Skessuhorn - 29.04.2020, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 21
Gleðilegt sumar
DALBRAUT 16, AKRANESI | www.smaprent.is
Sendum um allt Vesturland
Nýjar vörur á
leidinni
Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað
nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland
á filmu. „Tilgangur vefjarins er að
opna almenningi sýn inn í fágætan
safnkost Kvikmyndasafns Íslands.
Þarna er að finna mikinn fróðleik
um verklag í landbúnaði og sjávar-
hætti auk ómetanlegra myndskeiða
frá einhverjum merkustu atburðum
Íslandssögunnar. Á vefnum www.
islandafilmu.is er hægt að skoða
myndefni úr fórum Kvikmyndasafns
Íslands, allt frá árinu 1906. Á vefn-
um verður fyrst um sinn hægt að
nálgast hátt í 300 myndir og mynd-
skeið aðgengileg víðs vegar af land-
inu. Smám saman verður svo bætt
á vefinn eftir því sem stafvæðingu
efnis vindur fram. Á islandafilmu.is
geta notendur valið sér staðsetningu
og smellt á hana til að skoða mynd-
skeið frá umræddum stað. Einnig er
hægt að velja myndbrotin úr efnis-
lista,“ segir í tilkynningu.
Stutt lýsing fylgir hverju mynd-
broti en notendum gefst tækifæri
á að setja inn athugasemdir eða
ábendingar. Þannig vonar Kvik-
myndasafnið að þekking almenn-
ings hvað varðar staði, fólk eða ann-
að nýtist safninu til frekari efnis-
greiningar sem vert er að varðveita
og miðla. Notendum gefst jafnframt
kostur á að deila myndunum á sam-
félagsmiðlum, s.s. Facebook.
Fágætir gullmolar
Þær myndir sem birtast nú í fyrsta
sinn á vefnum eru af ýmsu tagi.
Uppistaðan er heimildamyndir sem
gerðar vorum um miðbik 20. aldar
af frumkvöðlum kvikmyndagerðar
á Íslandi og má þar nefna Ósvald
Knudsen, Óskar Gíslason, Ásgeir
Long, Sigurð Guðmundsson ljós-
myndara og fleiri. Þarna má finna
ómetanlega gullmola sem hingað
til hafa eingöngu verið til á filmu en
efnið hefur nú verið stafvætt til að
opna almenningi aðgengi að vefn-
um. Elsta myndin, Slökkviliðsæf-
ing, er frá árinu 1906 og er líklega
elsta myndin sem hefur verið tekin
upp hér á landi. Það var Þóra Hö-
berg petersen, tengdadóttir Bíó-
petersens gamla, sem fann frum-
myndina í Kaupmannahöfn og var
hún afhent Kvikmyndasafni Ís-
lands árið 1982. Nýjasta myndefn-
ið á vefnum eru myndir Hrafnhild-
ar Gunnarsdóttur frá gosinu í Eyja-
fjallajökli 2010.
Vefurinn Ísland á filmu er sam-
starfsverkefni Kvikmyndasafns Ís-
lands og Kvikmyndamiðstöðvar
Danmerkur; Dansk Filmistitut/Fil
mcentralen, sem heldur úti vefn-
um Danmark på film en þar er
að finna myndefni er tengist sögu
og menningu Danaveldis. „Kvik-
myndasafn Íslands hefur unnið af
einurð og metnaði í þessu verkefni
undanfarna mánuði og standa von-
ir til að opnun þessa glugga inn í
Kvikmyndasafn Íslands muni gleðja
þjóðina og stytta henni stundir á
óvenjulegum tímum sem nú og til
framtíðar,“ segir í tilkynningu.
mm
Hér má sjá hvar á landinu kvikmyndirnar voru teknar sem nú eru aðgengilegar.
Safnkostur Kvikmyndasafns Íslands gerður aðgengilegur
Myndbrot úr kvikmyndasafninu.