í matjurtagörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2020. Eins og fyrri ár verður í boði að leigja 100 fermetra reiti sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reiti sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 23. maí næstkomandi. Athugið að matjurtagarðarnir eru eingöngu til úthlutunar fyrir íbúa sem hafa lögheimili á Akranesi. Ekki verður hægt að velja sér reiti heldur er þeim úthlutað í númeraröð. Þetta fyrirkomulag verður viðhaft til að þétta og bæta nýtingu garðanna. Sótt er um í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sem kunnugt er hefur sóttvarna- læknir sent heilbrigðisráðherra minnisblað þess efnis að 4. maí verði slakað á samkomubanninu úr 20 í 50 manns. Þar var jafnframt lagt til að frekari takmörkunum samkomub- anns verði aflétt í skrefum á þriggja til fjögurra vikna fresti næstu mán- uði á eftir. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út að næsta skref yrði að víkka samkomubannið í 100 manns, hugsanlega fleiri. Ljóst er að þær kvaðir munu gera landsmönnum erfitt fyrir að fagna ýmsum hátíðum sem fyrirhugaðar voru í sumar. Und- anfarið hefur enda borið nokkuð á fréttum þess efnis að bæjarhátíðir víða um land hafi verið blásnar af, en sums staðar stefna menn á hátíð- arhöld með breyttu sniði. Rétt eins og hjá öðrum landsmönnum hleyp- ir samkomubannið óvissu í fyrirhug- uð hátíðarhöld á Akranesi. Gildir þá einu hvort um er að ræða sjómanna- dagshátíð, 17. júní eða Írska daga, sem er fjölmennasta bæjarhátíðin sem haldin er á Vesturlandi ár hvert. Engin hátíð formlega blásin af Ella María Gunnarsdóttir, forstöðu- maður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hátíðar- höld í bænum á komandi sumri. „Okkur langar ótrúlega mikið að gera eitthvað, því ef það er einhver möguleiki á að gera sér glaðan dag þá viljum við gera það,“ segir Ella María í samtali við Skessuhorn. Hún kveðst þó ekki vera sérlega bjartsýn á að það verði hægt. Miðað við minn- isblað sóttvarnalæknis til heilbrigðis- ráðherra, dagsett 19. apríl, þar sem m.a. kemur fram að frekari aflétting samkomutakmarkana verði íhug- uð þremur til fjórum vikum eftir 4. maí og verði þá stefnt að 100 manna fjöldatakmörkunum, telur hún að erfitt gæti reynst að fagna sjómanna- deginum og 17. júní. „Það hafa eng- in hátíðarhöld verið formlega blás- in af, en við höfum ekki enn fund- ið út hvernig við eigum að láta há- tíðardagskrá með 100 manna fjölda- takmörkunum ganga upp. Ég sé ekki hvernig við getum skipt hátíðar- svæði upp og stýrt aðgangi að ein- stökum viðburðum þannig að aldrei verði meira en 100 manns á hverjum stað og aldrei minna en tveir metr- ar á milli manna,“ segir hún. „Ekki nema okkur dreymi einhverja brillj- ant lausn einhverja nóttina,“ bætir hún við í léttum dúr. Ákvörðun tekin á næstu dögum Enn fremur er ekkert vitað hvaða skref verða tekin í tilslökunum á samkomubanni í júní og aðdrag- anda Írskra daga. Ella María segir að ákvarðanir um samkomuhald á Akranesi verði teknar á allra næstu dögum. „Þar á ég einkum við sjó- mannadaginn og 17. júní. Þau hátíð- arhöld eru nálægt í tíma og styttist í að taka þurfi ákvörðun um þau. En ég er ekki bjartsýn á að af þeim verði, miðað við 100 manna samkomu- bann,“ segir hún. „Síðan verður bara að koma í ljós í framhaldinu hvern- ig fer með Írska daga. Það er aðeins lengra í þá og mögulega hægt að taka þá ákvörðun aðeins seinna,“ bæt- ir hún við. „Okkur langar auðvitað að geta gert okkur glaðan dag fyrstu helgina í júlí eins og á sjómannadag- inn og 17. júní. Kannski getum við gert eitthvað öðruvísi, haldið færri og minni viðburði ef þörf krefur en það fer auðvitað allt saman eftir til- mælum heilbrigðisyfirvalda. Á með- an við vitum ekki hver þau verða er erfitt að segja til um hvort Írskir dagar verða haldnir eða með hvaða sniði,“ segir Ella María Gunnars- dóttir að endingu. kgk Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamála hjá Akranes- kaupstað. Ljósm. úr safni/ glh. Óvissa um hátíðarhöld á Akranesi í sumar Fjölmenni á brekkusöngnum á Írskum dögum síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ Pétur Magnússon.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.