Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 2020 23 Vísnahorn Það hafa verið mörg fal- leg sólsetur að undan- förnu. Að vísu örlítið frá- brugðin sólsetrum vors- ins en ægifögur engu að síður. Hygg að það hafi þó verið að vori eða snemmsumars sem Magnús Sumarliði Jósefsson orti: Glitský himins horfi á hugur verður fanginn. Nú er fögur sjón að sjá sólarniðurganginn. Það var sagt að einar Benediktsson hefði selt norðurljósin. Ætli engum hafi dottið í hug að selja kvöldroðann? Björn Axfjörð er sagður hafa byrjað vísu um sölumann á Akur- eyri: Sá er lipur sölumaður samviskan ei þjáir hann. Sig. Halldórsson botnaði: Viðmótsléttur, lygahraður laginn að blekkja náungann. Á æskuárum mínum var Helgi Hjörvar með vinsælustu útvarpsmönnum og útvarpsmenn þá trúlega í líkri stöðu og þeir sem nú eru kallaðir áhrifavaldar meðal þjóðarinnar. Um Helga var ort: Dýrðarkarlinn Helgi Hjörvar hér í lífsins táradal konur vorar ætíð örvar eins og líka vera skal. Jóhann Bárðarson kvað svo um vísur Páls Ólafssonar: Dýrar veigar mærðarmáls munu teygast lengi vængjafleygar vísur Páls verðfast eiga gengi. Ingimundur Magnússon orti í orðastað manns sem þótti fremur lítið gefinn til sálar- innar eins og sagt var og hans andlegi akur í nokkurri órækt: Löngum hef ég litið í lærdómsríka pésa. Get þó ekki gert að því gengur illa að lesa. Furðu margir af stjórnmálamönnum um miðja síðustu öld máttu teljast þokkalega hag- mæltir en flíkuðu því að sjálfsögðu mismik- ið. eitt sinn var Hermann Jónasson forsætis- ráðherra á ferð um Suðurland í bifreið ásamt fleiri þekktum mönnum, þar á meðal Agli Thorarensen í Sigtúnum sem oft var kallaður harðstjórinn. Þeir voru við skál. Seinfarið var svo kvölda tók og skyggja áður en þeir næðu leiðarenda. Þá dofnaði yfir hinu fríða föru- neyti og varð þögn í bílnum. Þá kvað Her- mann: Harðstjórinn er heldur fár hann er orðinn fullur. Ég er eftir, aleinn klár innan um þessar bullur. Þá lifnuðu félagar Hermanns heldur en ekki við og sögðu að hann færi með lygimál hann væri sjálfur fyllstur. Þá sagði Hermann: Þetta´ eru ýkjur, því er ver þetta´ er næstum lygi. Þetta kom af sjálfu sér svona á fylliríi. Stjórnmálamenn hafa þrátt fyrir allt og allt orðið nokkuð misjafnlega þaulsætnir í valda- stólum. Sumir verða fljótir að yfirgefa stólana og sviðsljósið en aðrir sitja lengi á valdastólum en völd geta auðvitað verið með ýmsu móti. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti 2015 sagði Magnús Geir Guðmundsson: Þótt ár sé ei liðið í aldanna skaut eftir því skulum nú taka að Ólafur Ragnar er óðum á braut og aldrei hann kemur til baka. Það er nefnilega margt sem aldrei kemur til baka samanber þessa krossgáturáðningarvísu Ragnars Gröndal: Orð af vörum óvart skreið einhvern til að saka, nú er ekki nokkur leið að ná því inn til baka. Kristín Sigfúsdóttir mun aðeins hafa verið tólf ára þegar hún orti þessa til bróður síns: Hvar þú gengur Guðs á storð gæt þess, enginn kraftur liðinn tíma og töluð orð tekið getur aftur. Það er nú þetta með liðinn tíma. „Það hefur sínar afleiðingar þetta ljúfa líf,“ sagði góður vinur minn stundum þegar við vorum ungir og vígalegir (að eigin áliti) og reyndar hafa sumir rekið sig á þessi sannindi. Allavega gott fyrir unga menn að hafa í huga þessa gömlu vísu: Þegar segir stúlkan stopp stöðvast sóknin hlýtur, það er galli á góðum kropp, ef greiðasemi þrýtur. Haustið er nú farið að minna á sig og ekki úr vegi að rifja upp haustvísu Indriða á Fjalli: Yfir fölva föld og höf feigðarbyljir hvína. Haust og vetur, helja og gröf heimta inn skatta sína. og önnur eftir Jóhannes Sigfússon á Gunn- arsstöðum: Haustsins eyði ógnarvald en þó seiði blandið er að breiðast eins og tjald yfir heiðalandið. Spurning hvort ekki haustar að í hagkerf- inu jafnframt. Guðmundur Sigurðsson sem mér er tamast að kynna sem revíuhöfund lýsti málum þannig fyrir margt löngu: Á viðskiptanna vegaleysu víða leynist klifið bratt, Mammon bakar mörgum hneisu manni, sem í byrjun reisu gróðaveginn gengur hratt. Samvizkuna sumir flekka: í sýndargengi kapp er þreytt: blankir menn á börum drekka. Borga síðan allt með tékka akkúrat á ekki neitt. Í fjármálanna ys og erjum ýmsa grípur hik og fát, á réttvísinnar skreipu skerjum skakkafall er búið hverjum sem fer þar ei með fullri gát. Það mun hinsvegar hafa verið Björn Þor- steinsson sem orti: Viðskiptanna á mæðu morgni, mitt í lána þönkunum, gott er að eiga hauk í horni og helst í öllum bönkunum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Gott er að eiga hauk í horni - og helst í öllum bönkunum Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa nýtt góða veðrið að undanförnu til að skipta um þær stikur sem eru óhreinar eða glitið farið af og rétta við skakkar stikur. Um 13 þúsund vegstikur eru á svæði Vegagerðar- innar á Snæfellsnesi, sem fylgjast þarf með enda mikilvægt að þær sjáist vel þegar skammdegið færist yfir. Þetta eru þó ekki einu verkin sem unnið er að þessa dagana því einnig er verið að holufylla vegi og huga að ýmsu áður en vetur geng- ur í garð. Það var fjör á strákun- um þegar ljósmyndari hitti þá enda nóg að gera. Á myndinni er Hauk- ur Berg Guðmundsson starfsmaður Vegagerðarinnar. þa „Við heyrðum það meðal annars frá viðskiptavinum okkar að það væri þörf á hádegisverðarstað þar sem afgreiðslan gengi hratt fyrir sig. Í hádeginu vilja viðskiptavin- ir ekki bíða lengi eftir því að fá af- greiðslu og var það ein af ástæðum þess að þessi hugmynd fæddist,“ segir Gunnar H. Ólafsson, mat- reiðslumaður á Matstofu Gamla Kaupfélagsins á Akranesi, þegar hann var spurður um ástæðu þess að veitingastaðnum var breytt. Matstofunni hefur verið mjög vel tekið, að sögn Gunnars, og voru um hundrað manns í hádeginu hjá þeim á virkum dögum þegar starf- semin var opnuð í sumar, en eftir að Covid -19 kom til sögunar hafa þetta verið um 70-80 manns á dag. „Við vorum búnir að velta því fyrir okkur um nokkurn tíma að breyta rekstrinum hjá okkur og forgangs- raða hlutunum auk þess að vera með veisluþjónustuna okkar áfram bæði á Akranesi og í Hlégarði í Mosfellsbæ,“ segir Gunnar. Þótt ekki sé lengur opið á kvöld- in á Gamla kaupfélaginu þá er ým- islegt á döfinni. „Við ætlum að bjóða upp á að hafa opið á veit- ingastaðnum á kvöldin í tengslum við ýmsa viðburði hjá okkur. Þar skal fyrst nefna svokallað „Haltu kjafti kvöld“ þar sem hamborgar- inn margrómaði verður á matseðl- inum. Vð vorum með grillpakk- ana í sumar sem gekk mjög vel og gæti orðið framhald á. Bingókvöld- in verða áfram þar sem ég og Gísli rakari Guðmundsson sjáum um skemmtunina auk ýmissa annarra viðburða sem verða auglýstir þegar að því kemur. en þetta eru auðvitað fordæma- lausir tímar í miðjum kórónuveiru- faraldri sem heftir okkur auðvitað eins og aðra. Ástandið gerði það að verkum að við urðum að skipta upp matstofunni þar sem aðeins er rými fyrir 18 manns í veitingasalnum af öryggisástæðum. Því færðum við „Take away“ heimsendinguna yfir í annan sal,“ segir hann. Matstofa Gamla kaupfélagsins er með fjölbreyttan matseðil í hádeg- inu, en opið er frá klukkan 11:30 – 14:00 alla virka daga. Þar er pur- usteik fastur liður auk kjúklinga-, fisk- og veganrétta vikunnar. se Veðrið í síðustu viku var með ágæt- um og tökur á sjónvarpsþáttunum Vitjunum í Grundarfirði gengu vel. Síðasta miðvikudag var til að mynda tekið upp við rætur Kirkju- fells í yndislegu haustveðri. Áætlað er að tökur standi yfir fram í byrj- un nóvember en góður gangur er í verkefninu þessa dagana. tfk Holufylla og yfirfara vegstikur Viðraði vel fyrir tökur Matreiðslumennirnir Gunnar H Ólafsson og Birki Snær Guðlaugsson eru í hópi þeirra sem standa að Matstofu Gamla kaupfélagsins. Hér eru þeir að halda vöru- kynningu í versluninni Módeli á síðasta ári. Ljósm. úr safni/ mm „Matstofunni okkar hefur verið mjög vel tekið“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.