Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 21 Pennagrein Um miðja síðustu öld var tekin póli- tísk ákvörðun um hvar reisa skyldi Sementsverksmiðju ríkisins. Á þeim tímapunkti sem sú ákvörðun var tekin var engin stóriðja í landinu. Það gefur því augaleið að ýmsir bæir og þorp landsins litu hýru auga til þess að fá slíka verksmiðju í bæj- arfélagið sitt. Sementsverksmiðj- an myndi skapa gríðarlegt atvinnu- öryggi. Lengi vel stóð til að reisa verksmiðjuna á Vestfjörðum, nán- ar tiltekið við Önundarfjörð. Í bar- áttunni um sementsverksmiðjuna áttu Skagamenn þó hauk í horni, atvinnumálaráðherrann sem sá um málið, Bjarna Ásgeirsson, þing- mann Mýramanna. Hann og Pét- ur ottesen, þingmaður Borgfirð- inga, sameinuðu krafta sína í mál- inu eins og samferðamenn þeirra minntust síðar með skrifum í blöð eins og; „fyrir samstarf og baráttu þingmanna Borgarfjarðarhéraðs, þeirra Péturs ottesen og Bjarna Ásgeirssonar að Sementsverksmiðja ríkisins var staðsett á Akranesi“ og „Bjarni heitinn Ásgeirsson ákvað um svipað leyti og bygging áburð- arverksmiðjunnar var ráðin, að sem- entsverksmiðju skyldi fenginn stað- ur á Akranesi. Var það fyrir hvatn- ingu Péturs ottesen og með atbeina samráðherra Bjarna.“ Þegar Bjarni Ásgeirsson skipaði þriggja manna nefnd í upphafi árs 1949 til að ljúka við rannsóknir á því hvar reisa skyldi sementsverk- smiðju var sú nefnd að sjálfsögðu fagmannlega skipuð. oddaatkvæð- ið var að sjálfsögðu í höndum son- ar ráðherrans, Jóhannesar Bjarna- sonar. Málið var unnið á ógnar- hraða og í ágúst þetta sama ár var skipuð önnur nefnd til að gera til- lögur að staðsetningu fyrirhugaðrar sementsverksmiðju og voru í henni fjórir menn, einn þeirra var Sig- urður Símonarson, múrarameistari á Akranesi. en setja má spurning- armerki við það hvers vegna hann hafi verið í þessari óháðu fagnefnd ráðherra. Sigurður var einnig sett- ur strax í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. Í bréfi sem Pétur ottesen sendi Bjarna Benediktssyni á þess- um tíma bað hann Bjarna að greiða leið Sigurðar í stjórn sementsverk- smiðjunnar meðal annars á þeim forsendum að hann væri „mjög traustur Sjálfstæðismaður.“ Þessi óháða fjögurra manna tillögunefnd í ágúst 1949 komst að þeirri niður- stöðu að Akranes væri vænlegasti kosturinn til þess að reisa sements- verksmiðju. Nefndin tók sér raun- ar aðeins þrjá daga í að komast að þeirri niðurstöðu þrátt fyrir að rannsóknum væri mjög ábótavant. Akranes var staðurinn og spilaði þar sennilega inn í samþykktir bæj- arstjórnar Akraness nokkru áður. en bæjarstjóri Akraness, Guðlaug- ur einarsson, sendi atvinnumála- ráðuneytinu bréf 1. júní árið 1949 þar sem sagði meðal annars: „Bæj- arsjóður Akraness mun gefa Sem- entsverksmiðjunni, ef hún verð- ur staðsett á Akranesi, kost á lóð í grennd við höfnina, eftir nánara samkomulagi við verksmiðjunefnd- ina, og mun bæjarsjóður taka á sig kostnað af lóðarkaupunum, ef um slíkt verður að ræða.“ Traðkað á íbúum Bæjaryfirvöld á Akranesi voru búin að lofa upp í ermina á sér áður en ljóst var hvar verksmiðjan yrði byggð. Bæjarstjóri Akraness sendi bréf til skipulagsstjóra Skipulagsnefnd- ar ríkisins 12. nóvember 1949 þess efnis að fyrirhugað væri að byggja sementsverksmiðjuna á Ívarshúsa- lóð og næstum lóðum við hana. Svo virðist sem það væri eini raunhæfi möguleikinn. Ég held að flestir, nú sem fyrr, séu á því að bygging stór- iðju í miðbæ bæjarfélags er afleit hugmynd. Í áliti Skipulagsnefnd- ar ríkisins koma svipuð sjónarmið fram í bréfi til bæjarstjóra Akra- ness snemma árs 1950 en þar sagði: „Skipulagsuppdráttur hefir þó ekki gert ráð fyrir slíkum stóriðnaði svo nærri byggðinni og nefndin tel- ur ekki að til greina hefði kom- ið að reisa nein þeirra íbúðarhúsa, sem komin eru neðan Suðurgötu og við Mánabraut, ef upphaflega hefði verið gert ráð fyrir slíkum mann- virkjum iðnaðar, sem hér um ræðir. Telur nefndin síst veita af öllu land- svæðinu að Suðurgötu. Í því sam- bandi vill nefndin benda á það, að þeir lóðareigendur, sem nú eiga hús á þessum slóðum, hafa byggt þau á þeim forsendum að þarna væri ákveðinn íbúðarréttur og er ekki ólíklegt, að þeir teldu sér stafa slík óþægindi af nálægð verksmiðjunn- ar, sem kynnu að valda bótaskyldu frá bæjarsjóði.“ Það var því ljóst allt frá upphafi að staðsetningin væri beinlínis ekki ákjósanleg sem og að hún yrði umdeild meðal íbúa. Ákvörðunin að byggja verksmiðj- una á Ívarshúslóðinni var ekki bor- in undir landeigendur. Guðbjarni Sigmundsson frá Ívarshúsum átti stærstan hluta lóðarinnar og barð- ist hann gegn bæjaryfirvöldum sem ætluðu að greiða lítið sem ekkert fyrir lóðirnar til að gefa ríkinu þær. en honum var stillt upp við vegg eins og kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Akraness frá fundi 25. apríl árið 1950. „Skuldbindur bæjarstjórnin sig til að greiða all- an kostnað við eignarnám þessara lóðarhluta og mannvirkja á þeim.“ Daníel Ágústínusson tók við sem bæjarstjóri Akraness árið 1954 og var eitt af hans fyrstu stóru verkefn- um að ganga til samninga við Guð- bjarna eins og hann lýsti í minn- ingargrein sinni um Guðbjarna. Gekk Guðbjarni ósáttur frá borði frá þeim samningum enda mátu bæjaryfirvöld lóð hans eins lágt og þau gátu. Í einni svipan var búið að hirða af Guðbjarna óðalið sem hann hafði alist upp á og búið nær alla tíð, öll hlunnindi voru hrifs- uð af honum. Pólitíkin réði för og hagsmunir Guðbjarna virtust engu skipta. Guðbjarni undi ekki þessari niðurstöðu. Hann las lög og sótti málið sjálfur í Hæstarétti Íslands þar sem hann vann það og fékk þar einhverjar sárabætur, en jörðin var farin. Árið 1975 átti ríkið svo eftir að eignast einbýlishús hans, Ívars- hús, sem þá var orðið óíbúðarhæft af sprunguskemmdum eftir bygg- ingu sementstankanna. Önnur þekktari persóna í sögu Akraness, Haraldur Böðvarsson var einnig ekki hrifinn af þessum áformum og ritaði grein í Morg- unblaðið 9. september árið 1954 sem bar yfirskriftina „Sementsverk- smiðjuna má ekki staðsetja í miðju vaxandi bæjar.“ Þar sem hann sagði að sementsverksmiðja ætti að vera á „afviknum stað, langt frá mannabú- stöðum og matvælaframleiðslu.“ Stakk hann upp á því að verksmiðj- an yrði frekar í Hvalfirði. Óafturkræf umhverfisspjöll en hvers vegna að rifja þetta upp? Jú, nú hefur Sementsreiturinn svo- kallaði verið mikið til umræðu und- anfarin ár og fyrirhuguð uppbygg- ing á honum. Það er því vert að rifja upp með hvaða hætti hann varð til. Hann varð til af pólitískum klækja- brögðum frá A-Ö, þar sem m.a. var traðkað á íbúum bæjarins. Virð- ing var ekki í hávegum höfð þeg- ar Sementsreiturinn varð til. Stór- iðju var þröngvað inn í þéttbýli, og reis í bakgörðum fólks, eða jafnvel á jörðum þeirra gegn vilja þeirra. ef skynsemi hefði verið höfð að leið- arljósi hefði Sementsverksmiðja ríkisins aldrei verið reist á þessum stað. en hér skal tekið fram að að- eins er um gagnrýni á staðarval- ið að ræða. ekki er ég að gera lít- ið úr þeim áhrifum sem hún hafði á atvinnulíf bæjarins, þau eru ótví- ræð. en þegar við lítum til baka voru þessir áratugir þess virði? Því með þessari pólitísku ákvörðun að reisa Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi urðu hræðileg umhverf- isspjöll á einni helstu náttúruperlu Akraness. Langisandur var eyði- lagður með landfyllingu og munum við Skagamenn sennilega aldrei aft- ur sjá hann í neinu samræmi við það hvernig náttúran útbjó hann, það er liðin tíð. Lóðin sem sements- verksmiðjan reis á var engan veg- inn gerð fyrir stóriðjuuppbyggingu eins og kom fram í mati Skipulags- nefndar ríkisins. Þetta voru óaftur- kræf umhverfisspjöll sem eru okkur Skagamönnum til ævarandi skamm- ar. Virðingarleysið var algjört. Und- ir lok níunda áratugarins tjáði Árni Ibsen, rithöfundur, sig um þetta mál í þætti sínum Gestaspjalli sem fluttur var í Ríkisútvarpinu. Hann var ómyrkur í máli eins og sjá má á erindi hans. „eina baðströndin sem risið hefur undir nafni á Íslandi var á Akranesi, ég segi var, vegna þess að sú baðströnd var eyðilögð áður en það komst almennt í tísku að sleikja sólskinið og fara í sjóböð. Þessi bað- strönd var strandlengjan á sunnan- verðum Skaganum og náði frá Ív- arshúsaklettum skammt frá höfn- inni og alla leið inn að Höfða þar sem nú er elliheimilið. Ströndin hét Langisandur og heitir það víst enn, þó búið sé að stytta hana og svo var hún breið og það flöt að maður tók ekki eftir því að einhver halli var á henni niður að flæðarmálinu fyrr en sjórinn fór að hækka á flóðinu. Sand- urinn var svartur, kolsvartur og svo sléttur að þar var stundum keppt í alvöru fótbolta... en það kunnu fáir að meta þessa náðargjöf, sem Lang- isandur var, aðrir en börn og hús- mæður og því fór sem fór. einhverj- um snillingum datt í hug að skella eins og einni sementsverksmiðju á sandinn, nóg var plássið, en þess- ari ummyndun landslagsins verður líklega seint jafnað við þá ummynd- un sem Jóka tröllkerling stóð fyr- ir þegar hún flutti Akrafjallið forð- um daga, á sinn stað. Verksmiðjan reis við Ívarshúsakletta og teygði sig eftir sandinum hér um bil þriðjung vegalengdarinnar í átt til Höfða. Um það bil á miðri baðstrandar- paradísinni var byggð heljarstór þró sem er sjálfsagt hálft í kílómetri að lengd, og hátt í tvö hundruð metra að breidd.“ en þrátt fyrir þessa hræðilegu eyðileggingu varð þó eitthvað eftir á Langasandi og eru stjórnmálamenn iðnir við að minna á hvílík náttúru- perla ströndin sé. Þegar Bláfáninn var dreginn að húni í fimmta skipt- ið árið 2017 sagði Sævar Freyr Þrá- insson bæjarstjóri eftirfarandi sem vitnað var til í Skessuhorni 5. júlí árið 2017, „Langisandur er nátt- úruperla sem þekkist vart í þéttbýli. Bláfáninn hvetur okkur áfram í að halda sandinum hreinum og bjóða upp á góða aðstöðu svo fólk nýti sér þessa náttúruperlu okkar Skaga- manna.“ Ég er hjartanlega sammála orðum Sævars fyrir þremur árum síðan. en því miður virðist Sæv- ar hafa skipt um skoðun, því hann birtist glaður í bragði í fréttatíma Ríkissjónvarpsins nú fyrir helgi þar sem hann sagði frá f r a m k v æ m d u m við hækkun Fax- abrautar og efl- ingu sjávargarðs sem er liður í upp- byggingu Sementsreitsins. Bæjaryf- irvöld ætla því að bæta um betur við skemmdarverkin sem framin voru um miðja síðustu öld og enn verður gengið á Langasand. Það sem tap- ast nú af Langasandi er vissulega ekkert í líkingu við það sem gert var þegar sementsverksmiðjan var reist. en við slíka framkvæmd þarf að hafa í huga hvert samhengið er. Hér er ekki aðeins um lítið rask á sandinum að ræða heldur viðbót við þau spjöll sem unnin hafa verið. en maður veltir fyrir sér, er sú gríðar- lega landfylling sem átti sér stað um miðja síðustu öld, með tilheyr- andi spjöllum, ekki nægileg fyrir Skagamenn? Þurfum við í alvöru að ganga lengra? er engin önnur lausn en að reisa allar þessar íbúðir þarna. Auðvitað er eðlilegt að reistar séu íbúðir þarna að einhverju marki, en þarf allt þetta magn að vera á þessu svæði, sem krefur okkur að fara í þessar stórframkvæmdir? Það er deginum ljósara að bæjar- fulltrúar á Akranesi veigra sér ekki við að fylla upp í helstu náttúru- perlur Skagamanna. Réttast væri að bæjaryfirvöld segðu hér staðar num- ið frekar en að halda áfram að skrifa þennan sorgarkafla í sögu Akraness. Þeir geta fyllt í Langasand á þeim forsendum eins og segir í fram- kvæmdaleyfinu; „engin friðlýst svæði eða svæði á náttúruminjaskrá eru í grennd við framkvæmdasvæð- ið og á því eru ekki náttúrufyrir- brigði sem njóta sérstakrar vernd- ar skv. 37. gr. laga nr. 44/1997 um náttúruvernd.“ er ekki kominn tími til þess að Langasandi verði sýnd tilhlýðileg virðing? Að það sé ekki geðþótti bæjarfulltrúa hverju sinni að sneiða af Langasandi? Hver seg- ir að það verði ekki tekið meira af honum? Segjum að rísi byggð við Sólmundarhöfða, af hverju ættu bæjaryfirvöld ekki að fylla upp í Langasand þá? Hættuleg fordæmi eru til staðar. Stjórnmála- og embættismönnum á Akranesi virðist ekki vera treyst- andi fyrir Langasandi, því spyr ég; væri ekki nær að friða Langasand? Björn Þór Björnsson. Höf. er Skagamaður. Væri ekki nær að friða Langasand? Hér má líta lítinn hluta Langasands sem hvarf undir landfyllingu við byggingu Sementsverksmiðju ríkisins. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.