Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202026
Hvað langar þig að
gera í sumar?
Spurning
vikunnar
(Spurt í gegnum netið)
Dagný Þóra Arnarsdóttir, 14
ára, Búðardal
„Mig langar að eyða öllu sumr-
inu á hestbaki og heimsækja
ömmu og afa fyrir norðan.“
Emma Lísa Jónsdóttir, 4 ára,
Saurbæ
„Fara út að róla með mömmu.“
Hrafnhildur Kristín Trausta-
dóttir, 4 ára, Borgarfirði
„Hoppa, leika, hjóla og fljúga
flugdreka.“
Lína Ósk Traustadóttir, 2 ára,
Borgarfirði
„Leika mér í feluleik og hoppa á
trampolíni.“
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
hefur endurráðið Atla Aðalsteins-
son sem þjálfara meistaraflokks
karla. Atli byrjaði síðasta keppnis-
tímabil sem aðstoðarþjálfari en tók
við stjórn liðsins eftir að Manu-
el Rodriguez var látinn taka pok-
ann sinn. Samningur Atla gildir til
þriggja ára.
Þá hefur sömuleiðis verið geng-
ið frá samningum við Hafþór Inga
Gunnarsson og mun hann gegna
starfi aðstoðarþjálfara meistara-
flokks karla. Hafþór tók að sér
aðstoðarþjálfun á undangengnu
keppnistímabili auk þess að annast
þjálfun yngri flokka Skallagríms.
kgk
Fyrir nokkrum vikum hófust á sam-
félagsmiðlum áheitaleikir þar sem
stuðningsmenn íþróttafélaga, sem
mörg hver glíma við fjárhagserfið-
leika um þessar mundir, hétu á fé-
lög sín. Fyrir hvert „like“ eða deil-
ingu til dæmis á Facebook heita
menn 25 krónum. Leggja þvínæst
upphæðina úr eigin vasa inn á söfn-
unarreikning félagsins.
Meðal þeirra stuðningsmanna
sem farið hafa þessa leið eru fé-
lagar í Knattspyrnufélagi ÍA. Nú
hefur sannast að margt smátt ger-
ir eitt stórt. Magnús Guðmunds-
son formaður KFÍA upplýsti það
í síðustu viku að frá því að leikur-
inn hófst hafa safnast 1600 þúsund
krónur fyrir félagið með þessum
hætti. „Knattspyrnufélag ÍA þakk-
ar frábært framtak stuðningsmanna
sinna við að safna fé í skemmtileg-
um áheitaleik á Facebook. Þetta
mikilvæga framtak kemur sér svo
sannarlega vel fyrir félagið á erfið-
um tímum. Nú þegar hafa safnast
1.600.000 krónur og hafa stuðn-
ingsmenn ÍA staðfest að margt
smátt gerir eitt stórt. Sameinuð
komumst við alla leið. Ykkar stuðn-
ingur er ómetanlegur,“ segir Magn-
ús Guðmundsson. mm
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
hefur samið við hina mögnuðu
Keiru Robinson um að spila áfram
með liðinu í Domino’s deildinni á
næsta tímabili. Frá þessu var greint
á Facebook síðu félagsins á sunnu-
dag. Keira, sem er 25 ára gömul
og frá Bandaríkjunum, átti frábært
tímabil með Skallagrími í vetur.
Hún lék aðalhlutverkið í vörn og
sókn og leiddi liðið eftirminnilega
til bikarmeistaratitils í fyrsta skipti
í sögu félagsins. Eftir bikarúrslita-
leikinn var hún valin besti leikmað-
urinn. Þá var hún einnig besti leik-
maður Domino´s deildarinnar á
tímabilinu, með 24,1 stig að meðal-
tali, tók 8,6 fráköst og átti 5,2 stoð-
sendingar að meðaltali í leik.
„Því er mikil ánægja með að Keira
verði áfram í Borgarnesi enda góð
fyrirmynd innan vallar sem utan.
Hún mun einnig koma að yngri
flokka þjálfun á næsta tímabili en
það gerði hún líka í vetur með góð-
um árangri,“ segir í tilkynningu frá
félaginu.
mm
Knattspyrnusamband Íslands hefur
ákveðið að hefja undirbúning á því
að keppni í Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu geti hafist í júní. Er ákvörð-
unin tekin með þeim fyrirvara að
staðan í þjóðfélaginu verði orðin
þannig að almannavarnir heimili
leikjum að fara fram. Öll mót verða
því tekin úr birtingu á vef KSÍ og
birt að nýju þegar búið er að stilla
upp nýrri niðurröðun leikja. Verð-
ur hún birt eins fljótt og því verður
við komið.
Áætlað er að keppni í Mjólkurbik-
ar karla og kvenna hefjist í kringum
5. júní. pepsi Max deild karla hefj-
ist um 14. júní og pepsi Max deild
kvenna um 16. júní. Reiknað er
með að önnur mót meistaraflokka
hefjist 18.-20. júní. Þá er gert ráð
fyrir því að mót yngri flokka hefjist
um 5. júní.
Í öllum tilfellum er ljóst að lengja
þarf mótin fram á haustið. Hversu
lengi verður spilað ræðst af því
hversu margir leikir verða óleikn-
ir þegar mótin hefjast, miðað við
það sem áður hafði verið áform-
að. „Samt sem áður er ljóst að leika
þarf þéttar. Ferðalög milli lands-
hluta í miðri viku geta því aukist frá
því sem áætlað var,“ segir í tilkynn-
ingu á vef KSÍ.
kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh.
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
hefur samið við serbneska körfu-
knattleiksmanninn Nebojska
Knezevic um að leika með lið-
inu næstu þrjú árin. Nebojsa, eða
Nebo eins og hann er jafnan kall-
aður, er 33 ára gamall framherji.
Hann er körfuknattleiksaðdá-
endum vel kunnur, en hann hef-
ur undanfarin sex ár leikið með
KFÍ og Vestra á Ísafirði við góðan
orðstír. Hann var stigahæsti leik-
maður Vestra á nýliðnu keppn-
istímabili í 1. deildinni, þar sem
hann skoraði 22,2 stig að meðal-
tali í leik, tók 4,9 fráköst og gaf 6,3
stoðsendingar.
Auk þess að leika með meist-
araflokki mun Nebo annast þjálf-
un yngri flokka Borgarnesliðs-
ins, en hann hefur þjálfað yngri
flokka Vestra undanfarin ár. „Mik-
il ánægja er með komu Nebo í
Skallagrím enda öflugur leikmað-
ur hér á ferð sem kemur með mik-
ilvæga reynslu inn í félagið,“ segir
á Facebook-síðu kkd. Skallagríms.
kgk
Miðað við að boltinn byrji í júní
Nebojska Knezevic í leik með Vestra. Ljósm. Vestri.
Nebo í Skallagrím
Höfðu safnað 1600 þúsund
krónum í áheitaleikjum
Keira Robinson spilar og
þjálfar áfram með Skallagrími
Atli áfram með
Skallagrím
Haffi Gunn verður aðstoðarþjálfari
Atli Aðalsteinsson fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi.
Ljósm. Skallagrímur.