Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 12

Skessuhorn - 29.04.2020, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202012 Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu verð- ur settur á fót svokallaður Mat- vælasjóður og verður 500 milljón- um króna varið til stofnunar hans á þessu ári. Stofnun sjóðsins er hluti af öðrum áfanga aðgerða til að bregðast við áhrifum COVID-19. Matvælasjóður mun hafa það hlut- verk að styrkja þróun og nýsköp- un við framleiðslu og vinnslu mat- væla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmæta- sköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verð- ur við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verð- mætasköpun og almennar aðgerð- ir til að bæta samkeppnishæfni ís- lenskrar matvælaframleiðslu. Þessi nýi sjóður verður til með samein- ingu Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins og AVS-rannsóknasjóðs í sjáv- arútvegi. Við úthlutun þeirra fjár- muna sem lagðir verða í sjóðinn í upphafi verður þess gætt að skipt- ing fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með sambæri- legum hætti og verið hefur, að því er fram kemur í tilkynningu frá at- vinnuvegaráðuneytinu. mm Við sögðum frá því snemma í febrúar þegar fjársöfnun hófst fyr- ir stólalyftu til að setja í ferða- þjónustubíl fatlaðra og eldri borg- ara í Borgarbyggð. Það var Snjó- laug Soffía Óskarsdóttir sem vakti máls á þörfinni fyrir slíka lyftu og fékk fjölmarga í lið með sér við söfnunina. Soffía hefur undanfar- in tvö ár leyst af við akstur á bíln- um og segir að brýn þörf hafi ver- ið fyrir að koma lyftu í bílinn til að auðvelda aðgengi fatlaðra og aldr- aðra sem ferðast með honum jafnt að sumri sem vetri. Nú er söfnunni lokið, stólalyftan komin í bílinn og var tekin í notkun í liðinni viku. Íkomin kostaði stólalyftan um eina milljón króna. Soffía seg- ir marga hafi lagt málefninu lið og nefnir kvenfélögin í héraðinu, Lionsklúbbinn, fleiri félög, ein- staklinga og fyrirtæki. Það var svo Kvenfélag Borgarness sem lagði til söfnunarreikning. „Þjónustubíll- inn er frekar hár og gat verið erf- itt að komast upp í hann með góðu móti og tekið á í ýmsum aðstæðum. Lyftan mun því sannarlega létta fólki lífið,“ sagði Soffía. Haukur Valsson bílstjóri á ferðaþjónust- bílnum tekur undir með Soffíu og segir lyftuna kærkomna. Hann seg- ir að farnar séu að jafnaði 10-12 ferðir á bílnum í viku hverri, þegar bæði er ekið með fólk í hjólastólum og aðra. Soffía vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu söfnuninni lið. Gjafir og stuðningur við söfn- unina komu frá eftirtöldum: Kven- félagi Borgarness, Kvenfélaginu 19. júní, Kvenfélagi Álftarneshrepps, Kvenfélaginu Liljunni, Kvenfé- lagi Stafholtstungna, Lionsklúbbi Borgarness, Lionsklúbbnum Öglu, Útfararþjónustu Borgarfjarðar auk framlaga frá einstaklingum sem verulega munaði um. mm Efling nýsköpunar, fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja í samvinnu við fjárfesta og aðgerðir fyrir ferðaþjónustu til framtíðar eru meðal áhersluatriða stjórnvalda í viðspyrnu vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins. Þessir liðir, auk almennra aðgerða, munu nýtast ferðaþjónustunni, nýsköpunarfyr- irtækjum og öðrum rekstraraðil- um til framtíðar. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að í við- spyrnunni nú sé sérstaklega mik- ilvægt að efla atvinnugreinar sem byggja á nýsköpun og hugviti. „Við höfum þegar tekið til fjölmargra úrræða og núna stígum við skref til framtíðar og sækjum fram með ný- sköpun að leiðarljósi,“ segir Þórdís Kolbrún. Sértækar aðgerðir stjórnvalda í þágu ferðaþjónustu sem kynntar voru í fyrsta aðgerðapakka bein- ast að því að halda uppi innlendri fyrirspurn, auka atvinnu, byggja upp innviði og ráðast í alþjóðlegt markaðsátak. Allt mun þetta nýt- ast við uppbyggingu öflugrar at- vinnugreinar þegar réttar aðstæður skapast á ný. Vinna er nú hafin við kynningu og markaðssetningu er- lendis og innanlands. Í þeim mikla samdrætti sem ferðaþjónustan stendur nú frammi fyrir blasir við að almennar aðgerðir í þágu fyrir- tækja munu ekki síst nýtast ferða- þjónustunni, auk þeirra sértæku að- gerða sem þegar hefur verið gripið til og kynntar voru í mars. Lausa- fjárvandi ferðaskrifstofa vegna end- urgreiðslukrafna er einnig veru- legur og munu stjórnvöld leggja til lagabreytingu þess efnis að heimilt verði að endurgreiða neytendum með inneignarnótum. Efling nýsköpunar Sérstök áhersla er nú lögð á að styðja við skapandi lausnir í heil- brigðis- og velferðarþjónustu sér- staklega á sviði fjarheilbrigðisþjón- ustu á landsvísu. Þegar hafa ver- ið lagðar til 150 milljónir til verk- efnisins. Gert er ráð fyrir að framlög til endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði aukin um 3.200 milljónir króna og leitast við að flýta endurgreiðslum vegna árs- ins 2019. Hlutfall endurgreiðslu verði hækkað úr 20% í 25% og heildarþak á greiðslur til einstakra aðila fer úr 600 til 900 milljóna króna. Tækniþróunarsjóður hefur ver- ið efldur um 700 milljónir króna og ferli umsókna hefur verið flýtt. Þessi auknu framlög munu skila sér í fleiri styrkúthlutum og fleiri aðilar munu geta fengið styrk við úthlut- un í haust. Alls munu 50 milljónir renna í Hönnunarsjóð Íslands og 120 milljónir til Kvikmyndasjóðs Ís- lands. Um er að ræða útfærslu á áður ákveðnu fjármagni til skap- andi greina. Fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja Til að bregðast við aðstæðum í ný- sköpunarumhverfinu hefur verið ákveðið að framlag stjórnvalda til Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs, verði strax 1.300 milljónir króna á þessu ári sbr. frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem var lagt fram í mars. Kría hef- ur það hlutverk að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, svokölluðum vísisjóðum eða vent- ure capital sjóðum. Sjóðnum er ætlað að stuðla þannig að uppbygg- ingu, vexti og aukinni samkeppn- ishæfni atvinnulífsins með því að hér á landi verði til heilbrigt um- hverfi áhættufjármagns til fjárfest- ingar í sprota- og nýsköpunarfyrir- tækjum. Með þessum breytingum getur Kría fyrr lagt til mótframlag til nýrra sjóða sem stofnaðir væru árið 2020. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á fjárfestingarumhverfið strax á þessu ári. Til að bregðast við vanda lífvæn- legra sprotafyrirtækja sem langt voru komin varðandi fjármögnun og fjárfestingasamninga, sem nú eru í uppnámi, munu stjórnvöld tímabundið bjóða mótframlag til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum að ákveðnum skilyrðum undir heitinu Stuðnings Kría. Þessi aðgerð nýt- ist bæði sprotafyrirtækjum og fjár- festum í því ótrygga ástandi sem nú ríki og nýtist sem upptaktur að þeirri auknu samvinnu stjórnvalda sem stefnt er að með Kríu. mm Vestlenskur matur. Ljósm. Skessuhorn/gbh. Matvælasjóður kemur í stað Framleiðnisjóðs og AVS Haukur Valsson ökumaður og Soffía Snjólaug Óskarsdóttir við nýju stólalyftuna. Stólalyfta komin í ferðaþjónustubíl Borgarbyggðar Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Ýmsar aðgerðir í þágu nýsköpunar í aðgerðarpakka tvö

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.