Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 15 Runólfur SH-135 var smíðaður í skipasmíðastöðinni Stálvík. Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemning í Grundarfirði þegar tekið var á móti þessu glæsta skipi, sem átti eftir að renna styrkum stoðum undir öflugt og þróttmikið atvinnulíf á staðnum næstu 23 árin. Um leið var stofn- að samnefnt félag um útgerð togar- ans. Skipasmíði í fjárvana bankakerfi Það var mikið afrek að ná að smíða bátinn og reyndi þá á ákveðni, úr- ræðasemi og djörfung Guðmundar. Bankakerfið var fjárvana og öll fyr- irgreiðsla laut lögmálum helminga- skiptakerfis sem hann var ekki hluti af. Það var Árna emilssyni, fyrrver- andi útibússtjóra Búnaðarbankans í Grundarfirði og sveitarstjóra, eftir- minnilegt að starfa með Guðmundi en fáir þekktu hann betur en Árni. Þeir fóru margar ferðir suður til Reykjavíkur til að falast eftir lána- fyrirgreiðslu en þá tók aksturinn í það minnsta fimm tíma um erf- iða malarvegi og Borgarfjörðurinn og Hvalfjörðurinn óbrúaðir. „Allra leiðir lágu til Rómar þegar þurfti að leysa hin stærri mál og fá nið- urstöðu í þau. Margar ferðir fórum við Guðmundur til bankastjóra Út- vegsbankans til þess að finna leiðir til þess að fjármagna smíði togarans Runólfs, sem var risaverkefni. Veð- ur voru oft válynd og vondir vegir og því var tíminn í ferðunum not- aður til þess að búa okkur undir þessa mikilvægu fundi. excel-skjöl voru þá ekki til og talnaflóð um fánýta hluti voru ekki í hávegum höfð, heldur var þeim mun meira farið með ljóð og vísur þar sem hin hreinu sannindi fundust. Guð- mundur kunni þetta allt og voru öll helstu klassísku skáldin á vettvangi. Hann kunni vel að meta brýningu einars Benediktssonar þar sem hann hvatti menn að afla sér stærri og betri skipa, þegar þorskurinn tók að færa sig utar. Guðmund- ur lagði upp úr því að styrkja lið- ið með því að fá þingmenn Vest- urlands, þá Friðjón Þórðarson og Halldór e. Sigurðsson, til að sitja fundina með okkur. Þessir þing- menn voru vinir Guðmundar og alltaf tilbúnir að veita honum full- tingi sitt. eitt sinn taldi Guðmund- ur að bankastjórinn sem þeir voru að heimsækja væri illa fyrirkallaður og bað Guðmundur því Friðjón að sitja við gluggann svo bankastjórinn færi sér ekki að voða! Bankastjórinn var heldur æstur og gekk um gólf og sagðist alls ekki vera í aðstöðu til að ákveða eitt né neitt. Þá stóð Guðmundur upp og sagði banka- stjóranum að setjast og vera eins og maður, því við förum ekki héð- an út fyrr en við fáum niðurstöðu í okkar erindi. Bankastjórinn róaðist, settist, hringdi í konu sína og sagð- ist ekki koma í mat, því inni væru hjá sér vitlausir menn sem neituðu að fara út! Að fundi loknum sagði Friðjón: „Það veitti sko alls ekki af að ég passaði gluggann.“ Annað sinn var Guðmundur í Austurstræti og gustaði af honum þegar hann mætti þar Björgvini í Glettingi sem spurði að bragði hvaða asi væri á honum. Guð- mundur sagðist vera á leið í Dóm- kirkjuna til að fylgja ónefndum bankastjóra síðasta spölinn. Björg- vin spurði hvort hann hefði ein- hverja ástæðu til að fylgja honum. „Jú,“ sagði Guðmundur, „hann var ágætur maður“ - og þagði svo litla stund og bætti svo við: „Ég er hins vegar tilbúinn að fylgja þeim fleir- um.“ Lagði áherslu á umhirðu og viðhald skipanna Guðmundur var aðhaldssamur og nákvæmur með rekstur sinn og með komu skuttogarans var tek- ið fyrir alla óreglu, kæmu menn ekki edrú um borð þurftu þeir ekki að koma. Guðmundur vildi menn sem hann treysti og vildi helst ráða Grundfirðinga. Hann lagði áherslu á umhirðu og viðhald togarans svo að eftir var tekið, hann var eins og nýr þar til hann var seldur. Öll voru þessi skip Guðmundar Runólfsson- ar hinar mestu happafleytur í öllum skilningi og báru ómæld verðmæti að landi til Grundarfjarðar í gegn- um tíðina. Lán hvers byggðarlags Árið 1952 stofnaði Guðmund- ur hlutafélagið Grund ásamt emil Magnússyni og frænda sínum Soff- aníasi Cecilsyni, sem rak fiskverkun og verslun. Fyrirtækið saltaði meðal annars afla af bátum þeirra, Grund- firðingi og Runólfi. Þeir ráku fé- lagið saman um tíma uns Soffaní- as keypti hlut þeirra beggja í fyrir- tækinu og rak einn fram á síðustu ár undir eigin nafni, en börn hans tóku við rekstrinum. Það er lán hvers byggðalags að eiga menn eins og Guðmund, Soffanías og emil og var samstarf þeirra farsælt. Soff- anías var sá varfærni, Guðmundur sá áræðni og emil sá um að sætta sjónarmiðin! Framan af lagði Guð- mundur afla togarans að stærstum hluta til Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar. Guðmundur stofnaði með þeim Sigmundi Friðrikssyni, Júl- íusi Gestssyni, Árna emilssyni og fjölskyldum þeirra frystihúsið Sæ- fang árið 1979 og vann eftir það megnið af afla sínum þar. Félögin Guðmundur Runólfsson og Sæfang voru sameinuð 1993 og varð þá til eitt fyrirtæki sem stundaði veiðar, vinnslu og rekstur netaverkstæðis, undir nafninu Guðmundur Run- ólfsson hf. Kynslóðaskipti Við sameiningu félaganna var mörk- uð sú stefna að byggja upp öfluga bolfiskvinnslu félagsins í Grundar- firði, einkum á karfa, ýsu og þorski. Bolfiskvinnslan er meginstarfsemi fyrirtækisins og er stöðugt unnið að endurbótum á henni. Þær end- urbætur miðast við að auka afköst, hagræðingu og gæði vinnslunnar og ná þannig fram aukinni arðsemi af starfseminni eins og hafði alltaf ver- ið áhersla Guðmundar í rekstri sín- um. Þegar þarna var komið sögu höfðu börn hans tekið við en Guð- mundur hætti daglegum afskiptum af rekstrinum 1986. Öll börn Guð- mundar hafa unnið um skemmri eða lengri tíma við fyrirtækið og næsta kynslóð er að taka við. Ný- lega var ráðist í miklar fjárfestingar á vegum félagsins til að treysta út- gerð og fiskvinnslu í Grundarfirði. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og hjá félaginu starfa nú um 100 manns, bæði á sjó og í landi. Run- ólfur Guðmundsson var frá upphafi skipstjóri á skuttogaranum sem bar nafn afa hans. Guðmundur Smári Guðmundsson hefur stýrt útgerð- inni og fiskvinnslu í landi og tók þar við því starfi sem Guðmundur og Árni emilsson hófu með rekstri Sæfangs. Margvísleg trúnaðarstörf Guðmundur tók að sér ýmis trún- aðarstörf fyrir sjávarútveginn og heimabyggð sína. Hann var for- maður Ungmennafélags Grundar- fjarðar í tíu ár og sat í hreppsnefnd eyrarsveitar. Guðmundur hafði forystu um að reisa Samkomuhús- ið í Grundarfirði á sínum tíma með mikilli sjálfboðavinnu hans og ann- arra ungmenna. Þetta hús var hjart- að í skemmtana- og samkomu- lífi bæjarbúa og var í senn skóli og íþróttahús byggðarlagsins. eng- um blöðum er um það að fletta að þetta var risaátak í þágu fólksins í hreppnum. eftirminnileg er forysta hans á sjómannadaginn í áratugi þar sem hann lagði margt til að gera daginn að helsta hátíðisdegi ársins í Grundarfirði. Hann fór einlægt fyr- ir glæsilegri skrúðgöngu, sem end- aði með guðsþjónustu fyrstu árin í Samkomuhúsinu og síðan í kirkj- unni þegar hún var reist árið 1966. Marga aldna kollega heiðraði hann með því festa heiðursmerki í barm þeirra að viðstöddum heimamönn- um sem voru flestir þátttakendur í þessum hátíðarhöldum. Guðmundur var formaður Út- vegsmannafélags Snæfellsness og í stjórn Fiskifélagsins. Þá tók hann að sér margvísleg trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hann studdi alla tíð. Þar lá hann ekki á skoðun- um sínum þegar honum þótti þurfa enda höfðingjadjarfur og umgekkst alla jafnt, háa sem lága. Þau Guð- mundur og Ingibjörg tóku jafn- framt virkan þátt í félags- og menn- ingarlífi í Grundarfirði og studdu margvísleg framfaramál. Á engan er hallað þó sagt sé að ævisaga Guð- mundar hafi verið samofin byggð- arsögu Grundarfjarðar því á lífs- leiðinni varð hann vitni að mikilli framþróun og breytingum í sveitar- félaginu. Sjálfur átti hann oft stóran hlut að máli, hafði til hinstu stundar óbilandi áhuga á uppbyggingu bæj- arins og lagði ávallt gott til. Líf hans var samofið þorpinu og það fylgdi honum alla leið. Sigurður Már Jónsson Guðmundur og Páll sonur hans með myndalega lúðu á hafnarbakkanum í Grundarfirði. Börn Guðmundar og Ingibjargar. Frá vinstri: Runólfur, Kristján, Páll Guðfinnur, Ingi Þór, Guðmundur Smári, Svanur, María Magðalena og Unnsteinn. Myndin var tekin síðasta sumar þegar komu nýs Runólfs SH til Grundarfjarðar var fagnað. Guðmundur fylgdist með landsmálunum af lífi og sál alla tíð og hóf gjarnan daginn á því að lesa Morgunblaðið. Guðmundur og Ingibjörg við mynd sem listmálarinn Baltasar Samper málaði að beiðni barna þeirra og var hún færð Guðmundi að gjöf þegar hann varð 70 ára. Módelið er af bátnum Hring SI-34.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.