Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 9 Epoxy gólfefni fyrir fiskvinnsluna Vörumóttökuna Verkstæðið Lagerinn Bílageymsluna Matvælaiðnað Epoxy gólfefni fyrir fiskvinnsluna Vörumóttökuna Verkstæðið Lagerinn Bílageymsluna Matvælaiðnað EPOXY GÓLFEFNI EPOXY GÓLFEFNI EPOXY GÓLFEFNI EPOXY GÓLFEFNI EPOXY GÓLFEFNI Bændur í Hvítadal í Saurbæ urðu fyrir óskemmtilegri lífsreynslu í síðustu viku. Um miðjan dag á mið- vikudag fóru þeir að líta til með slát- urfé í rétt sem þeir hafa sett upp í girðingu á Máskeldu, en Hvítadals- bændur hafa afnot af þeirri jörð. Var skilið þannig við svæðið að opið var inn í réttina en annars lokað þannig að féð héldist enn innan girðingar- innar. Þegar Hvítadalsbændur vitj- uðu svæðisins að nýju morguninn eftir var búið að stela þaðan tveim- ur hliðgrindum úr járni. „Þá tók- um við fyrst eftir þessu, í gærmorg- un,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, bóndi í Hvítadal, þegar blaðamað- ur ræddi við hana á föstudag. Hún segir að þjófurinn hafi tekið grind- urnar innan girðingarinnar og lok- að henni á eftir sér, þannig að féð færi ekki út. „Það er svo sem ágætt, fyrst hann þurfti endilega að vera að þessu,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ragnheiður ekki muna nákvæmlega hversu mikið hver hliðgrind kosti, en telur að þær kosti á bilinu 30 til 40 þúsund krónur, stykkið. Utan fjárhagstjóns skapar þjófnaðurinn þeim einnig aukna vinnu, því gera þarf við rétt- ina áður en hægt verður að safna fénu í girðingunni saman og senda til slátrunar. „Þannig að það skapast óþægindi af þessu og svo er þetta náttúrulega líka vond tilginning, að vita til þess að fólk fari um og taki hluti,“ segir hún. Ragnheiður segir að þau ætli að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu, en kveðst þó ekki vongóð um að mál- ið verði leyst og þau fái tjónið bætt. „en viðkomandi getur skilað grind- unum ef hann skammast sín án þess að hitta okkur. Þá verðum við bara ánægð með það,“ segir Ragnheiður að endingu. kgk Frá því að Ferðagjöfin fór í loft- ið í vor og til dagsins í dag hafa gjafir fyrir tæplega 560 milljón- ir króna verið nýttar. Það jafn- gildir því að 112 þúsund manns, eða rúmur þriðjungur þeirra 280 þúsund Íslendinga sem fengu að- gang að þeim, hafa nýtt þennan fimm þúsund krónur ríkisstyrk til kaupa á vöru eða þjónustu innan- lands. Tækifæri geta falist í því fyr- ir ferðaþjónustufyrirtæki að skapa hvata fyrir almenning að nýta það sem eftir er og ljóst að verulegir fjármunir eru enn í pottinum. Vinsælast er að nota Ferðagjöfina í gistingu og veitingar á landsvísu. Þau tíu fyrirtæki sem hafa fengið flestar Ferðagjafir í sinn hlut hafa tekið á móti um 170 milljónum króna eða tæpum þriðjungi heildar- upphæðarinnar. Fly over Iceland er sá staður sem hefur tekið mest inn, eða 28 milljónir króna. Í september síðastliðnum voru Ferðagjafir fyr- ir 70 milljónir króna nýttar. Þar af fóru 28 milljónir króna í veitingar, 18 milljónir í gistingu og 16 millj- ónir í afþreyingu. Hér á Vesturlandi hafa 42 millj- ónir verið nýttar. Stærsta einstaka fyrirtækið í landshlutanum, Hótel Húsafell, hefur tekið á móti ferða- gjöfum fyrir sjö milljónir króna. Þar á eftir kemur Krauma með sex milljónir, Gelmir ehf. með fjór- ar milljónir og Sæferðir með þrjár milljónir. Þar í kjölfarið koma Sker restaurant í Ólafsvík, Hótel B-59 í Borgarnesi og Hraunsnef sveita- hótel í Norðurárdal. Þess má jafn- framt geta að fyrirtæki á borð við Icelandair hótel, Íslandshótel og olís eru ofarlega á listanum og með starfsemi á Vesturlandi, en eiga lög- heimili á höfuðborgarsvæðinu og eru því ekki sérgreind í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Inni á vefnum www.ferdalag. is sést hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni en alls er hægt að nota hana á um 1.300 stöðum um allt land. Vestlendingar eru hvattir til að nýta ferðagjöfina fyrir næstu áramót. mm Rúmur þriðjungur hefur nýtt sér Ferðagjöfina Hótel Húsafell trónir á toppi listans á Vesturlandi yfir þá staði sem innleyst hafa flestar ferðagjafir. Meðfylgjandi mynd tók Tamas, starfsmaður Hótel Húsafells, á einni af gönguleiðunum í nágrenninu. Myndina kallar hann “Autumn fades into winter.” Hliðgrind úr járni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Hliðgrindum stolið í Saurbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.