Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202014 Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Runólfs- sonar (f. 9.10.1920 – d. 1.2.2011) skipstjóra og útgerðarmanns í Grundarfirði. Guðmundur er einn af frumkvöðlum Grundarfjarðar og er ævistarf hans samofið uppbygg- ingu byggðarinnar þar sem stend- ur með miklum blóma í dag. Guð- mundur var gerður að heiðursborg- ara Grundarfjarðar árið 2010 en með því vildi bæjarstjórn Grundar- fjarðar sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði. Mestu breytingar Íslandssögunnar Sagt er að ríflega helmingur af strandlengju landsins sé við Breiða- fjörð og lífríki sjávar mótast af því. Þar eru fengsæl og gjöful fiskimið og ekki síður úti fyrir Snæfellsnesinu enda varð Breiðafjörður snemma ein af mikilvægustu miðstöðvum útgerðar á Íslandi með verstöðv- ar meðfram allri strandlengjunni og úti í eyjunum. Lengi framan af var útgerð bundin við árabáta, erfið og háskaleg og afraksturinn oft lít- ill. Vegna nálægðar við hinn gjöf- ula Breiðafjörð var lífsvon fólks- ins þó meiri en víða annars staðar. Sjórinn gaf dýrmæta björg í fátæk bú. Með tímanum jukust líka bjarg- ráðin, bátarnir stækkuðu, í þá voru settar vélar, hafnir voru byggð- ar. Guðmundur Runólfsson er af þeirri kynslóð sjómanna og útgerð- armanna sem í senn stuðlaði að og upplifði mestu breytingu Íslands- sögunnar, til framfara og heilla fyr- ir land og þjóð. Hin öra framþróun til sjávar og sveita og bætt lífsskil- yrði Íslendinga síðastliðna öld eru ævintýri líkust. Á þeim tíma hefur frumstæðum atvinnuháttum verið breytt á þann veg sem best gerist meðal fremstu þjóða heims. Snar þáttur þessa ævintýris er líf og starf manna, víðsvegar um landið, sem með dugnaði, áræði og góðar gáfur í veganesti hófust upp úr sárri fá- tækt til mikilla umsvifa og athafna. Þannig er saga Guðmundar Run- ólfssonar. Fæddist í Stekkjartröð „Þar sem Helgrindur, Kirkjufellið og Brimlárhöfði speglast í sléttum haffletinum, Lambahnjúkurinn og Mönin með Skálardalinn á milli sín breiða út faðminn í suðri, Klakkur- inn rís í austri og Melrakkaey stend- ur traustum fótum í fjarðarmynn- inu,“ þar fæddist Guðmundur Run- ólfsson 9. október 1920 í Stekkjar- tröð í eyrarsveit. Guðmundur var sonur Sesselju Sigurrósar Gísla- dóttur húsfreyju (1880–1948), og Runólfs Jónatanssonar, oddvita og verslunarstjóra (1873–1947). Systkini Guðmundar sammæðra voru: Gísli, Magnús Þórður, Móses Benedikt og Geirmundur. Systkini samfeðra: Þorkell Daníel, Jóhanna, Kristín, Páll Guðfinnur, Halldór og Sigurþór. Torfbærinn yfirgefinn Guðmundur var borinn og barn- fæddur Grundfirðingur og ólst upp í flæðarmálinu í mikilli fátækt, næst- um að segja örbirgð eins og hann sjálfur rifjaði oft upp. Þar sem læk- urinn seytlar og fuglalífið blómstr- ar, krían átti sér sérstakan bústað, spói, hrossagaukur, stelkur og sand- lóa undu sér og bjástruðu á sumr- in, skarfurinn breiddi út vængina til þerris á skerjunum þar sem sel- urinn flatmagaði og einhvers stað- ar vældi lómurinn. Slíkt umhverfi og náttúra mótar fólk. Ársgamall flutti Guðmundur með foreldrum sínum úr torfbæ í framsveitinni í fyrsta húsið sem reist var í Grafar- nesi. Síðar flutti fjölskyldan í Götu- hús sem þau reistu sjálf. Hann var eins og þorpið að taka fyrstu skref- in sem voru lítil og aflvana, en þeim óx ásmegin með hverju ári sem leið. Allir urðu að leggja sitt af mörkum og Guðmundur byrjaði tíu ára til sjós og var tvö sumur á skaki. Strax frá unga aldri gekk Guðmundur til allra starfa og sem ungur mað- ur réðst hann til vinnumennsku í Helgafellssveit þar sem heitir á Gríshóli. Þegar þetta var stóð hug- ur Guðmundar mjög til búskapar og vildi hann verða vel fjáreigandi af gangandi fé eins og dugnaður hans sagði til um. Heimasætan á Þingvöllum Á þessum árum kynntist Guð- mundur konuefninu, Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur, heimasætu á Þingvöllum í sömu sveit. Foreldr- ar hennar voru Kristján Jóhanns- son, bóndi á Þingvöllum og kona hans, María Kristjánsdóttir hús- freyja. Þau Guðmundur og Ingi- björg giftu sig 1947 og byggðu sér heimili í Grundarfirði af ríkum myndarskap þar sem gestrisni var viðbrugðið. Inga var glaðvær kona og vinir þeirra hjóna sögðu hana hafa átt drjúgan þátt í góðu gengi bónda síns enda var hún hans besti ráðunautur og þau samhent. Börn þeirra eru Runólfur, Kristján, Páll Guðfinnur, Ingi Þór, Guðmundur Smári, Svanur, María Magðalena og Unnsteinn. einn dreng misstu þau í frumbersku. Ingibjörg dó 9. október 2008. Byggð rís við Grafarnes Þegar Guðmundur fæddist var ekki risin sú byggð sem síðar varð við fjörðinn og byggðist upp umhverf- is sjávarútveg. Í eyrarsveit lifði fólk af sveitabúskap og minni háttar út- ræði. Á tíma árabátanna var ekki róið frá Grundarfirði og sjómenn fóru suður til vertíðar. eftir að vél- bátar komu var farið að stunda sjó- inn þaðan allan veturinn en byggð- in tók ekki að myndast að neinu ráði fyrr en upp úr 1940 þegar byrj- að var að byggja þar frystihús. Síð- ar þegar byggðin fór að taka á sig mynd við Grafarnes sköpuðust skil- yrði fyrir athafnasama unga menn og konur. Guðmundur fór aftur á sjóinn 1943 og tók minnapróf hjá Skúla Skúlasyni í Stykkishólmi árið 1945. Hann tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskóla Íslands árið 1947 og var í Sjómannaskólanum í Reykjavík veturinn 1958–1959. Hann var alltaf tilbúinn að bæta við sig þekkingu og réttindum. Í sjómennsku og útgerð Guðmundur helgaði sig sjó- mennsku og útgerð í Grundarfirði. Hann byrjaði formennsku á bátn- um Svan árið 1946 og var meðal annars skipstjóri á Hring SI-34 frá 1955 til 1960 og á Runólfi frá 1960 til 1968. Á sumrin var farið til síld- veiða úti fyrir Norðurlandi. Til sjós átti hann auðvelt með að stjórna enda deildi hann kjörum og aðbún- aði með sjómönnum sínum. Hann var í senn þolinmóður og kapp- samur, leitaði lausna, skjótráður og framsýnn. Það var til þess tek- ið hversu barngóður Guðmundur var og hafði gaman af þeim, stund- um stríðinn en alltaf gamansamur. Í landi fylltist bíllinn hans gjarnan af börnum sem fengu að ferðast með og taka þátt í atinu sem fylgdi út- gerðinni og bryggjulífinu. Guðmundur eignaðist fyrst bát í félagi með öðrum árið 1947, mótorbátinn Runólf SH-135. Út- gerðarfélagið Runólfur hf. var stofnað sama ár um rekstur tré- báts sem hann og fleiri létu smíða. Sá bátur var 37 tonna eikarbátur, svokallaður Landssmiðjubátur, og bar hann föðurnafn Guðmundar eins og flest hans skip. Árið 1960 er trébáturinn seldur en í hans stað keyptur 115 brúttólesta stálbátur, með sama nafni, búinn kraftblökk. Bátinn hafði Guðmundur Runólfs- son og fleiri aðilar látið smíða í Ri- sör í Noregi. Árið 1972 má segja að Guðmundur Runólfsson hafi stokk- ið inn í nútímann en þá samdi fé- lagið um smíði á 47 metra löngum skuttogara sem sigldi inn í höfnina á Grundarfirði í upphafi árs 1975, þá fyrsti skuttogari heimamanna. Guðmundur Runólfsson - aldarminning 1920-2020 Guðmundur Runólfsson fyrir framan báta sína Runólf SH 135 og Hring SH 535 í Grundarfjarðarhöfn. Myndin er tekin 1998. Ljósm. Rósant Egilsson. Guðmundur Runólfsson var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar á níræðisafmæli sínu. Hér færa þau Sigurborg Kr. Hannesdóttir þáverandi forseti bæjarstjórnar og Björn Steinar Pálmason þáverandi bæjarstjóri Guðmundi Run- ólfssyni viðurkenninguna. Ljósm. Hringur Pálsson. Guðmundur Runólfsson, Björn Ásgeirsson og Soffanías Cecilsson þegar þeir voru heiðraðir af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, á sjómannadaginn í Grundarfirði árið 1989. Guðmundur og Ingibjörg Kristjánsdóttir en hún dó 9. október 2008.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.