Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Qupperneq 22

Skessuhorn - 14.10.2020, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202022 Við Rifsós á Snæfellsnesi var grafa að störfum í liðinni viku. Þar var að verki Vigfús hjá B.Vigfússyni ehf. að ræsa út efsta ósinn. Þetta verk þarf reglulega að vinna vegna sands sem berst í farveginn. Nú var kom- ið svo mikið af sandi að nánast ekk- ert rennsli var úr ósnum. Þegar ver- ið var að ræsa út farveginn kom í ljós hluti af bátsskrokk sem grafist hefur í sandinn við ræsið. er senni- lega um að ræða brot af skrokk Ber- víkurinnar, sem fórst út af Rifi, eða Dritvíkinni sem brann á Breiðafirði og sökk á þessum slóðum. Hluti af þessum skipsflökum er í fjörunni milli Rifs og Ólafsvíkur. þa Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður með jóla- gjöfum. Gjafirnar eru settar í skó- kassa og til að öll börnin fái svipað- ar jólagjafir eru ákveðnir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu en þar er atvinnuleysi mikið og marg- ir sem búa við slæmar aðstæður og kröpp kjör. Að því er fram kemur á heimasíðu KFUM og KFUK er íslensku skókössunum meðal ann- ars dreift á munaðarleysingjaheim- ili, barnaspítala og til barna ein- stæðra mæðra sem búa við sára fá- tækt. Gjöfunum hefur fjölgað ár frá ári og um síðustu jól voru hátt í fimm þúsund gjafir sendar frá Ís- landi í skókössum. Allir sem vilja geta tekið þátt í verkefninu og hafa undirtektirnar verið frábærar frá því fyrst var far- ið af stað með verkefnið hér á landi árið 2004. Tekið verður á móti skó- kössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík mánu- daga til fimmtudaga milli klukkan 9:00 og 17:00 en frá 9:00 til 16:00 á föstudögum. Tekið verður á móti kössunum til 14. nóvember næst- komandi. Fyrir þá sem búa á lands- byggðinni er hægt að nálgast upp- lýsingar um móttökustaði á heima- síðu KFUM og KFUK undir „Mót- tökustaðir“. Þá er þar einnig að finna allar upplýsingar um hvernig skuli ganga frá kössunum og hvað skuli setja í þá. Mælt er með vett- lingum, sokkum, húfum, treflum, nærfötum, peysum, bolum, tann- bursta, tannkremi og fleiru. Eftirtaldir eru móttöku- staðir KFUM og K á Vesturlandi: Akranes: Tekið verður á móti skókössun- um í Safnaðarheimili Akranes- kirkju 2.-6. nóvember milli klukkan 10:00 og15:00. Tengiliðir eru Irena Rut Jónsdóttir, sími 868-1383 og Axel Gústafsson. Hann hefur síma 896-1979. Grundarfjörður: Tekið verður á móti skókössum í Safnaðarheimili Grundarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 5. nóvem- ber frá kl. 16:00 til 18:00. Tengi- liðir er Anna Husgaard Andreasen í síma 663-0159 og Salbjörg Sigríð- ur Nóadóttir í síma: 896-6650. Stykkishólmur: Tekið verður á móti skókössum í Stykkishólmskirkju mánudaginn fimmtudaginn 29. október milli kl. 16:00 og18:00. Tengiliðir eru María Þórsdóttir, sími 845-1270 og Kristín Rós Jóhannsdóttir, sími 893-1558. arg/ kgk/ Ljósm. úr safni/ KFUM og KFUK. Rifssaumur í Ólafsvík er í eigu Katr- ínar Gísladóttur og hefur hún rekið fyrirtækið í ríflega tólf ár. Í verslun sinni selur Katrín garn ásamt flestu sem fylgir prjónaskap. Hún hefur einnig merkt handklæði, sængur- föt og ýmislegt fleira ásamt því að bjóða til sölu ýmsa smávöru sem og handverk sem unnið er af heima- fólki. Verslunin var stofnuð árið 2008 þegar Katrín fór að selja garn í hús- næði sínu í Rifi. Fyrir þann tíma var hún eingöngu að merkja. Smám saman vatt þetta svo upp á sig og fyrir hálfu þriðja ári flutti hún versl- unina til Ólafsvíkur. Fréttaritari kíkti á Katrínu þar sem heyrst hafði að hún ætlaði að loka versluninni. „Já, þessa ákvörðun tók ég á dög- unum og hún var alls ekki auðveld, en ég hef verið að hugsa þetta í dá- lítinn tíma.“ Ástæðuna fyrir lokun- inni segir Katrín vera breytta við- skiptahætti. „Það hefur alltaf geng- ið vel og verið mjög gaman, ég hef verið að hitta margt fólk og notið þess að vera hér og sinna viðskipta- vinum mínum. en nú er kominn tími til að loka og mun ég gera það um áramótin.“ Vissulega verður sjónarsviptir af Rifssaumi enda hef- ur Katrín þjónað handavinnufólki dyggilega þessi ár. Nú er því spurn- ing hvort einhver vilji taki við kefl- inu og hafa samband við Katrínu og falast eftir rekstrinum? þa Verðmæti vöruútflutnings frá Ís- landi nam alls tæplega 62 milljörð- um króna í september síðastliðnum samanborið við rúmlega 50 millj- arða í sama mánuði í fyrra. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Fjallað er um út- flutning í nýjasta fréttabréfi SFS. Þar segir að gengi krónunnar spili stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú í september en á sama tíma í fyrra. engu að síður er mikil aukning, eða tæp 6% í erlendri mynt. Þetta má sjá í bráðabirgðatölum sem Hag- stofa Íslands birti í vikunni. Þróunina í september má eink- um rekja til tæplega 11% aukningar í verðmætum útfluttra sjávarafurða á milli ára, mælt í erlendri mynt, og ríflega tvöföldunar á útflutn- ingsverðmæti landbúnaðarafurða. Útflutningsverðmæti landbúnað- arafurða hefur í raun aldrei mælst meira í einum mánuði í krónum tal- ið, en í erlendri mynt er um næst- stærsta mánuð að ræða. Útflutn- ingsverðmæti þeirra var 4,5 millj- arðar króna í september samanbor- ið við 1,9 milljarða í september í fyrra. Það jafngildir aukningu upp á rúm 105% í erlendri mynt. Þetta eru fyrstu bráðabirgðatölur fyrir útflutning í september og einung- is hægt að sjá útflutningsverðmæti yfirflokka, eins og landbúnaðaraf- urða í heild. Sem kunnugt er falla fiskeldisafurðir þar undir og hefur vægi þeirra í ár verið rúm 85% af útflutningsverðmætum landbúnað- arafurða. mm Vægi laxeldis af útflutningsverðmæti landbúnaðarafurða hefur verið um 85% á þessu ári. Ljósm. úr safni. Útflutningur á landbúnaðar- vörum tvöfaldaðist í september Jól í skókassa til barna í Úkraínu Hér er verið að færa ánægðum dreng jólgajöf. Ánægð börn með gjafir. Katrín Gísladóttir í Rifssaumi. Stefnir að lokun Rifssaums Hreinsað út úr Rifsósi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.