Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vér hinir tækniheftu Við lifum tíma örra breytinga. Þau okkar sem komin eru yfir miðjan ald- ur eigum orðið í fullu fangi með að tileinka okkur þær nýjungar sem bók- staflega hellast yfir okkur og taldar eru lífsnauðsynlegar. enda eru milljónir manna um heim allan sem vinna við að finna upp tækninýjungar sem leysa skulu mannshöndina af hólmi í skjóli hagræðingar. Fyrirbrigði þetta er í samanteknu máli kallað fjórða iðnbyltingin. Í stuttu máli fjallar fjórða iðnbyltingin um þá tækni sem leysa mun mannshöndina af hólmi. Í fjarlægri framtíð er stefnan sú að fólk þurfi lítið sem ekkert að vinna. Hafi hins vegar möguleika á að mæta á einhvers konar vinnustaði til að hafa félagslegt samneyti við annað fólk hluta úr degi, svona meira til að láta daginn líða hraðar. ekki verða gerðar kröfur um framlegð í vinnu. Störf framtíðarinnar verða auk þess fábreyttari en við þekkjum. einhverjir munu jú starfa við forritun og tækniþróun og aðrir fylgjast með tölvubúnaðinum sem pantar hráefni fyrir sjálfvirku verksmiðjurnar svo þær geti bunað á færiböndin út vörum þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri. Sjálfvirkir bílar eða jafnvel mannlaus flygildi muni svo skila vörunni á áfangastað þar sem vélmenni taka á móti þeim og koma þeim fyrir. Smám saman munu heilu atvinnugreinarnar hverfa eins og dögg fyrir sólu. en þetta er löngu byrjað. Velkist menn í vafa um það er nægjanlegt að líta til tækniframfara í kúabúskap. Nú eru bændur á því sviði komnir undir 500, róbótar mjólka kýrnar, sjálfvirkir áburðardreifarar hafa tekið yfir og meira að segja róbótar sópa að kúnum. Það er einna helst að sauðfjárbændur haldi í horfinu, enda lítur ónefndur ráðherra á það hlutskipti sem lífsstíl. Í rauninni er gott og blessað að verið sé að byggja upp samfélög þar sem fólk þarf ekki að vinna. ekki amast ég við því blóðlatur maðurinn. Ég ótt- ast hins vegar að það muni taka meira en einn mannsaldur að breyta þeirri grunnþörf fólks að hafa eitthvað fyrir stafni. Genatískt líður fólki nefnilega betur að kvöldi góðs starfsdags. Stórverslanir eru nú að þjófstarta næstu iðbyltingu, hvort sem hún er sú fjórða eða fimmta. Nú hverfa nefnilega mannaðir afgreiðslukassar í þeim hraðar en hönd á festir. Reynt er að kenna okkur gamla fólkinu að nota vél- menni í stað þess að þiggja aðstoð verslunarfólks. Við erum semsé óvænt orðnir ólaunaðir starfsmenn stórfyrirtækja, óumbeðið. Þarna finnst mér lífeyrissjóðirnir vera að koma fremur snautlega fram við okkur eigendur sína. Fæstir eru nefnilega með grunnþekkingu í afgreiðslustörfum og því er tíminn sem fer í afgreiðslu í matvörubúð að taka lengri tíma en hæfir mín- um smekk. Nú bíð ég nokkuð spenntur eftir að sjá kaótískt ástand í jólaös- inni sem framundan er, þegar við fólkið sem komið er yfir miðjan aldur, bögsum við að leita að vörunúmerinu á spænska avokatinu, eða brasilíska aspasinum, sem lítur nákvæmlega eins út og sá ítalski eða ameríski sem var í körfunni við hliðina. Þá verður síðasti afgreiðslumaðurinn horfinn af vett- vangi, sennilega kominn heim á bætur. Kannski í besta falli hægt að stóla á að einar gamli í einarsbúð standi enn vaktina með brosi á vör. Verður kannski sá síðasti sem enn kann að bjóða fólk velkomið á íslensku. Í þeirri búð er maður nefnilega ekki að leggja neinn aðskotahlut á pokasvæðið, heldur að ræða um landsins gagn og nauðsynjar við kaupmanninn meðan hann rennir vörunni smurt yfir strikamerkjaskannann. eins og sést á þessum skrifum er ég augljóslega kominn yfir miðjan aldur. en hagfræðin í þessu öllu saman liggur liggur hins vegar ekki í augum uppi. Allavega hefur fram til þessa afgreiðslufólk í stórmörkuðum ekki verið sá hópur launþega þessa lands sem skorað hefur hæst í tekjublöðunum. engu að síður þykir sjálfsagt mál að fækka þessu fólki, senda það heim, og því borið við að í gangi séu skipulagsbreytingar! Nú fæ ég býsna margar frétta- tilkynningar frá fyrirtækjum á hverju ári, en enga hef ég ennþá séð þess efn- is að verslanakeðja boði lækkun vöruverðs vegna kerfisbundinnar fækkunar starfsfólks. Kannski á hún eftir að berast? Á reyndar síður von á því. Magnús Magnússon Síðastliðinn föstudag voru opnuð tilboð hjá Ríkiseign- um í breytingar og endurbætur á Þjóðbraut 13 á Akra- nesi. Lögreglustöðin á Akranesi er staðsett í hluta hússins en áformað er að hún stækki og færist í það hús- næði sem síðast hýsti Vínbúðina. Öll tilboð sem bárust, utan eitt, voru undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 70.733.118 krónur. Lægsta tilboðið sem barst reynd- ist vera frá GS Import ehf. en það hljóðaði upp á 83% af kostnaðaráætlun. Listi yfir tilboðsgjafa: Ístak kr. 69.800.194 99% Heggur ehf kr. 77.303.862 109% eSigurðsson ehf kr. 65.748.130 93% Skagaver ehf kr 68.987.912 98% SF Smiðir ehf kr 64.057.269 91% GS Import ehf kr. 58.396.311 83% frg Veiran illskæða geisar nú sem aldrei fyrr og hafa sóttvarnalæknir og yfir- völd boðað hertari aðgerðir á höf- uðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR og Lands- sambands íslenzkra verzlunar- manna, skrifar í pistli til landsmanna áminningu þess efnis að mikilvægt sé að viðskiptavinir í verslunum sýni afgreiðslufólki tillitsemi vegna veir- unnar. „Tveggja metra reglan hefur tekið gildi á ný og viðskiptavinum verslana er skylt að bera grímur ef ekki er hægt að tryggja að minnsta kosti tveggja metra fjarlægðarmörk. Þó aðgerðirnar eigi aðeins við um höfuðborgarsvæðið, eins og staðan er í dag, þá væri það sterkur leikur hjá landsmönnum öllum að herða á eigin sóttvörnum.“ Ragnar Þór biðlar því til allra við- skiptavina verslana og annarra þjón- ustuaðila að gæta ýtrustu varkárni og fylgja í hvívetna þeim reglum sem hafa verið settar, bæði fyrir þeirra eigin hag og þeirra sem standa vaktina fyrir okkur hin í verslun- um og þjónustu; „enda verður illa komið fyrir okkar samfélagi ef við getum ekki verslað nauðsynjar. Þá er einnig mikilvægt að atvinnurek- endur tryggi öryggi í starfsumhverfi verslunarfólks og fólks í þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er brýnt að við verndum verslunarfólkið okkar,“ skrifar Ragnar Þór. mm Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi að leggja fyrir Alþingi breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfarald- urs kórónuveiru með það fyrir aug- um að tryggja framhald á lokunar- styrkjum til rekstraraðila sem gert er að sæta lokun á starfsemi eða stöðva hana frá 18. september síð- astliðnum. Lögin eru hluti af að- gerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna heimsfarald- urs kórónuveirunnar og skapa öfl- uga viðspyrnu í kjölfar hans. Stærsta breytingin með frum- varpinu varðar fjárhæðir lokunar- styrkja sem sæta nú ekki sömu há- mörkum og áður en samanlagt há- mark lokunarstyrkja var 3,6 milljón- ir í vor. Óbreytt er að fjárhæð styrks skal vera jafnhá rekstrarkostnaði á tímabili lokunar. Hún getur þó ekki orðið hærri en 600 þús. kr. á hvern launamann hjá rekstraraðila fyrir hverja samtals 30 daga lokun. „Í ljósi þess að óvissa ríkir um þróun farsóttarinnar er lagt til að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starf- semi sinni tímabundið nú í haust. Þannig er lagt til að úrræðið hafi gildistíma fram á mitt ár 2021 og verði tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi 2021 m.t.t. að- stæðna og þróunar faraldursins,“ segir í tilkynningu frá Stjórnar- ráðinu. Loks segir að skilyrði styrk- veitinga í frumvarpinu séu í öll- um meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. mm Undanfarið hafa staðið yfir fram- kvæmdir við grunnskólalóðina á Hvanneyri. Fyrir helgi var búið að helluleggja hluta skólalóðarinn- ar og koma öryggismottum fyrir undir rólunum á leiksvæðinu. Það voru starfsmenn áhaldahúss Borg- arbyggðar sem önnuðust verkið. Sömuleiðis hefur umferðarör- yggi verið bætt á svæði skólans. Há- markshraði á Túngötu hefur verið lækkaður í 30 km/klst. og búið er að setja upp öryggisspegil við gang- brautina við Hvanneyrarbraut. kgk Sýna þarf verslunarfólki sérstaka tillitsemi Hluti grunnskólalóðarinnar á Hvanneyri. Ljósm. Borgarbyggð. Grunnskólalóðin lagfærð Framhald verður á lokunarstyrkjum Lögreglustöðin á Akranesi. Ljósm. kgk. Tilboð opnuð í stækkun lögreglustöðvar á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.