Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 17 Guðmundur Sigurðsson hjá Keilu- félagi Akraness var önnum kafinn í dag við að koma nýjum keiluvél- um fyrir í sal félagsins við Vestur- götu í gær. Að sögn Guðmundar eru vélarnar frá framleiðandanum AMF og eru samskonar og vélarn- ar sem eru í egilshöll. Þær eru þó heldur færri á Akranesi eða þrjár á móti 22 í egilshöll en þar sem að- eins tveir keilusalir eru á landinu bendir Guðmundur á að keilusal- urinn á Akranesi sé annar stærsti salurinn á landinu. Stærð salarins jafngildi 4-5 holu golfvelli svo not- uð séu hans orð. Guðmundur seg- ir Keilufélagið lengi hafa leitast við að komast í stærra húsnæði en ekki hafi orðið af því enn. Nýju keiluvélarnar koma frá Am- eríku í gegnum Svíþjóð. Guðmund- ur segir að um algera byltingu verði að ræða, munurinn sé svipaður og á 1968 módelinu af blöðruskóda og nýjum Skóda. Guðmundur lét þó í ljós áhyggjur af því að hann myndi sennilega hlaupa í spik því hann þarf ekki lengur sífellt að hlaupa á bak við vélarnar til að gera við. Á döfinni er að halda hópa- og fyrirtækjamót á Akranesi. Síðast þegar slíkt mót var haldið voru keppnishóparnir 36. Ljóst er að slíkt mót verður ekki haldið á næst- unni en þegar Covid verður yfir- staðið mun Keilufélagið ekki bíða boðanna heldur blása til leiks. frg Í lok ágúst voru fyrstu íbúðir við Dalbraut 4 á Akranesi afhendar nýjum eigendum. Húsið er fimm hæða íbúða- og þjónustuhús fyrir eldri borgara og í kjallara eru bíla- stæði fyrir hverja íbúð. Sala á íbúð- um hefur gengið mjög vel, 22 íbúð- ir eru seldar og aðeins tvær óseld- ar. Nú þegar hafa nýir íbúar flutt inn í 20 íbúðanna. Þá var langþráð- ur salur, sem ætlaður er fyrir þjón- ustumiðstöð og félagsstarf Félags eldri borgara á jarðhæð hússins, af- hentur Akraneskaupstað fyrr í sum- ar. Unnið er að framkvæmdum við innréttingar og eru verklok þeirra framkvæmda áætluð í september 2021. Jón Ágúst Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Byggingarfélagins Bestla ehf. sem byggir húsið segir að verið sé að leggja lokahönd á frá- gang við húsið og ljúki því verki á næstu dögum. Í beinu framhaldi af því verði lokið við hönnun á Þjóð- braut 3, lokið verði við að grafa fyrir undirstöðum fyrir jól og uppsteypa hússins hefjist í janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að íbúðir að Þjóð- braut 3 verði tilbúnar til afhending- ar sumarið 2022. Fyrirhugað er að framkvæmdir við Þjóðbraut 5 hefj- ist í framhaldinu en Jón Ágúst segir of snemmt að segja til um nákvæma tímasetningu. Bestla var eina fyrirtækið sem bauð í byggingarrétt á öllum fjór- um lóðunum á svokölluðum Dal- brautarreit og sótti í fyrstu einung- is um að byggja á lóðinni Dalbraut 4. Fyrirtækið fékk hins vegar allan byggingarreitinn og hugðist reisa alls fjögur fjölbýlishús á svæðinu. Þar á meðal Dalbraut 6 þar sem ÞÞÞ húsið stendur í dag. Var fyr- irhugað að ÞÞÞ húsið myndi nýt- ast meðan á byggingaframkvæmd- um stendur en yrði síðan rifið og nýtt hús byggt á þeirri lóð. Fyr- ir nokkru gerðist það hins vegar að Byggingarfélagið Bestla skilaði inn lóðinni að Dalbraut 6. Í fram- haldi af því samdi Akraneskaup- staður við Leigufélag aldraðra hses. um að taka við verkefninu um Dal- braut 6. Í samtali við Skessuhorn sagði Sævar Freyr Þráinsson bæj- arstjóri að samstarfið við Leigu- félag aldraðra henti Akraneskaup- stað vel og auðveldi bænum t.d. að uppfylla markmið í húsnæðisáætl- un Akraneskaupstaðar um leigu- húsnæði til aldraðra. Verkefnið fól í sér að Akraneskaupstaður og ríkið leggðu fram stofnframlag til fram- kvæmdanna og svo lánar Húsnæð- is- og mannvirkjastofnun fyrir mis- muninum. Þá nefnir Sævar Freyr að þessi breyting feli það í sér að nýtt hús við Dalbraut 6 rís mun fyrr en gert var ráð fyrir í upphafi. Jafnframt leiðir það til þess að ÞÞÞ húsið verður rifið mun fyrr en ætlað var. Verkefnið er jafnframt hluti af að- gerðaáætlun Akraneskaupstaðar en einhugur var um hana í bæjarstjórn en minnihluti bæjarstjórnar hefur reyndar verið með nokkurn fyrir- vara á þar sem ekki liggi fyrir full- nægjandi greining á þörf fyrir slíkt úrræði sem og hvort þetta sé besta staðsetningin. Staðsetningin að mati meirihluta bæjarstjórnar hent- ar afar vel fyrir eldri borgara þar sem þjónustumiðstöð fyrir félags- starf eldri borgara er við hliðna. Að sögn Sævars Freys leitar Leigufélag aldraðra nú samstarfs- aðila á Akranesi um framkvæmdina auk þess sem gera þarf breytingar á fyrirliggjandi teikningum hússins svo og deiliskipulagi. Sævar Freyr lét í ljós ánægju með hvað Bygg- ingafélagið Bestla skipti mikið við fyrirtæki á Akranesi, en stór hluti iðnaðarmanna eru heimamenn. Slíkt væri afar mikilvægt, ekki síst á þessum tímum þegar kreppir að í atvinnumálum. Það hefði í för með sér aukna veltu innan bæjarfélagsins og ýmis jákvæð áhrif. Sagðist Sævar Freyr vonast til að svo yrði einnig með þetta verkefni á Dalbraut 6. frg Uppbygging að hefjast af krafti á Dalbrautarreit Nú er flutt inn í 20 af 24 íbúðum við Dalbraut 6, en tvær eru enn óseldar. Ljósm. mm. Guðmundur Sigurðsson og Ólafur Þórðarson frá Bifreiðastöð ÞÞÞ við nýja vél. Ljósm. Hilmar Sigvaldason Nýjar keiluvélar í keilu- salinn við Vesturgötu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.