Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 19 Út er komin hjá bókaforlaginu Sæ- mundi á Selfossi bókin Kindasög- ur 2. Höfundar eru þeir Aðalsteinn eyþórsson og Guðjón Ragnar Jón- asson. Þeir gefa sig út fyrir að vera áhugamenn um sögur og sauðfé og gáfu í fyrra út bók með sama titli en þessi nýja er sjálfstætt framhald hennar. Það er skoðun höfunda að kindasögur séu sérstök grein ís- lenskrar sagnaskemmtunar sem eigi sér langa sögu en lifi enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf. Höfundar leituðu víða fanga í efnisöflun sinni, t.d. í útvarpstil- kynningar Sauðfjáverndarinnar frá því seint á síðustu öld þar sem sagði m.a. að sauðkindin væri fíngerð og viðkvæm. Í öðru bindi Kindasagna eru meðal annars rifjuð upp tildrög þessara tilkynninga, sagt frá af- drifum kinda í eldgosum og sauð- fjárhaldi í höfuðborginni, vikið að framliðnum kindum, forystukind- um, stökkrollum og karakúlfé, auk kinda í kvæðum íslenskra skálda. Hér fyrir neðan er stuttur kafli úr bókinni þar sem segir frá Sæmundi Kristjánssyni sem flutti fé sitt norð- an frá bænum Nýhöfn á Melrakka- sléttu suður með sjó eða að Stóru- Vatnsleysu. Þar hugðist hann setj- ast að en margt fór öðruvísi en áformað var. Ærnar undu illa í nýj- um heimkynnum og við grípum niður í frásögnina þegar verið var að flytja ærnar frá Akureyri suður til Reykjavíkur. Þær voru fluttar með gufuskipinu Botníu sem sigldi reglulega með farþega og varning á milli Íslands og Danmerkur: Stefndu allar heim á leið „Á leiðinni suður hreppti Botnía vont veður og máttu Sæmundur og aðstoðarmaður hans hafa sig alla við til að hafa hemil á fénu. Það tókst þó slysalaust og allar kom- ust kindurnar heilu og höldnu til Reykjavíkur. Þeim tókst að reka féð klakklaust í gegnum höfuðstaðinn og komst allur hópurinn á einum degi suður að Stóru-Vatnsleysu. Skömmu eftir að féð kom á Vatns- leysuströnd varð ljóst að það undi illa í nýjum heimkynnum, en þess var tryggilega gætt fram yfir sauð- burð vorið eftir. Að honum lokn- um var því sleppt út á hraunbreið- urnar ofan við bæinn á Vatnsleysu. er skemmst frá því að segja að stór hluti þess hvarf sjónum manna og sást aldrei framar á Vatnsleysu- strönd. Haustið eftir kom nokk- uð af fénu fram í afréttarlöndum Borgfirðinga, nokkrar kindur birt- ust norður í Húnavatnssýslu og all- stór hópur kom að Kárastöðum í Þingvallasveit. Sagt var að fé Sæ- mundar á Stóru-Vatnsleysu hefði dreifst um fimm sýslur í leit sinni að átthögunum á Melrakkasléttu en drjúgur hluti kindanna týndist og kom aldrei fram; þær hafa trúlega farist í vatnsföllum, gjám og öðrum hættum sem urðu á leið þeirra. Þeir sem skráð hafa frásagnir af stroki Leirhafnarfjárins frá Vatnsleysu- strönd, þeir Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka í Öxarfirði og Krist- leifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, leggja báðir áherslu á að strokukindurnar hafi þrátt fyr- ir allt verið á réttri leið norður á Sléttu en þeim hafi ekki enst sum- arið til að komast á leiðarenda. Það má auðvitað til sanns vegar færa en hafa verður í huga að menn eða skepnur sem leggja af stað frá suð- vesturhorni landsins verða óhjá- kvæmilega á nokkurn veginn „réttri leið“ á norðausturhornið ef haldið er í norður, austur eða eitthvað þar á milli. eitt er þó víst, að strokuk- indurnar hafa ætlað sér heim á leið en í ljósi þess hve þær dreifðust víða má ætla að þær hafi haft ólíkar hug- myndir um réttu leiðina enda var úr vöndu að ráða af því að þær höfðu komið sjóleiðina að norðan.“ -fréttatilkynning Annað bindi af Kindasögum mörgu leiti framandi land,“ segir Sólveig. „Það var í rauninni mjög skondin tilviljun að ég endaði hér í Hvalfjarðarsveit. Þetta reddaðist eins og ég var búin að gera ráð fyrir og auðvitað vona. en ég viðurkenni það alveg að ég var aðeins farin að svitna í lófunum. Ég var með ráðn- ingarsamning til 15. september úti og ég kom til Íslands 5. septem- ber, fór í þessa heimkomusóttkví. Tók tvær skimanir og fékk sömu- leiðis þetta dásamlega prik upp í nefið á mér, tvisvar. Svo var ég ný- lega byrjuð að líta í kringum mig og sækja um störf,“ segir Sólveig. „Á þessum tíma voru viðræður í gangi milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um hvort það ætti að halda áfram með þjónustu- samning sem hafði verið í gangi. Það náðust svo ekki samningar og Hvalfjarðarsveit tekur þá ákvörðun að taka til baka félagsþjónustu og barnavernd sem var búið að vera unninn af Akraneskaupstað í rúmt eitt ár, auk málefni fatlaðs fólks sem enn lengur hafði verið unnin af Akraneskaupstað Málefni aldraðra höfðu þó verið unnin hér. Þetta var í rauninni að gerist á þessum tíma sem ég var í sóttkví. Það kemur svo upp á borðið að þessi staða býðst. Haft var samband við mig og ég geri árssamning við Hvalfjarðar- sveit sem félagsmálastjóri,“ segir hún glöð. Mikilvægt að sinna öllum málaflokkum Sólveig er spennt fyrir nýja starfinu og er hún enn að koma sér fyrir og koma sér inn í mál. Áður fyrr var þak varðandi íbúafjölda í tengslum við málaflokk fatlaðs fólks og Hval- fjarðarsveit var hreinlega of lít- ið sveitarfélag til að sinna þessum málaflokki, þess vegna var gerður þjónustusamningur við Akranes- kaupstað. Nú hafa þær breytingar orðið í lögum að lítil sveitarfélög geti einnig sinnt þessum málaflokki. „Þetta er allt mjög nýtt í sveitarfé- laginu. Málefni fatlaðs fólks hafa aldrei verið unnin hérna áður. Barnavernd og félagsþjónusta hef- ur verið unnin hér áður og það hef- ur verið starfandi félagsmálastjóri en þó ekki í fullu starfi. Ég er í fullu starfi og er að sinna öllum þessum málaflokkum. Þetta er breitt svið en á sama tíma er þetta lítið sveitar- félag svo það er kannski ekki fjöldi mála sem slíkur sem vegur þyngst heldur mikilvægi þess að sinna öll- um þessum málaflokkum að alúð og náttúrlega lögum samkvæmt,“ útskýrir Sólveig. „Áskorunin fyrir mig er að það gleymist enginn. Ég hef mest reynslu af vinnslu barna- verndarmála og ég veit að þung slík mál geta tekið mikla orku og tíma frá manni. Það er því áskorun að sjá til þess að öllum öðrum málaflokk- um sé sinnt vel, þó það sé kannski ekki beint verið að kalla eftir því á sama hátt. Þetta á sérstaklega við um öldrunarmál og jafnvel mála- flokk fatlaðra. Það er ekki eins mik- ið verið að kalla eftir þjónustu, sem fólk samt sem áður á rétt á.“ Nóg að gera Sólveig mun ekki vera ein að sinna þessum málaflokkum en eins og líkt og að framan greinir þá er þetta allt saman splunkunýtt. „Ég er ekki al- veg ein. Við erum tvær sem erum að sinna þessum málaflokkum mest en þó á ólíkan hátt. Við erum enn að finna taktinn, þetta er allt svo nýtt. Þann 1. október tókum við yfir málin frá Akraneskaupstað. Ég vonast að sjálfsögðu til að geta ver- ið í góðu samstarfi við aðrar stofn- anir í sveitarfélaginu, skólann og leikskólann fyrst og fremst. Þann- ig hef ég með mér góða og trausta einstaklinga til að sinna þessum málum. Því þó við séum ekki mörg sem sitjum hér í húsinu þá er fullt af fólki í sveitarfélaginu sem þekkir til og hefur færni og þekkingu til að sinna þessum málum með okkur,“ segir hún. en hvað er helst á döf- inni? „Á döfinni er þessi yfirfærsla frá Akraneskaupstað til Hvalfjarð- arsveitar en það er það sem tekur mestan tíma núna í upphafi. Ég er að setja mig inn í mál og kynnast fólkinu. Við erum t.d. með börn og fullorðna einstaklinga sem eru með fötlunargreiningar og þurfa þjón- ustu og þau eiga fullan rétt á að það haldi áfram og að það verði ekki skerðing á því né að þessar breyt- ingar hafi áhrif á þeirra velferð. Við þurfum að tryggja að þetta ferli gangi vel og það verði ekki stopp neinstaðar. Svo koma ný verkefni og þá tökum við á því þegar þar að kemur,“ svarar Sólveig spennt. Eftir skilnað Alla tíð segist Sólveig hafa haft mik- inn áhuga á að vinna með börnum og fjölskyldum og þá einna helst í barnavernd. Sömuleiðis hafi skiln- aðarmál verið sérstakt áhugasvið hjá félagsráðgjafanum og hefur hún verið iðin við að skrifa fræðigrein- ar um það efni ásamt því að sinna rannsóknum. „Þegar ég var í meist- aranáminu í HÍ þá vann ég sem að- stoðarmaður prófessors, Sigrún- ar Júlíusdóttur, samhliða námi. Þar hófst í raun okkar samstarf og minn áhugi á rannsóknarstarfi kviknaði. eftir að ég lauk námi hefur sam- starf okkar haldið áfram og ég hef lært gríðarlega mikið af Sigrúnu. Við höfum rannsakað og skrifað saman, má þá helst nefna bókina okkar, eftir skilnað - um foreldra- samstarf og kynslóðatengsl, sem byggir á viðamikilli rannsókn sem við unnum yfir nokkurra ára skeið varðandi aðstæður og líðan skilnað- arbarna. Við tókum viðtöl við for- eldra og ömmur og afa og vorum að skoða ýmsa þætti út frá velferð og vellíðan barna eftir skilnað for- eldra og hvernig ólíkt fyrirkomulag í kringum börn og samstarf forelda hefur áhrif. Bókin kom út 2013 og er ætluð bæði fagfólki og foreldrum sem eru að ganga í gegnum skilnað. Svo höfum við skrifað fræðigrein- ar í bæði íslensk og erlend tímarit. Þetta hef ég verið með sem svona aukaverkefni samhliða félagsráðgja- fastarfinu, bæði á Íslandi og í Sví- þjóð. Ég er að vísu ekki með neitt í gangi núna en yfirleitt hef ég haft eitthvað pínu með. Kannski skrýt- ið að segja það en þetta er hálfgert áhugamál og ég gæti alveg séð fyrir mér að halda eitthvað áfram á þess- ari braut. Fjölskyldukona Þegar Sólveig er ekki í vinnunni þá sinnir hún fjölskyldunni. „Ég hef mikinn áhuga á hreyfingu og hef yfirleitt alltaf sótt í einhvers- konar líkamsrækt. Mér þykir gam- an að fara út að hlaupa, svo er ég gömul sundkona en geri alltof lít- ið af því. Svo er fátt betra en að sitja með góða bók. Ég er að reyna núna að lesa sænskar bækur svo ég gleymi ekki tungumálinu, ég verð bara í því næstu árin til að viðhalda sænskunni,“ segir hún vongóð. „Það er markmiðið. Svo er ég mikil fjölskyldukona, við eigum þrjú börn á ólíkum aldri, við höfðum soldið langt á milli svo það eru ólíkar þarf- ir sem þarf að sinna. Í dag eru börn- in 4, 9 og 15, Þau heita Sigurður Ýmir kallaður Siggi, Smári og svo Rakel Mirra. Þau eru öll í sínu, vinirnir og íþróttirnar taka mik- inn tíma. Svo erum við hjónin bæði svo lánsöm að eiga stóra fjölskyldu, það er alltaf mikið líf og mikið fjör í kringum okkur,“ segir Sólveig að endingu. glh/ Ljósm. úr einkasafni. Fjölskyldumynd tekin á fallegum ágústdegi á löngu bryggjunni í Falkenberg í Svíþjóð. Sólveig ásamt börnunum sínum í einni af mörgum ferðum þeirra yfir til Kaup- mannahafnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.