Skessuhorn - 24.06.2020, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 23
í hita í nokkra daga,“ svarar Friðrik
og grettir sig. „Það var líka ekkert
hægt að fá sér ferskt vatn að drekka
heldur var eina drykkjarvatnið soð-
ið í stórum katli og allir gerðu sér
te úr því. En þegar manni er svona
heitt er ekki gott að drekka heitt
svo ég var alltaf að reyna að kæla
vatnið en það var varla hægt. Þetta
var því alveg mjög sérstakt,“ segir
hann.
Blessun að vera
ótengdur
Hvernig var að vera svona alveg
ótengdur umheiminum? „Ég dýrk-
aði það og held að mig hafi vantað
það á þessum tíma og ég er viss um
að það hafi verið mesta blessunin
við þessa ferð, að fá að vera þann-
ig séð ekki til ef svo mætti segja,“
svarar hann. Í lestinni kynnt-
ist Friðrik allskonar fólki, sum-
ir stoppuðu stutt við en aðrir voru
með honum í nokkra daga á ferða-
lagi. „Flestir nota lestina bara fyr-
ir hluta af leiðinni en sumir voru
að fara lengri leið og þeim kynntist
maður alveg ágætlega. Þarna voru
allir í sömu stöðu, allir jafn ótengd-
ir og engin sem komst í sturtu og
allir sem sváfu og vöktu á und-
arlegum tímum og svona. Mað-
ur fór því bara að spjalla og kynn-
ast,“ segir Friðrik en hluta af ferð-
inni varði hann með hópi krakka á
aldrinum 14-20 ára sem voru á tón-
leikaferðalagi með tónlistarskólan-
um sínum í Mongólíu. „Þetta var
skemmtilegur hópur og kennarinn
þeirra var rosalega flottur kall sem
talaði þokkalega ensku og var mjög
kammó. Þau fengu að geyma hljóð-
færin sín í mínu herbergi því ég
var einn í herbergi. Þau voru nátt-
úrulega svo ung að þetta var engin
djammferð hjá þeim en ég gat alveg
fengið mér ef ég vildi. Kennarinn
þeirra samdi þá við mig um að ef ég
væri alveg viss um að þau væru orð-
in 18 ára mætti ég bjóða þeim að
drekka smá inni í herbergi hjá mér.
Þetta spurðist strax út og það end-
aði með að þau tróðust inn til mín
þar sem var sungið og haft gam-
an. Við drukkum ógeðslega áfenga
hestamjólk og þau sungu lög sem
voru eins og mongólska útgáfan af
Rósinni eða eitthvað,“ segir Friðrik
og hlær.
Reynslunni ríkari
Aðspurður segir Friðrik tímann í
lestinni hafa verið langan en að hann
hafi drepið tímann með að spjalla
við fólkið og njóta þess að slaka
á. „Við vorum mikið að spila með
rússneskum spilum, ansi skrýtnum
spilum þar sem ásinn var kannski
bara rós eða eitthvað og tölurnar
alveg út í hött og ég skildi ekkert.
Það töluðu fáir ensku og við vor-
um að reyna að spila eitthvað flók-
ið spil og eitthvað rugl. Þetta gat
verið mjög skrautlegt,“ segir hann
og hlær. „En mér fannst þetta gott,
ég gat aldrei bara átt svona róleg-
ar stundir þegar ég var í Kína, þar
var mikið áreiti og mikill hraði en
þarna var það eiginlega ekkert. Þess
vegna fór ég eiginlega í lestina, það
var algjör andstæða og ég gat and-
að og slakað á,“ heldur hann áfram.
Spurður hvort hann hafi kynnt sér
lestarferðina vel áður en hann fór af
stað neitar hann því. „Ég var held
ég bara í furðulegu skapi og þetta
var í raun bara kjánaleg ákvörðun
sem ég pældi ekkert í. Ég vissi bara
hversu lengi ég væri á leiðinni og
hvaða leið ég myndi fara og hvar
ég myndi stoppa. En annars var ég
ekki mikið að spá í þessu, fannst
þetta bara eitthvað sniðugt,“ svar-
ar hann. „Ég held að maður fái bara
eitt tækifæri til að fara í svona ævin-
týri og eg er þakklátur fyrir að hafa
látið verða af þessu. Ég er allavega
víðsýnni, upplifuninni ríkari og hef
sögur að segja,“ segir Friðrik og
brosir.
Endar alltaf þar sem er
vont veður
Aðspurður segist hann hafa ferðast
frekar mikið. „Allavega í saman-
burði við aðra Lunddælinga,“ segir
hann og hlær. Hann hefur bæði far-
ið í ferðalög á sólarstrendur Spán-
ar, eins og margir Íslendingar, en
að auki hefur hann farið í óhefð-
bundari ferðalög þar sem sólin læt-
ur minna sjá sig. „Þegar ég ferðast
einn enda ég alltaf þar sem veðrið
er vont. Veðrið er alltaf það síðasta
sem ég spái í þegar ég er að ákveða
hvert mig langi að fara. Áður en ég
fór til Kína var ég um tíma á Írlandi
og það ringdi í mánuð eftir að ég
kom þangað. Það var bara rok og
rigning allan tímann en ótrúlega
gaman samt og ég er heltekinn af
þessu landi. Þegar ég kom svo með
Síberíuhraðlestinni til noregs var
ég í Bergen, sem er alræmdur stað-
ur fyrir rigningu. Að sjálfsögðu
rigndi þar í góðan mánuð eftir að
ég kom. Svo er ég nýlega kominn
úr skiptinámi frá Hollandi þar sem
rignir ótrúlega mikið og þar er líka
mikið rok. Ég viðurkenni að næst
væri ég alveg til í að kíkja á sól-
ina,“ segir hann og brosir. Þá seg-
ist hann ætla að ferðast um Ísland
í sumar, eins og svo margir Íslend-
ingar. „Ætli það sé ekki komið að
því að kynna sér Ísland. Ég hef ekki
komið sem fullorðinn á Austurland
svo það er eins og útlönd fyrir mér,
og þar er líka alltaf gott veður. Ætli
ég verði ekki að kíkja þangað,“ seg-
ir hann.
Hélt að væri rugl
í kennslukerfinu
Þegar Friðrik sá fyrst einkunnina
fyrir lokaritgerðina sína í BA nám-
inu hélt hann að um rugl í kennslu-
kerfinu væri að ræða. „Stundum fær
maður bara „staðið“ eða „fallið“ og
ég hélt þetta væri í raun bara staðið
og rétt einkunn ætti eftir að koma
svo ég beið bara rosa spenntur. Svo
sé ég lítið viðhengi þar sem kom
fram að þetta væri bara einkunnin
og ég fékk bara hláturskast,“ seg-
ir Friðrik sem fékk tíu í einkunn.
„Ég bjóst ekki við þessu. Ég var
vissulega ánægður með niðurstöð-
una sem ég fékk í ritgerðinni en var
samt svo upptekinn af því sem ég
myndi vilja gera betur næst svo mér
datt ekki í hug að ég myndi fá hærri
einkunn en átta,“ segir hann. En
hvers vegna heldur hann að þessi
ritgerð hafi fengið tíu? „Ég myndi
halda að það sé bara því ég var með
góða spurningu sem skiptir máli í
dag og tímasetningin á ritgerðinni
er góð. Ég ætlaði að tímasetja rit-
gerðina fyrir Brexit, en það átti að
gerast fyrir nokkrum mánuðum svo
það var erfitt. En svo vegna Covid
er Brexit allt frosið og ég náði að
skila ritgerðinni rétt áður en það
fer allt af stað, sem var bara heppni
fyrir mig,“ svarar hann.
Er Brexit lögmætt?
Í BS ritgerðinni á Bifröst leitaðist
Friðrik við að kanna lögmæti Brexit
í lagalegum skilningi í ljósi stjórn-
arstrúktúrs Bretlandseyja og rétt-
lætingu Brexit í heimspekilegum
skilningi. „Aðal þing alls Bretlands
er í Westminster en svo eru smærri
þing í Skotalndi og Wales, þetta
eru eiginlega eins og lítil lönd inni í
landi. Skotar eru til dæmis með eig-
ið heilbrigðiskerfi. En það er mjög
ójafnt hvernig valdið skiptist nið-
ur í Bretlandi. Kerfið þeirra hefur
þróast mjög hægt og það er í raun
enginn lagagrunnur eins og stjórn-
arskrá heldur eru bara sett lög yfir
lög sem gerir þetta að eiginlega bara
lagasúpu. Svo er Brexit eitthvað
fyrirbæri sem í einföldu máli þýðir
að eitthvað muni breytast hjá þeim
en það segir í raun ekkert hverjar
breytingarnar verða, sem stang-
ast mikið á við þeirra strúktúr. Ég
skoðaði hvort Brexit væri löglegt
í ljósi ókláraðra mála og til dæmis
hvaða réttindi Skotar hafa í þessu
öllu, en þeir kusu að vera áfram í
Evrópusambandinu. Svo skoðaði
ég áhrifin sem Brexit hefur á Írland
og norður Írland og þeirra sam-
band varðandi Föstudagssáttmál-
ann. En það er enn í fullum gangi
ákveðin friðarprósess á Írlandi sem
Brexit gæti ógnað,“ útskýrir Frið-
rik. Hann komst að þeirri niður-
stöðu að Brexit væri í raun löglegt
fyrir utan að það brýtur Föstudags-
sáttmálann því það er samning-
ur milli landa. „Föstudagssáttmál-
inn er samningu Bretlands við Ír-
lands og fellur hann þá ekki beint
undir bresk lög. En fyrir utan það
stangast Brexit ekki beint á við lög
í Bretlandi. Þetta er samt rosalega
flókið, Skotar til dæmis hafa ekki
nein ákveðin réttindi þegar kemur
að svona samningum því þeir heyra
bara undir Bretland og þó lögin séu
bara í einni súpu og eitthvað gæti
stangast á við ákveðin lög þá hefur
þingið í Westminster rétt á að gera
undantekningar þegar sérstakar að-
stæður eru, sem Brexit er vissulega.
En málið er að stærsta landið innan
Bretlands, England, hefur öll völd-
in því þar er tekin ákvörðun um
hvenær þessar undantekningar eiga
við. Skotar hafa í raun engin völd
þannig séð.“
Engin hrein niðurstaða
En hver var þá niðurstaða ritgerð-
arinnar? „Í stuttu máli er Brexit
lögmætt enda er engin stjórnar-
skrá sem ver réttindi allra í Bret-
landi. En á varðandi réttlætingu
Brexit á heimspekilegum grunni er
spurning hvort brotið sé til dæm-
is á rétti Skota. Ef við horfum á
þjóðaratkvæðagreiðsluna laut hún
ekki sömu reglum og aðrar sam-
bærilegar atkvæðagreiðslur í land-
inu. Eins og þegar Skotar kusu um
að fá þing árið 1979 stóðst það
ekki því kosningaþátttakan náði
ekki 40% þeirra sem voru á kjör-
skrá og það er lágmarkið til að at-
kvæðagreiðslan sé gild. En varð-
andi Brexit náði þátttakan ekki
40% en samt er talað um að þetta
sé vilji þjóðarinnar, sem er líka
sérstakt því niðurstaðan var ekki
einu sinni svo afgerandi. Þjóðarat-
kvæðagreiðslan var líka aldrei sögð
eiga að vera bindandi en núna er
talað um þetta eins og bindandi
kosningu,“ svarar hann og bætir
við að niðurstaða ritgerðarinnar sé
í raun að það er engin hrein nið-
urstaða. „Það er klárt mál að það
vantar stjórnarskrá í Bretlandi.
Lagagrunnurinn eða „stjórnar-
skráin“ þeirra innan gæsalappa
grefur undan strúktúrnum í land-
inu og strúktúrinn grefur undan
Brexit og Brexit grefur svo undan
„stjórnarskránni þeirra“ og svona
fer þetta bara í hringi,“ útskýrir
Friðrik Þórsson að endingu.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Gyllta Hofið í Gandan – Ulaanbaatar.
Síberíska sveitin.
Sléttur Mongólíu.
Díki í Zhujiajiao fyrir utan Shanghæ.
Miðbær Shanghæ, svokallað Bund.
Gandantegchenling klaustrið í Ulaanbaatar.