Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 20206 Aftanákeyrsla BORGARBYGGÐ: Árekst- ur varð á Borgarbraut í Borg- arnesi síðdegis á þriðjudag- inn í síðustu viku. einni bif- reið var þar ekið aftan á aðra við gatnamótin við Dílahæð. engin slys urðu á fólki en önnur bifreiðin skemmdist töluvert og var óökuhæf eft- ir óhappið. Voru skráningar- númer tekin af henni og hún síðan fjarlægð með kranabíl af vettvangi. -kgk Lausaganga hættuleg VESTURLAND: Óvenju mikið hefur borið á lausa- göngu búfjár í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi und- anfarið. Hefur lögreglu bor- ist fjöldi tilkynninga um slíkt síðustu vikurnar. Sérstaklega segir lögregla lausagöngu stórgripa vera alvarlegt mál, þó öll lausaganga búfjár geti skapað hættu á vegum, sér- staklega núna þegar orðið er dimmt á kvöldin. Í síðustu viku hafði ökumaður einn samband við lögreglu og greindi frá því að hann hefði nánast ekið inn í hrossastóð á ferð sinni um Snæfellsnes. einnig var tvisvar haft sam- band við lögreglu í vikunni og greint frá lausum hestum á Vesturlandsvegi. Að sögn verður haft samband við hrossabændur á næstunni og þeir beðnir að gæta að því að hestarnir sleppi ekki úr girð- ingum og út á þjóðvegina. -kgk Villtist á hjólinu SNÆFELLSBÆR: Hjól- reiðamaður villtist af leið þar sem hann ætlaði að hjóla frá Ólafsvík og suður yfir Jökul- hálsleið á laugardagskvöld, um tíu kílómetra leið. Maki viðkomandi hafði samband við Neyðarlínu um hálf átta og greindi frá áhyggjum sínum. Hann hafði þá far- ið suður fyrir og ætlaði að taka á móti hjólreiðamann- inum hinum megin, en varð áhyggjufullur þegar hjól- reiðamaðurinn skilaði sér ekki. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út og fundu hjólreiðamanninn skammt norðan við Náttmálahnjúk og komu honum til byggða. Hjólreiðamaðurinn var vel búinn og varð ekki meint af. -kgk Bílvelta í Haukadal DALABYGGÐ: Bíll valt á Haukadalsvegi í Dölum um kaffileytið á sunnudag- inn, skammt innan við ei- ríksstaði. Að sögn lögreglu missti ökumaðurinn einbeit- ingu með þeim afleiðingum að hann ók bílnum út af þar sem hann valt. Bíllinn var á lítilli ferð þegar óhappið varð, en engum varð meint af. Tveir voru í bílnum. Af- þökkuðu þeir aðstoð sjúkra- bíls og ætluðu sjálfir að láta fjarlægja bílinn. -kgk Vilja friðlýsa leirur Borgarvogs BORGARBYGGÐ: Sveitar- stjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt þá tillögu umhverf- is- og landbúnaðarnefndar að hafin verði undirbúningur að friðlýsingu leiranna í Borgar- vogi vegna mikilvægi svæðis- ins fyrir fuglalíf. Borgarvog- ur er allur, ásamt fjörum, á B- hluta náttúruminjaskrár en þar eru leirur og fitjar með miklu fuglalífi. Geta sveitarfélög átt forgöngu um friðlýsingu svæða og hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar falið stjórn- sýslu- og þjónustusviði að afla gagna og undirbúa vinnu við friðlýsingu svæðisins. -kgk Lífeyrisgreiðslur verði skattlagðar strax ALÞINGI: Flokkur fólksins hefur endurflutt þingsálykt- unartillögu um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði, en málið komst ekki á dag- skrá síðasta þings. „Lagt er til að í stað þess að staðgreiðsla tekjuskatts fari fram við út- greiðslu lífeyrissparnaðar þá fari hún fram þegar iðgjald og mótframlag er greitt inn í líf- eyrissjóð. einnig er lagt til að þeim fjármunum sem breytt fyrirkomulag skilar verði var- ið í þágu aukinnar velferðar,“ segir í tilkynningu frá Flokki fólksins. „Þessi aðgerð myndi auka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða án þess að skerða með nokkru ráðstöfunartekjur almennings. Þannig mætti gera ríkissjóði kleift að ráðast í frekari aðgerðir í þágu fátæks fólks sem verður hvað verst fyrir efnahagslegum áhrifum Covid-19,“ segir í greinargerð með tillögunni. -mm Undanfarin ár hafa Veitur, dóttur- félag orkuveitu Reykjavíkur, stað- ið í stórræðum á Vesturlandi. Ver- ið er að endurnýja hitaveituæðina á milli Deildartungu í Reykholts- dal og dælustöðvanna fyrir þétt- býliskjarnana Hvanneyri, Borgar- nes og Akranes. Alls er lagnaleið- in um 74 kílómetrar. Nú er lokið við endurnýjun á 46,5 km og gert ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir fram á árið 2026. Í sumar hefur lögnin meðfram Akrafjallsvegi ver- ið endurnýjuð. Athygli hefur vak- ið hversu vel hefur verið staðið að frágangi lands á gamla lagnasvæð- inu eftir framkvæmdirnar. eldri lögnin var lögð ofanjarðar og lá því eftir grónum garði. Nýja lögnin er hins vegar öll lögð neðanjarðar og hverfur því sjónum. Gissur Þór Ágústsson hjá Veit- um, sem ber hið þjála starfsheiti „sérfræðingur í rekstri hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu,“ segir mark- mið Veitna ávallt að ganga þannig frá eftir framkvæmdir að svæðið sé ekki síðra en fyrir framkvæmd- ir. Hann segir jafnframt að margir hafi komið að máli við hann und- anfarið og hrósað Veitum fyrir frá- ganginn. Nýlega var lokið við áfangana á milli dælustöðvarinnar við Akra- nes og Kjalardals, 7,8 km og á milli Kjalardals og Urriðaár, 2,7 km. Verktaki í báðum áföngum var Þróttur ehf. vélaleiga á Akranesi. Undirverktakar voru Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar sem sá um alla suðuvinnu við lögnina og Bald- ur Árni Björnsson, bóndi í Múla- koti í Lundarreykjadal, sem sá um girðingarvinnu. Gamla lögnin er úr asbesti en mjög strangar reglur gilda um förgun efnisins. Allt asbestið hef- ur verið flutt á viðurkenndan urð- unarstað í Fíflholtum sem er í eigu Sorpurðunar Vesturlands hf. sem aftur er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Samhliða framkvæmdum Veitna hefur Vegagerðin endurnýjað og aflagt vegskurði sem liggja nærri vegum. eldri skurðir voru oft hálf- fullir af vatni og því umferðarör- yggismál að endurnýja þá. Veitur hafa einnig grafið nýja skurði að sunnanverðu við lögnina í Akraflóa á ýmsum stöðum en það er gert til að viðhalda virkni í gömlum kíl- ræsum sem eru í flóunum. Við verkið hefur þurft að fjar- lægja talsvert magn af girðingum og hliðum og hafa þær allar verið endurnýjaðar. Nú, þegar ekið er um Akrafjallsveg, má því glöggt sjá breytta ásýnd til hins betra. frg Nýjar girðingar og ný hlið. Góður frágangur eftir framkvæmdir við hitaveituæð Gissur Þór Ágústsson við endurnýjaða lögn ofan við Hvítanes.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.