Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 13 Fríform ehf. Askalind 3, 2�1 Kópavogur. 562–15�� Friform.is. Mán. – Fim. 1�–1� Föstudaga 1�–17 Laugardaga 11�15 2 � � � — 2 � 2 � Eldhúsinnréttingar Skrifað var undir nýjan kjarasamn- ing Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga á ellefta tímanum á miðvikudags- kvöld. Undirritun fór fram í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Nýr kjarasamningur grunnskólakenn- ara er í samræmi við lífskjarasamn- ingana, að því er fram kemur í til- kynningu á vef Kennarasambands Íslands. Gildir samningurinn til ársloka 2021. Næstu daga verður samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum Félags grunnskólakennara og að því búnu verður kosið um hann. Niðurstöðu kosningarinnar er að vænta fyrir 23. október næstkomandi. kgk Vegna umræðu um öryggi á vegum að undanförnu vill Bergþóra Þor- kelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinn- ar, koma því á framfæri að starfs- menn eru harmi slegnir yfir bana- slysi sem varð á Kjalarnesi í júní- lok - og því að slíkar aðstæður hafi getað skapast við venjubundið við- hald á vegum. „Vegagerðin vinnur nú að umfangsmikilli endurskoðun á öllum ferlum sem lúta að yfirlögn- um á vegakerfinu. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur,“ segir í tilkynningu. Yfirlýsing frá forstjóra Vegagerð- arinnar er þannig í heild sinni: „Vegna umræðu um öryggi á vegum að undanförnu viljum við hjá Vegagerðinni koma eftirfarandi á framfæri. Í júní síðastliðnum átti sér stað hræðilegt slys á Kjalarnesi. Á umræddum vegarkafla var nýlok- ið viðhaldi á malbiksyfirborði og beindust sjónir strax að frávikum í framkvæmd þessa verks. Rann- sóknir á viðnámi á yfirborði sýndu í framhaldinu að miklu munaði að uppfylltar væru kröfur í útboðslýs- ingu til verksins. Í rannsóknum sem gerðar voru í kjölfarið og enn eru í gangi kemur berlega í ljós að um- rætt malbik stóðst ekki útboðskörf- ur Vegagerðarinnar. Augljóst sam- hengi er milli þeirra galla og þeirra aðstæðna sem sköpuðust á slysstað. Við starfsmenn Vegagerðarinnar erum harmi slegin yfir slysinu og því að slíkar aðstæður hafi getað skapast við venjubundið viðhald á vegum. Í framhaldi af þessu hafa allir hlutar umrædds verks verið fjarlægðir utan einn sem sannarlega stóðst kröfur til viðnáms. Verkið sem um ræðir var framkvæmt af verktaka með mikla reynslu. Sú reynsla kom því miður ekki í veg fyrir þær afleiðingar sem við öll þekkjum. Vegagerðin vinnur nú að umfangsmikilli endurskoðun á öllum ferlum sem lúta að yfirlögn- um á vegakerfinu. Markmið þeirr- ar vinnu er að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir. mm Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að halda vöxt- um bankans óbreyttum. Stýrivext- ir bankans, vextir á sjö daga bundn- um innlánum, verða því áfram eitt prósent eins og verið hefur frá því í lok maí. Vaxtaákvörðun bankans var tilkynnt síðastliðinn miðviku- dag, 7. október. Samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreiknis reyndist hagvöxt- ur á fyrri hluta ársins heldur þrótt- meiri en búist var við í ágúst. Aft- ur á móti bendir til þess að hægt hafi á vexti eftirspurnar í lok sum- ars. Vegna aukinnar útbreiðslu Co- vid-19 að undanförnu hafa efna- hagshorfur versnað frá því sem bú- ist var við í ágúst. Óvissan er mik- il og mun þróun efnahagsmála að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar, að því er fram kemur í yfirlýsingu Peningastefnunefndar. Verðbólga jókst milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi og mældist 3,2%, sem er heldur meiri verð- bólga en spáð var í ágúst. Áhrifa gengislækkunar krónu á verð inn- fluttrar vöru gætir enn. Mikill slaki í þjóðarbúskapnum mun að óbreyttu leiða til þess að verðbólgan hjaðni þegar áhrif gengisveikingar fjara út. Verðbólguvæntingar til meðal- langs og langs tíma hafa hins vegar lítið breyst. Þannig virðist kjölfesta þeirra í verðbólgumarkmiði Seðla- bankans halda. „Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga hefur gert pen- ingastefnunefnd kleift að bregð- ast við versnandi efnahagshorfum með afgerandi hætti. Lægri vext- ir og aðrar aðgerðir bankans sem gripið var til á vormánuðum hafa stutt við innlenda eftirspurn. Áhrif þeirra eiga þó eftir að koma fram að fullu og munu þær áfram styðja við þjóðarbúskapinn og stuðla að því að efnahagsbatinn verði hraðari en ella,“ segir í yfirlýsingu nefndarinn- ar. Þar segir enn fremur að nefnd- in muni áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála, nota þau tæki til sem hún hefur yfir að ráða til aðstyðja við þjóðarbúskapinn og tryggja að lausara taumhald pen- ingastefnunnar skili sér með eðli- legum hætti til heimila og fyrir- tækja í landinu. kgk evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Jans- sen Pharmaceutica NV, dóttur- fyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn CoVID-19. Samningurinn felur í sér að strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni er aðildarríkj- um sambandsins tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. eins og áður hefur komið fram munu Ísland og önnur aðild- arríki evrópska efnahagssvæðisins njóta sama aðgangs að bóluefnum sem evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem evrópu- sambandið gerir við lyfjafyrir- tæki um kaup á bóluefni við Co- VID-19. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi- GSK. evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioN- Tech-Pfizer og Moderna. Samningurinn við Janssen fel- ur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 millj- ónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lág- tekjuríkjum til bóluefni, auk heim- ildar til að framselja bóluefni til annarra evrópuríkja. Í tilkynn- ingu framkvæmdastjórnar evrópu- sambandsins sem birt var í síðustu viku er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. mm Óbreyttir stýrivextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ljósm. Seðlabanki Íslands. Þriðji samningur ESB um kaup á bóluefni Vegarkaflinn á Kjalarnesi sem lagður var nýju slitlagi í lok júní. Ætla að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, Aðalsteinn Leifsson ríkis- sáttasemjari og Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarnasviðs SÍS, við undirritun samningsins. Ljósm. Kennarasamband Íslands. Grunnskólakennarar sömdu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.