Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202016 Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, ritaði nýverið bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún til þess að opið helgi- hald falli niður í kirkjum landsins í októbermánuði, vegna Covid-19 faraldursins. Þess í stað verði hug- að að því að boða fagnaðarerindið í streymi. Biskup óskaði þess jafn- framt að kóræfingar falli niður í mánuðinum og hvetur organista og kórstjóra til að halda uppi æf- ingum í gegnum fjarfundabúnað. Sömuleiðis hvatti biskup til þess að boðaðir fundir, ráðstefnur og þing verði haldin rafrænt, sé það mögu- legt, eða frestað ef hægt er. Barna- og æskulýðsstarfi kirkj- unnar verður haldið áfram fyr- ir börn sem fædd eru árið 2005 eða síðar auk fermingarfræðslu, að teknu tilliti til allra sóttvarnar- reglna. eldri borgara starf kirkj- unnar fellur niður í októbermánuði og hvetur biskup presta og djákna til að huga að þeim aldurshópi með símtölum og sálgæslu. Tuttugu manna samkomutak- markanir eru sem kunnugt er í gildi í landinu, en meðal undantekninga frá þeim fjöldatakmörkunum eru útfarir, sem miðast við 50 manns. Mælist biskup til þess að þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma vísi frá sér og minnir á að tuttugu manna takmarkanir gildi um aðrar kirkjulegar athafnir, svo sem skírnir og hjónavígslur. kgk Alls greindust 83 ný kórónuveiru- smit hér innanlands á mánudag- inn, en fjöldi nýrra smita hafði ver- ið öllu lægri dagana á undan. er fjöldi nýrra sína sem greindust á mánudag sambærilegur við dagleg- an fjölda greindra smita dagana fyr- ir helgi. Í gær voru samtals 1.071 í einangrun með Covid-19 og 3.436 í sóttkví. 22 lágu inni á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins, þar af voru þrír á gjörgæslu. Frá mánudegi til föstudags í síð- ustu viku, 5.-9. október, greind- ust 465 ný smit innanlands, eða að meðaltali 93 sýni á dag yfir þetta fimm daga tímabil. Um helgina greindust samtals 109 smit en vel að merkja voru mun færri sýni tek- in um helgina en í vikunni á undan. Dagana 5.-9. október voru sýna- tökur aldrei færri en 2.500 á dag og þær voru fleiri en 4.000 talsins bæði á fimmtudag og föstudag. Til samanburðar voru rúmlega 2.100 sýni tekin á laugardag. rétt rúmlega 1.500 á sunnudag en síðan fjölgaði þeim í tæplega 3.700 á mánudag- inn, 12. október síðastliðinn. Í rénun á Vesturlandi Faraldurinn virðist vera í rén- un á Vesturlandi. Hægt en örugg- lega hefur fækkað í hópi þeirra sem þurfa að sæta sóttkví eða einangr- un. Í gær, þriðjudaginn 13. október, voru 18 manns í einangrun með Covid-19 í landshlutanum, skv. töl- um Lögreglunnar á Vesturlandi, en 33 í sóttkví. Til samanburðar var 21 í einangrun á föstudaginn og 64 í sóttkví. Í gær voru flestir í einangrun á starfssvæði heilsugæslunnar á Akranesi, eða tíu manns, en fjórir í Grundarfirði, þrír í Stykkishólmi og einn í Borgarnesi. Í sóttkví voru 29 á Akranesi, tveir í Grundarfirði, einn í Stykkishólmi og einn í Borg- arnesi. enginn var í sóttkví eða ein- angrun í Búðardal eða í Ólafsvík. Hertar aðgerðir eins og greint hefur verið frá tóku hertar sóttvarnaraðgerðir gildi á höfuðborgarsvæðinu síðastlið- inn miðvikudag. Kveða þær með- al annars á um grímuskyldu við- skiptavina verslana og tveggja manna nálægðarmörk í öllum skólum, að undanskildum börn- um fæddum 2005 og síðar. Þjón- usta sem krefst nándar er óheim- il, sund- og baðstöðum var lokað og íþróttir og líkamskrækt innan- dyra er óheimil. Takmarkanir eru þó rýmri fyrir börn fædd 2005 og síðar. Æskulýðs- og tómstunda- starfi þess hóps er haldið áfram og sá aldurshópur fer í skólasund. Auk reglnanna gaf sóttvarna- læknir út tilmæli þess efnis að íþróttakeppni yrði frestað um tvær vikur, líka hjá félögum utan höfuð- borgarsvæðisins. Hefur keppni í Íslandsmótunum í knattspyrnu og körfuknattleik þannig verið slegið á frest í bili, svo dæmi séu tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundi á mánudag að gagnrýni og umræða um sóttvarnaraðgerðir væri nauð- synleg og góð. Hins vegar þyrftu gagnrýnendur að líta til þess sem kynni að gerast ef veirunni yrði sleppt lausri. Nú þegar hefðu milli 1% og 2% þjóðarinnar smitast. ef útbreiðslan næði til 10% þjóð- arinnar gerðu það um 36 þúsund manns og slíkt gæti hæglega gerst á fjögurra til sex vikna tímabili. Við slíkar aðstæður þyrftu á bilinu 1.200 til 2.300 manns að leggjast inn á sjúkrahús, miðað við reynsl- una hér innanlands til þessa. 110 til 600 gætu þá þurft pláss á gjör- gæslu, þar af 90 til 350 sem þyrftu á öndunarvél að halda og allt að 200 manns gætu látist af völdum sjúkdómsins. „Það er ljóst að til- tölulega lítið útbreiddur farald- ur, 10%, myndi valda slíku álagi á heilbrigðiskerfið að það myndi bitna á öðrum sjúklingum og valda umtalsverðum samfélagslegum skaða,“ sagði Þórólfur. Þetta þyrfti að taka til greina í allri umræðu um sóttvarnaraðgerðir. „ef mikið yrði slakað á í samfélagslegum að- gerðum myndum við sjá útbreidd- ari faraldur og töluvert útbreidd- ari en þessi 10%,“ sagði hann og bætti því við að menn gætu aðeins ímyndað sér ef reyna ætti að ná svokölluð hjarðónæmi meðal þjóð- arinnar, en til þess er talið að lág- mark 60% þurfi að smitast. „Menn geta bara ímyndað sér ef við sjáum 60% smitast á stuttum tíma hvers lags afleiðingar það myndi hafa í för með sér. ekki bara fyrir heil- brigðiskerfið, spítalakerfið, heldur samfélagið allt,“ sagði Þórólfur og brýndi fólk til að sýna áfram sam- hug og samstöðu í baráttunni við veiruna. Það væri besta sóttvörnin. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Matvælastofnun barst nýlega til- kynning frá Dýraspítalanum í Víðidal um að sníkjudýrið encep- halitozoon cuniculi hafi greinst í tveimur kanínum með mótefna- mælingum í blóði. er það fyrsta staðfesta smit af þessari tegund í kanínum hér á landi. Matvæla- stofnun vill vekja athygli dýraeig- enda og dýralækna á þessu, svo að- ilar verði vakandi fyrir sjúkdóms- einkennum og leiti mögulega eft- ir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Þar sem þekkt er að þetta sníkjudýr finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum, verður ekki gripið neinna aðgerða af hálfu yfir- valda til að reyna að takmarka frek- ari dreifingu þess. Hér á landi greindist e. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu ald- ar, og einnig í minkum og músum. Hefur sjúkdómurinn sem einfrum- ungurinn veldur verið kallaður „refavanki“ á íslensku, en erlend- is gengur hann undir nafninu no- sematosis eða encephalitozoonos- is. engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynn- ingar- og skráningarskylda sjúk- dóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á encephalitozoon cuniculi til Matvælastofnunar. Smitleiðir e. cuniculi er einfrumungur, svo- kallað frumdýr (e. Protozoa). Hann finnst í frumum hýsils og dreifist með því að mynda gró sem geta borist út með þvagi eða saur. Geta gróin verið smithæf í umhverfi í langan tíma. Þegar gróin berast í nýjan hýsil t.d. með vatni eða fóðri, þá opnast gróin með smitefninu sem finnur sér leið inn í frumur hýsilsins og byrjar að fjölga sér upp á nýtt. Um 1-2 mánuðir líða oftast áður en nýr hýsill skilur út smithæf gró. Smit getur einnig borist frá móður til afkvæma á meðgöngu. Einkenni Flest spendýr sem smitast sýna eng- in einkenni, en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýr- um. einkenni frá taugakerfi getur verið skekkja á höfuðstöðu, óstöð- ugleiki, hringganga og óeðlileg- ar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið að það sjáist hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið ann- ars einkennalaust. e. cuniculi ein- frumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða lang- vinnri nýrnabilun. Greining Sjúkdómseinkenni geta vakið grun um smitsjúkdóminn, en oftast þarf annað hvort krufningu og vefj- askoðun, greiningu á DNA sníkju- dýrsins (PCR) í vef eða líkamsvess- um eða mótefnamælingu í blóði til að staðfesta smit. Mótefni geta oft- ast mælst 3-4 vikum eftir smit og mælast yfirleitt 4 vikum áður en vefjabreytingar eru sýnilegar í nýr- um (eða öðrum vef) og útskilnaður á gróum hefst. Meðhöndlun og fyrir- byggjandi aðgerðir Lítið hefur verið birt af vísinda- greinum um árangursríka með- höndlun á refavanka. Meðhöndlun gengur út á almenna stuðningsmeð- höndlun ef dýr sýna sjúkdómsein- kenni og þá til að milda einkenni. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að meðhöndlun með sníkjudýralyfj- um getur bæði fyrirbyggt og með- höndlað sýkingu að einhverju leyti. Þó er alls óvíst að taugaeinkenni, eða önnur sjúkdómseinkenni gangi til baka, þrátt fyrir meðhöndlun þar sem sjúkdómseinkenni byggj- ast ekki bara á tilvist sníkjudýrsins, heldur líka á ónæmisviðbrögðum hýsilsins. Fyrirbyggjandi meðferð með sníkjudýralyfjum og hreinlæti við fóðrun getur hinsvegar minnk- að líkur á smiti. -fréttatilkynning frá Matvæla- stofnun Smitsjúkdómurinn „refavanki“ greinist í kanínum Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Ljósm. úr safni. Helgihald falli niður í október Mörg hundruð smit á rúmri viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.