Skessuhorn - 29.04.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202014
Þórdís Sif Sigurðardóttir tók við
starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar
á óvenjulegum tímum í lífi þjóðar,
fyrir um mánuði síðan þegar Co-
vid faraldurinn var að breiðast út
um landið og þar á meðal í Borgar-
nesi. Hún flutti þá vestan af fjörð-
um þar sem hún hefur í sjö ár gegnt
starfi bæjarritara, verið sviðsstjóri
og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarð-
arbæjar. Á Ísafirði hafði hún ásamt
börnum sínum tveimur komið sér
vel fyrir í fallegu 167 ára húsi í
hjarta bæjarins, í Smiðjugötu. Hún
leigði húsið sitt, segist alls ekki hafa
verið tilbúin að selja það þótt hún
tæki við starfi í Borgarnesi. Við
flutning í Borgarnes nú segist hún
vera að koma aftur heim. Allar göt-
ur síðan hún flutti vestur fannst
henni þegar hún átti leið suður á
bóginn, og brunaði niður Norður-
árdalinn, hafi svona notaleg tilfinn-
ing gripið um sig, líkt og þegar fólk
nálgast bernskuslóðir eða staði sem
því eru kærir. „Mér fannst ekki erf-
itt að koma aftur hingað í Borgar-
nes, setjast hér að og taka við nýju
starfi. Ég var þó alls ekki orðin leið
í gamla starfinu mínu fyrir vestan
enda líkar mér vel á Ísafirði. Lít svo
á að úr starfi mínu þar taki ég mikla
reynslu með mér í farteskinu sem
mun nýtast í störfum á nýjum vett-
vangi. Á þessum fjórum vikum hef
ég átt marga fundi í gegnum fjar-
fundabúnað, en mjög fáa með fólki
í fundaherbergi. Ég hef hvarvetna
fengið hlýjar móttökur þrátt fyrir
að vera ekki í miklum samskiptum
við fólk vegna veirunnar. Því hlakka
ég mikið til að hitta fólk, setjast nið-
ur með því í góðum hópi og í meiri
nánd en takmarkanir á samkomu-
haldi hafa leyft. Sest er niður með
nýjum sveitarstjóra Borgarbyggð-
ar undir lok síðustu viku og farið
yfir ferilinn, áhugamálin, starfið og
helstu verkefni sem bíða.
Lögfræðin heillaði mest
En fyrst að upprunanum. „For-
eldrar mínir eru Guðríður Þor-
valdsdóttir og Sigurður Geirsson.
Mamma kemur úr sveit, frá Bílds-
felli í Grafningi, en pabbi ólst upp
á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði.
Þau fóru bæði ung til náms hér í
Borgarfirði og þar lágu leiðir þeirra
saman. Hún var við nám í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi en
pabbi á Bændaskólanum á Hvann-
eyri. Þau settust svo að hér í Borg-
arnesi. Ég er fædd á Akranesi og á
einn albróður. Síðar átti ég eftir að
eignast fjóra stjúpbræður og tvær
hálfsystur, þannig að fjölskyldu-
mynstrið er nokkuð flókið, en
skemmtilegt,“ segir hún og bros-
ir. „Foreldrar mínir skilja þegar ég
er átta ára og mamma flytur suður.
Ég ólst því upp hjá föður mínum í
Borgarnesi sem var hreint ekki svo
algengt á þeim tíma. pabbi kynntist
svo Hólmfríði Rósu Jósepsdóttur
og þau fluttu eftir aldamótin norð-
ur á Fjarðarhorn í Hrútafirði það-
an sem Rósa var. Rósa féll frá eft-
ir veikindi 2013 en hún hafði fyrir
andlát sitt haft mikil áhrif á mig og
hvatt mig til að bíða ekki með að
láta draumana rætast, framkvæma
það sem hugurinn sagði.“ Fram-
haldsskólanámi lýkur Þórdís Sif 19
ára og starfaði eftir það um tíma í
dómsmálaráðuneytinu, fór svo í í
nám í Viðskipta- og tölvuskólanum
og innritaði sig, eftir að áhugi fyr-
ir lögfræði var kviknaður, í nám við
Viðskiptaháskólann á Bifröst 2001.
Mastersprófi í lögfræði lýkur hún
frá Háskólanum í Reykjavík. Leysti
svo af sem deildarstjóri á Bifröst um
tíma áður en hún réði sig til starfa
á Ísafirði.
Festi rætur í Borgarnesi
Þórdís segir að það hafi verið gott
að alast upp í Borgarnesi. „Ég ólst
upp í Mávaklettinum en umhverf-
ið þar í kring var algjör ævintýra-
heimur fyrir okkur börnin sem þar
uxu úr grasi; fjaran, klettarnir - og
þar var mikið frjálsræði úti í nátt-
úrunni. Það var því gott að alast hér
upp og náði ég því að mynda sterk-
ar rætur og fyrir mér er Borgarnes
alltaf að koma „heim.“
„Fyrir mér var alltaf að komast heim
þegar ég nálgaðist Borgarnes“
Rætt við Þórdísi Sif Sigurðardóttir sem nýverið tók við starfi sveitarstjóra í Borgarbyggð
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Ljósm. mm.
Þórdís og börnin hennar nýflutt í Borgarnes.
Gamla fallega húsið sem Þórdís Sif á fyrir vestan.