Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 20208 Verkfærum stolið HVALFJSV: Tilkynnt var um innbrot í verkfæragám við Hvalfjarðargöng síðast- liðinn föstudag. Búið var að brjóta upp lás gámsins og þaðan höfðu verið tekin ýmis verkfæri, hleðslugræjur og fleira, að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar. -kgk Í spyrnu á Faxanum AKRANES: Haft var sam- band við Neyðarlínu á mið- nætti á föstudag og kvartað undan aksturslagi ökumanna á Faxabraut á Akranesi. Til- kynnandi sagði hávaða frá spólandi bifreiðum og botn- inngjöf óma um hverfið og valda íbúum ónæði. Sagði hann hávaðann hafa ver- ið viðvarandi. engar nánari upplýsingar fylgdu tilkynn- ingunni og ekki var hægt að hafa uppi á ökumönnunum. -kgk Aðskotahlutir á vegum VESTURLAND: Vestur- landsvegi var lokað í stutta stund skammt norðan Hval- fjarðarganga síðastliðinn miðvikudag. Flutninga- bíll hafði þá misst hluta af farmi af bílnum og á veg- inn og vantaði aðstoð. Lög- regla kom á vettvang og lok- aði veginum á meðan farm- urinn var hífður aftur upp á bílinn. Þá var tilkynnt um dekkjatæjur á Vesturlands- vegi skammt frá Glanna og Paradísarlaut. Tilkynnandi sagði að þar væri vörubíls- dekk í henglum, eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Vegagerðin var upplýst um málið. Lögregla segir allt- af slæmt þegar aðskotahlut- ir eru á vegum, sérstaklega nú þegar farið er að dimma á kvöldin. -kgk Staðbundir fjöl- miðar fá styrk LANDIÐ: Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað 1. september sl. að veita staðbundnum fjöl- miðlum utan höfuðborgar- svæðisins styrk úr byggða- áætlun. Samkvæmt tilkynn- ingu er gert ráð fyrir að veita árlega 5 milljónum kr. til að efla staðbundna fjöl- miðla, samtals 25 milljón- um kr. á fimm árum. „Stað- bundnir fjölmiðlar tryggja aðgengi almennings að upp- lýsingum um samfélagsmál í sínu nærumhverfi og styðja þannig við lýðræðisþátttöku og menningarstarf með mik- ilvægum hætti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Auglýst var eftir styrkjum í júlí og bárust alls 11 um- sóknir og hlýtur því hver fjölmiðill 455 þúsund krón- ur í styrk. Þeir eru: Ásprent Stíll, Björt útgáfa, eyjasýn, N4, Prentmet oddi, Skessu- horn, Steinprent, Tunnan prentþjónusta, Úr vör, Út- gáfufélag Austurlands og Víkurfréttir. -mm Móta stefnu um gervigreind LANDIÐ: Stefnumörkun um gervigreind, sem miðar að því að hámarka samfélagslegan og efnahagslegan bata og lág- marka kostnað og áhættu, er nú til vinnslu innan forsætisráðu- neytisins. Katrín Jakobsdótt- ir, forsætisráðherra, hefur skip- að nefnd sem er ætlað að skila tillögum að skýrri framtíðar- sýn um hvernig íslenskt samfé- lag geti unnið með gervigreind öllum til hagsbóta. Nefndinni er ætlað að svara spurningum á borð við: „Hver eru réttindi Ís- lendinga gagnvart nýrri tækni?, Hvert á hlutverk tækni gervi- greindar að vera í íslensku sam- félagi? Hvaða gildi á íslenskt samfélag að hafa að leiðarljósi við innleiðingu nýrrar tækni? og á hvaða vettvangi mun Ís- land ræða og leysa álitamál sem koma upp er varða innleið- ingu eða notkun nýrrar tækni?“ Verkefnið er hluti af aðgerðar- áætlun fyrir Ísland í fjórðu iðn- byltingunni en nefndina skipa einstaklingar með fjölbreytt- an bakgrunn og sérfræðiþekk- ingu er snýr meðal annars að siðfræði, tækni, vinnumarkaði og samfélagslegum breytingum vegna nýrrar tækni. Með stefn- unni á að leggja grunn að því að einstaklingar og fyrirtæki geti nýtt og þróað tækni í samfélags- legri sátt. mm Aflatölur fyrir Vesturland 3.-9. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 16.743 Mestur afli: Ísak AK-67: 11.471 kg í sex róðrum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 4.902 kg. Mestur afli: Hrólfur AK-29: 3.833 kg í fjórum róðrum. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 238.932 kg. Mestur afli: Farsæll SH-30: 82.016 kg í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 181.357 kg. Mestur afli: egill SH-195: 34.245 kg í fjórum róðrum. Rif: 6 bátar. Heildarlöndun: 84.053 Mestur afli: Lilja SH-16: 33.517 kg í sjö löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 4.384 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.350 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Farsæll SH-30 - GRU: 82.016 kg. 5. október. 2. Hringur SH-153 - GRU: 68.053 kg. 7. október. 3. Sigurborg SH-12 - GRU: 62.962 kg. 5. október. 4. Hamar SH-224 - RIF: 18.848 kg. 5. október. 5. Hamar SH-224 - RIF: 12.837 kg. 8. október. -kgk Gámaflutningabíll fulllestaður af þaramjöli á leið til Reykjavíkur fór út af Vestfjarðavegi við bæinn Saura í Dölum um klukkan 11 síð- astliðinn fimmtudagsmorgun. Að sögn bílstjórans blindaðist hann af sólinni. ekki urðu slys á á fólki og bifreiðin er lítið skemmd, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi. frg Stjórn Nemendafélags Landbún- aðarháskóla Íslands fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann hafði upp á þingi þriðjudag- inn 6. október síðastliðinn. Þykir stjórninni að þar hafi ráðherra talað niður til bændastéttarinnar í heild, með því að segja að það væri lífs- stíll að vera sauðfjárbóndi fremur en spurning um afkomu. Töluverð viðbrögð voru auk þess úr röðum bænda og annarra sem líkaði ekki ummæli ráðherra. „Það er skrýtið að okkur sé sagt að við séum að mennta okkur til að lifa ákveðnum lífsstíl en ekki til þess að hafa lifibrauð af því sem við menntum okkur til. Landbún- aður er ein af grunnstoðum þjóðar- innar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið,“ segir í yfirlýsingu stjórnar nemendafélags LbhÍ. „Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, vilj- um geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæm- andi kjörum við það,“ segir í yfir- lýsingu nemenda LbhÍ. kgk Brögð hafa verið að því að átt hafi verið við reiðhjól á Akranesi þann- ig að hætta skapist þegar hjólað er af stað. Frá þessu er greint á heima- síðu Grundaskóla, en foreldrum nemenda skólans hefur einnig ver- ið send tilkynning þess efnis. „Því miður hefur það komið upp hér hjá okkur í Grundaskóla og við aðrar stofnanir og heimili á Akra- nesi að einhverjir einstaklingar eru að fikta í hjólabúnaði reiðhjóla og losa dekkin eða annan öryggisbún- að þannig að hætta skapast þegar hjólað er af stað,“ segir í tilkynn- ingu um málið á vef Grundaskóla. Þar segir enn fremur að svona lag- að komi því miður reglulega upp um allt land. Um sé að ræða stór- hættulegt athæfi sem skólastjór- nendur líti alvarlegum augum. „Við viljum einnig benda öllum á að fara vel yfir hjólabúnað barna sinna og ítreka við þau að athuga hjólabúnað áður en lagt er af stað,“ segir á vef skólans. kgk Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni Northern Wave, sem haldin hefur verið ár- lega á Snæfellsnesi í rúm- an áratug, hefur verið frest- að vegna Covid-19. Ákvörð- unin er tekin með heilsu og öryggi gesta, starfsfólks og samfélagsins í huga, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðar- innar. Hún mun því ekki fara fram dagana 23. til 25. október næstkomandi, eins og fyrirhugað var. Hátíðinni hefur þó ekki verið aflýst og munu aðstandendur Nort- hern Wave greina frá nýrri dagsetningu eins fljótt og mögulegt er. Vinnustofunni Stelpur skjóta, sem fara átti fram í tengslum kvikmyndahátíði- na, hefur sömuleiðis verið frestað. Mun hún fara fram á netinu og verður fundinn nýr tími. kgk/ Ljósm. aðsend. Flutningabíll út af við Búðardal Bíllinn utan vegar skammt frá bænum Saurum í Dölum. Ljósm. hj Landbúnaðarnemar fordæma orð ráðherra Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri. Ljósm. úr safni. Hjólað á Akranesi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni/ kgk. Losað um dekk reiðhjóla Norhern Wave frestað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.