Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Page 12

Skessuhorn - 14.10.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202012 enn er mikið líf á fasteignamarkaðn- um á Íslandi og meðalsölutími íbúð- arhúsnæðis er stuttur, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar er litið til fjölda íbúða sem tekn- ar hafa verið úr birtingu hjá fast- eignasölum, en það gefur góða vís- bendingu um sölu fasteigna nánast í rauntíma. Í september síðastliðn- um var metfjöldi eigna tekinn úr birtingu, eða 1.117 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu, sem bendir til þess að ekkert lát sé á fasteignakaupum landsmanna um þessar mundir. Það er 15% meira en í ágúst og um 54% aukning frá september í fyrra. Meðalsölutími fasteigna hefur verið sögulega stuttur undanfarna mánuði, einkum á dýrari eignum, en hann er nú 46 dagar að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu en 68 dagar annars staðar á landinu. Ástæðan er meðal annars talin vera sú að óverð- tryggðir vextir á íbúðalánum séu í sögulegu lágmarki. Samfara styttri sölutíma hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu einnig hækkað umtalsvert. Árs- hækkun á höfuðborgarsvæðinu mældist þannig 4,5% í ágúst mið- að við pöruð viðskipti. Þó dregið hafi úr árshækkun frá mánuðinum á undan hefur takturinn legið upp á við frá því í byrjun þessa árs. Árs- hækkunin í nágrannasveitarfélög- um höfuðborgarsvæðisins mæld- ist 3,9% en annars staðar á lands- byggðinni mældist 2,4% lækk- un. Þá tölu verður þó að taka með ákveðnum fyrirvara, þar sem kaup- samningar eru mun færri og íbúða- markaður mismunandi milli sveit- arfélaga. „Árshækkun íbúðaverðs mælist mjög áþekk ef notast er við vísitölu söluverðs eða 4,6% á höf- uðborgarsvæðinu, 4,4% í nágranna- veitarfélögum þess en annars staðar á landinu mældist 2,1% hækkun í stað lækkunar eins og þegar miðað er við vísitölu paraðra viðskipta,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar. Samdráttur á byggingamarkaði Nýjasta talning Samtaka iðnaðar- ins bendir til þess að mikill sam- dráttur sé í fjölda íbúða í byggingu, einkum á fyrstu byggingarstigum. Samkvæmt talningunni eru 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgar- svæðinu og nágrannasveitarfélög- um en þær voru 6.005 í hausttaln- ingunni í fyrra. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. ef fjöldi íbúða á fyrstu byggingastigum er skoðaður, þ.e. að fokheldu, sést að samdrátt- urinn nemur um 41% frá talning- unni síðastliðið haust. Þetta bend- ir til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá Samtaka iðnað- arins gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess á næsta ári og um 1.923 íbúðir árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá samtakanna frá því í september í fyrra. Samkvæmt grunnspá síðustu íbúðaþarfagreiningar HMS, sem gerð var í lok síðasta árs og nær til ársins 2040, þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári að meðal- tali um allt land til að mæta íbúða- þörf landsmanna, bæði þeirri sem telst í dag óuppfyllt og þeirri sem mun myndast á næstu árum. „Því gæti myndast framboðsskortur ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,“ seg- ir á vef HMS. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Framkvæmdir við nýja húsbygg- ingu Veitna við Lækjarflóa á Akra- nesi ganga vel. Húsbyggingin sem um ræðir mun hýsa nýja starfs- stöð Veitna á Vesturlandi og er hún hluti af svokölluðum við- spyrnuverkefnum fyrirtækisins. „Á stjórnarfundi Veitna 8. apríl síðastliðinn voru samþykktar að- gerðir til að bregðast við þeim af- leiðingum sem Covid-19 faraldur- inn hefur haft á atvinnulíf lands- ins. Veitur ætla að sýna samfélags- lega ábyrgð í verki og auka fjár- festingar í mannaflsfrekum verk- efnum á starfssvæði sínu með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnu- stigi í landinu eins og kostur er. Samþykkt var að auka fjárfesting- ar Veitna um samtals tvo milljarða króna á árinu 2020 og um allt að fjóra milljarða króna 2021 og af því fara um 640 milljónir í verkefni á Akranesi, þ.e. í húsbygginguna og einnig er í bígerð að taka upp nýtt vatnsból. Það er ánægjulegt að það skuli hafa verið verktaki á Akranesi sem varð hlutskarpastur í opnu út- boði auk þess sem einingar hússins eru keyptar af BM Vallá í bænum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við Skessuhorn. Byggingin sem um ræðir mun hýsa starfsfólk Veitna en sem kunnugt er fannst mygla í gömlu starfsstöðinni auk þess sem búið er að breyta skipulagi svæðisins Dalbrautar, þar sem hún stendur, þannig að iðnaður á að víkja fyrir íbúðabyggð. Húsið í Lækjarflóa, verður byggt á einni hæð og skiptist í skrifstofu- hluta og verkstæðishluta. Í skrif- stofuhlutanum verða skrifstofur, vinnuherbergi og fundaaðstaða auk kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn og búningsherbergja. Verkstæðishlut- inn skiptist annars vegar í lager og almennt verkstæði með hleðslurými fyrir lyftara og inntaksrýmum og hins vegar í aðstöðu fyrir fráveitu til þrifa og viðgerða á búnaði, með tilheyrandi búnings- og þvottaað- stöðu. Þá er einnig tækjageymsla sem er aðgengileg utanfrá. „Að loknu opnu útboði var geng- ið til samninga við lægstbjóðanda, Sjamma ehf. frá Akranesi og koma allir helstu undirverktakar Sjamma einnig frá Akranesi. Framkvæmd- ir hófust á jarðvinnu seinni hluta ágústmánaðar og áætluð verklok eru í lok ágúst 2021. Húsið er byggt með burðarvirki frá Límtré Vírnet og forsteyptum einingarlausnum frá BM Vallá á Akranesi auk yleininga fyrir iðnaðarhluta sem koma einnig frá Límtré Vírnet,“ segir Ólöf. Hún segir verkið hafa gengið vel, jarðvegsskiptum undir byggingu og útisvæði er lokið ásamt því að búið er að koma upp forsteyptum sökkl- um. Á næstu vikum hefst svo upp- setning á einingum fyrir skrifstofu- hluta hússins og stefnt er á að bygg- ingin verði risin og orðin fokheld í janúar 2021. frg Umhverfisstofnun hefur staðið fyrir sýnatökum í vatni í þeim til- gangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaum- hverfi í evrópu. Sýni voru tekin á höfuðuðborgarsvæðinu; í sjón- um við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk. Um er að ræða efni sem eru á sérstök- um vaktlista evrópusambandsins og hefur m.a. að geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Að auki var kannað hvort hér á landi fynd- ust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. „Helstu niður- stöður mælinganna eru að í sýn- unum var að finna þrjú efni af 16 á vaktlista evrópusambandsins. efn- in sem um ræðir eru Ciprofloxac- in og Diclofenac sem eru efni sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Að auki fannst kynhormón- ið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. engin varnarefni (skor- dýra- eða plöntuvarnarefni) af list- anum var að finna í íslensku sýnun- um,“ segir í frétt Umhverfisstofn- unar. Stofnunin beinir þeim ein- dregnu tilmælum til almennings að skila lyfjaleifum í apótek sem tryggja viðeigandi förgun efn- anna. Niðurstöðurnar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Lyf- in geta borist í frárennsliskerfin með ýmsum hætti, eins og frá bú- fjárhaldi, með útskilnaði frá fólki eða þegar fólk losar sig við lyf í frárennsliskerfið. Fráveitur á Ís- landi búa ekki yfir búnaði til að hreinsa lyfjaleifar úr fráveitu- vatninu. Af þeim efnum sem eru á sænska vaktlistanum fundust níu efni í mælanlegum styrk í vatni á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýst- ingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem tekin eru við sveppasýking- um og kynsjúkdómum. Nokkrar tegundir lyfjaleifa var að finna í mælanlegum styrk bæði í Kópa- vogslæk og í Tjörninni í Reykja- vík. mm Líflegur fasteignamarkaður Ýmis skaðleg efni úr lyfjaleyfum greinast í vatni Sýni tekin úr sjónum utan við Klettagarða í Reykjavík. Ljósm. Umhverfisstofnun. Tölvuteiknuð mynd af nýrri starfsstöð Veitna á Vesturlandi. Starfsstöð Veitna í byggingu við Lækjarflóa á Akranesi Jarðvegsskiptum er nú lokið og búið að koma sökklum fyrir undir húsið í Lækjarflóa. Ljósm. frg.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.