Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 20202 Óvenju mikið hefur verið um lausan búpening á vegum undanfarið, eins og fram kemur í frétt hér í blaðinu. Laust búfé getur skapað hættu á þjóðvegum, einkum nú þegar farið er að rökkva. Ástæða er til að minna bændur og búalið á að gæta þess að búpeningur sleppi ekki út á þjóðvegina. Útlit fyrir suðaustanátt á morgun, 8-13 m/s. Skýjað og smá væta á suðvest- urhorninu, en léttir til og hægir þeg- ar líður á daginn. Annars hægur vind- ur og bjart í veðrið. Hiti 4 til 9 stig. Hæg breytileg átt á föstudag, bjartviðri. Hiti breytist lítið. Áfram hæg breytileg átt á laugardag og bjart að mestu sunnan til, en skýjað og smá úrkoma fyrir norð- an. Seint um kvöld fer að rigna um allt land og kólnar í veðri. Austlæg átt og rigning á sunnudag, einkum á Austur- landi. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag og þriðjudag er útlit fyrir norðaustlæga átt og lítilsháttar vætu fyrir norðan og austan. Bjartviðir á Suður- og Vestur- landi. Kólnar í veðri. „Hvað finnst þér um árið 2020 það sem af er?“ var spurningin sem lesendur gátu svarað á vef Skessuhorns í vikunni. „Ömurlegt“ sagði helmingur þeirra sem tók afstöðu, eða slétt 50%. Næst- flestir, 32%, sögðu „ömurlegt“ og 18% sögðu „ömurlegt“. Samantekið þykir því 100% þeirra sem tóku afstöðu árið hafa verið ömurlegt það sem af er. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að stelast í golf í vikunni? Eigendur G.Run hf. í Grundarfirði héldu upp á það síðastliðinn föstudag að 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar útgerðarmanns. Við það tilefni afhentu eigendur fyrirtækisins veglega styrki til verkefna í nærsam- félaginu. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Lést í slysi á Heydalsvegi Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á Heydalsvegi sunnudag- inn 4. október síðastliðinn hét Halldór erlendsson. Hann var til heimilis á Álftanesi. Hall- dór lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í tilkynningu. -kgk Fimm vilja stýra Auðarskóla DALABYGGÐ: Fimm um- sóknir bárust um starf skóla- stjóra Auðarskóla, en starfið var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Þeir sem sóttu um eru: Ari J. Sig- urðsson, elsa Í. Arnórsdóttir, Haraldur Haraldsson, Herdís e. Gunnarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir. Úrvinnsla um- sókna er hafin, að því er fram kemur í fundargerð frá síðasta fundi byggðarráðs Dalabyggð- ar. -kgk Snjallmenni tek- ið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands LANDIÐ: Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið get- ur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagn- legar slóðir. Þessi nýjung er við- bót við þjónustuver Þjóðskrár og er ætlað að flýta og bæta þjónustu við viðskiptavini með aukinni sjálfvirkni. Hægt er að fá samband við ráðgjafa í þjón- ustuveri milli klukkan 9 og 15 alla virka daga ef snjallmenn- ið getur ekki svarað spurning- um viðskiptavina. Utan opn- unartíma tekur snjallmennið við fyrirspurnum og svarar eft- ir fremstu getu en annars tekur það við skilaboðum sem bíða af- greiðslu næsta virka dag. -mm Miðflokksmenn lýsa vantrausti NV-KJÖRD: „Stjórn Kjör- dæmafélags Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lýsir yfir vantrausti á Kristján Þór Júlí- usson landbúnaðarráðherra,“ segir í yfirlýsingu félagsins sem send hefur verið til fjölmiðla. „Hann hefur ítrekað sýnt að hann veldur ekki því embætti, þar á meðal með því að gera lít- ið úr sauðfjárbændum og telur hann þá vera að stunda lífstíl með atvinnu sinni líkt og tóm- stundaiðkun fólks. Landbúnað- aráðherra sem virðir ekki land- búnaðinn hefur ekkert erindi til þess að vera landbúnaðar- ráðherra. Það vekur furðu að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem hef- ur að geyma mikil landbúnaðar- héröð, leyfi þessu að viðgangast óáreitt, þeir eru kannski sam- mála þessum orðum ráðherra síns um bændastéttina. Fylgja þeir ráðherranum í blindni?“ -mm Veðurhorfur Föstudaginn 9. október voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Guð- mundar Runólfssonar útgerðar- manns í Grundarfirði. Af því tilefni buðu eigendur G.Run hf. til lág- stemmdrar athafnar fyrir utan fisk- vinnslu fyritækisins. Þar veittu þeir veglega styrki til kirkjunnar, dval- arheimilisins, björgunarsveitarinn- ar og félagasamtaka á svæðinu auk þess að Grundarfjarðarbær fékk styrk til uppbyggingar í Þríhyrn- ingnum svokallaða. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var farið að öllu með gát og sóttvarnir hafðar í hávegum. Á miðopnu blaðsins í dag má finna aldarminningu Guðmundar Runólfssonar, skráða af Sigurði Má Jónssyni blaðamanni. tfk Síðasta vika var góð hjá þeim bát- um sem róa frá höfnum Snæfells- bæjar og veðurblíða með einsdæm- um góð til sjósóknar. Mjög góð veiði gefur verið hjá smærri bátum sem róa með handfæri og hafa þeir komið með yfir tvö tonn að landi sem er mjög gott á þessum árs- tíma. Nokkrir dragnótarbátar hafa verið að veiðum á Vestfjarðamiðum og gengið mjög vel hjá þeim þar. Nokkrir bátar hafa verið við veiðar á heimaslóð og er reytingur þar en þó hefur egill SH komið með 12 tonn að landi eftir daginn. Línubátar hafa fengið ágætis afla og til dæmis kom Sverrir SH með 8 tonn að landi og uppistaða aflans hjá honum var þorskur, en ýsa hef- ur verið uppstaðan hjá öðrum línu- bátum. Tilraunaveiðar með humargildr- ur á Ingu P SH hafa gengið ágæt- lega og mesti afli hefur verið 50 kíló af mjög góðum humri. af Hundrað ár frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar Sigríður Guðbjörg Arnardóttir formaður Ungmennafélags Grundarfjarðar veitir styrknum viðtöku úr hendi Runólfs Guðmundssonar Björg Ágústsdóttir bæjarstýra Grundarfjarðarbæjar og Runólfur Guðmundsson heilsast að sóttvarnastíl. Styrkþegar stilla sér upp ásamt Runólfi Guðmundssyni fyrir utan fiskvinnslu G.Run hf. F.v. Móses Geirmundsson, Runólfur Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Páll Guðfinnur Guðmundsson, Ingi Þór Guðmundsson, Guðmundur Smári Guðmunds- son, Svanur Guðmundsson, María Magðalena Guðmundsdóttir og Unnsteinn Guðmundsson. Góð aflabrögð að undanförnu Hjörtur Sigurðsson og Ómar Marisson að landa út Kviku SH. Jóhannes Jóhannesson, eða Dúddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur aflað ágætlega að undanförnu og er hann hér á báti sínum Ingibjörgu SH. Klemens Sigurðsson skipstóri á Ingu P ánægður með afla dagsins, eða 50 kíló af humri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.