Skessuhorn - 24.06.2020, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202010
Laugardaginn 20. júní útskrifaði
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól-
ans á Bifröst 102 nemendur við há-
tíðlega athöfn. nemendahópurinn
samanstóð af nemendum úr við-
skiptadeild, félagsvísinda- og laga-
deild og Háskólagátt. Þetta var síð-
asta útskrift Vilhjálms sem rektor
við skólann en hann hefur gegnt því
starfi frá 2013. Hátíðin markaði því
ákveðin tímamót fyrir skólann, en
Margrét Jónsdóttir njarðvík tekur
við sem rektor nú í sumar.
Í fararbroddi í fjarnámi
Í útskriftarræðu sinni talaði Vil-
hjálmur sérstaklega um þær undar-
legu aðstæður sem sköpuðust í há-
skólasamfélaginu vegna Covid 19
faraldursins í vetur og þá einstöku
stöðu sem Háskólinn á Bifröst var
í. „Háskólinn á Bifröst er vissulega
í fararbroddi í fjarnámi núna með-
al íslenskra háskóla. Við byggjum
fjarnámið upp á eigin forsendum
en erum ekki að reyna að flytja út
skólastofuna. Við reynum að haga
fjarnáminu þannig að nemandinn
geti lært óháð stað og óháð tíma.
Þetta er okkar forskot. Við feng-
um sannarlega staðfestingu á for-
ystu okkar í fjarnáminu í Covid 19
ástandinu í mars og apríl. Skóla-
starfið hjá okkur gekk hnökralítið
fyrir sig. Ekki þurfti að gefa afslátt
af neinum kröfum. Aðrir skólar
þurftu að reyna að nálgast það sem
við erum að gera.“
Síðasta útskrift Vil-
hjálms sem Rektors
Þar sem Vilhjálmur er nú að kveðja
skólann líkt og 102 útskriftarnemar
kom hann víða við í ræðu sinni. „Sjö
ára tími minn hér í skólanum hefur
verið góður kafli í lífi mínu. Fyrstu
árin voru miklir erfiðleikar. Rekst-
urinn var þungur vegna mikils nið-
urskurðar á framlögum ríkisins og
afskrifta á útistandandi kröfum frá
fyrri árum. En með áræðni, þraut-
seigju og samstöðu tókst okkur að
snúa rekstrinum og þróun skólans
okkur í vil. Starfsfólk skólans gerði
meira en skyldan bauð. Háskól-
inn á Bifröst er orðin sterk stofn-
un með mikil tækifæri og stendur
nú á stökkpalli inn í framtíðina.”
Það er því óhætt að segja að aukinn
hatíðarljómi hafi legið yfir athöfn-
inni á laugardaginn í tilefni þessa
tímamóta. Vilhjálmur hefur unnið
mikið starf fyrir skólann, á erfiðum
tímum, og skilur við skólann með
mesta fjölda nemenda og umsókna
sem sést hefur á Bifröst.
Verðlaun og
útskriftarræður
útskriftarverðlaun í grunnnámi
hlutu Gísla Gamm úr viðskipta-
deild og Friðrik Þórsson úr félags-
vísinda- og lagadeild. Í meistara-
námi hlutu útskriftarverðlaun þau
Eva Hrund Einarsdóttur viðskipta-
deild og Finnur Bjarnason, félags-
vísinda- og lagadeild. útskriftar-
verðlaun í Háskólagátt hlaut Hauk-
ur Þór Sigurbjörnsson. Að auki
fengu tveir nemendur felld nið-
ur skólagjöld á haustönn vegna
framúrskarandi námsárangurs, þau
Bjarni Heiðar Halldórsson, við-
skiptadeild og Líney Lilja Þrastar-
dóttir. félagsvísinda- og lagadeild.
Ræðumaður fyrir hönd grunn-
nema viðskiptadeildar var Thelma
Dögg Harðardóttir og fyrir hönd
grunnnema félagsvísinda- og laga-
deildar Kristófer Kristjánsson. Fyr-
ir hönd meistaranema í viðskipta-
deild flutti Monika Katarzyna Wa-
leszcynska ávarp og Arnhildur Ásdís
Kolbeinsdóttir fyrir hönd meistara-
nema í félagsvísinda- og lagadeild,
þá flutti Sigrún María Grétarsdótt-
ir ræðu fyrir hönd háskólagáttar-
nema.
Karlakórinn Söngbræður und-
ir stjórn Viðar Guðmundssonar sá
um söngatriði við útskriftina við
undirleik Birgis Þórissonar. Að at-
höfn lokinni þáðu gestir léttar veit-
ingar.
mm/te
Bændur víða um vestanvert land-
ið byrjuðu slátt á þurrkdögunum
í vikunni sem leið. Spretta er al-
mennt að verða nokkuð góð og því
ekkert því til fyrirstöðu að byrja
að afla góðrar töðu. Samhliða því
að tæki til sláttar og heyverkunar
verða tæknivæddari og stórvirkari
er algengt að bændur slái tún sín
tvisvar eða jafnvel þrisvar yfir sum-
arið og hámarka þannig fóðurgild-
ið. Á meðfylgjandi mynd var Pét-
ur Diðriksson bóndi á Helgavatni
að hefja slátt í síðustu viku. Sláttu-
breiddin á þessum búnaði er 8,5
metrar og er því hægt að slá um
tíu hektara á klukkustund ef hrað-
inn er 15 km. Ef allir 120 hektar-
ar Helgavatnstúna væru slegnir í
einni beit tæki það 12 klukkustund-
ir. Til gamans má geta þess að fyr-
ir til þess að gera fáum áratugum
var sláttubreidd algengra sláttu-
véla í eigu bænda einungis 1,35
eða 1,65 metrar. Afkastagetan hef-
ur því margfaldast samhliða bætt-
um tækjakosti. Helgavatnsbændur
verka heyið í flatgrifjum og setja
auk þess í útistæður. Spara með því
háar fjárhæðir í plasti í samanburði
við þá sem verka í rúllur eða stór-
bagga.
mm/ Ljósm. kh.
Kristján Þór Júlíusson landbún-
aðarráðherra og Guðfinna Harpa
Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hró-
arstungu og formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda, hafa undirrit-
að samkomulag um tilraunaverk-
efni um heimaslátrun. „Markmið
verkefnisins er leita leiða til þess að
auðvelda bændum að slátra sauðfé
heima til markaðssetningar þann-
ig að uppfyllt séu skilyrði reglu-
verks um matvælaöryggi og gætt sé
að dýravelferð og dýraheilbrigði.
Þannig er leitast við að bæta af-
komu sauðfjárbænda, stuðla að
bættri dýravelferð og sterkari teng-
ingu á milli neytenda og íslenskra
frumframleiðenda matvæla,“ segir í
tilkynningu.
Tillögur að fyrirkomulagi verkef-
nisins voru unnar af aðgerðahó-
pi sauðfjárbænda um heimaslátrun
í samstarfi við atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið. Ráðuneytið
fer með stjórn verkefnisins og mun
taka saman niðurstöður við lok
þess. Auglýst verður eftir þátttak-
endum á næstu dögum en áætlað
er að sláturdagsetningar liggi fyrir í
lok ágúst og að niðurstöður verkef-
nisins liggi fyrir í árslok. Fyrirhugað
er að bændur framkvæmi heimas-
látrun sjálfir á bæjunum og opin-
bert eftirlit verði framkvæmt af
dýralæknum á vegum Matvælastof-
nunar. Kjöt af gripum sem slátrað
verður í tilraunaverkefninu verður
ekki selt. mm
Tilraunaverkefni
um heimaslátrun
Sláttur er nú víða að hefjast
Vilhjálmur Egilsson rektor kveður nú skólann því Margrét Jónsdóttir Njarðvík tekur við starfi rektors í sumar.
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst