Skessuhorn


Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.10.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. oKTÓBeR 202020 Borgnesingurinn Nanna einars- dóttir er rafmagnsverkfræðingur að mennt, en er einnig prjónakona. Á meðan samkomubannið var í vor forritaði Nanna vefinn lykkj- ustund.is. Um er að ræða reiknivél sem Nanna forritaði til að aðstoða prjónafólk með algenga útreikn- inga tengda prjónaskapnum. Nafn síðunnar kemur frá máltækinu „Drjúg er lykkjustundin“ en það er einmitt tilgangurinn með síðunni - að drýgja lykkjustund hins almenna prjónara með því að minnka tím- ann sem fer í útreikninga og und- irbúning og auka tímann við prjón- ið sjálft. En hver er Nanna Einarsdóttir? Nanna er fædd í Reykjavík en upp- alin í Borgarnesi. Hún er dótt- ir hjónanna Guðrúnar Jónsdótt- ur, sem stýrir Safnahúsinu í Borg- arnesi, og einars Guðbjarts Gott- skálks Pálssonar sem starfar hjá Límtré Vírneti. Systkini Nönnu eru Gréta Sigríður ritstjóri Ice- land Review, elín elísabet teiknari og Páll sem nemur jarðeðlisfræði við HÍ. Sextán ára flutti Nanna til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám í Kvennaskólanum. eftir það lá leiðin í rafmagnsverkfræði við Há- skóla Íslands hvar hún útskrifað- ist 2010. Að því loknu, árið 2013, lauk hún mastersgráðu í rafmagns- verkfræði frá DTU í Danmörku. Nanna starfaði að loknu námi í þrjú ár hjá Marorku, vann m.a. við að lágmarka eldsneytiskostnað skipa. Þá flutti hún sig til NoX medical sem er fyrirtæki á sviði svefnmæli- tækni. Þar vann hún við sjálfvirkar greiningar á lífmerkjum. „Ég starfa í dag sem forritari hjá Ankeri, sem er fimm manna sprotafyrirtæki og var stofnað árið 2016. Ankeri þróar viðskiptahug- búnað sem miðar að aukinni hag- kvæmni og bættu umhverfisspori í rekstri fraktskipaútgerða sem eiga eða þurfa að leigja skip með mis- munandi eiginlega eftir verkefnum hverju sinni. Helsta markaðssvæði fyrirtækisins er evrópa en í raun er allur heimurinn undir,“ segir hún. Stereótýpísk kynjahlutverk Nanna flutti í janúar með sambýlis- manni sínum, Jóhannesi Ingibjarts- syni rafvirkja hjá Samey og dótt- ur þeirra Helenu Jóhannesdóttur ,í Laugardalinn í Reykjavík. Fjöl- skyldan kann vel við sig þar. „Það er svolítið eins og að vera í sveit- inni að búa í Laugardalnum. Þar finnst okkur frábært að búa og svo er einnig kostur að eiga foreldra í Borgarnesi því þá eigum við oftar erindi út fyrir borgarmörkin.“ eins og fyrr segir fór vefsíðan lykkjustund.is í loftið í samkomu- banninu í vor. „Lykkjustund er hugarfóstur mitt. Ég hef unnið í hugbúnaðarþróun síðastliðin sjö ár og svo hef ég verið að prjóna jafn- lengi. Lykkjustund sameinar þess- ar tvær ástríður svo það var lán í óláni að samkomubannið gaf mér loks tíma til að vinna í verkefninu en hugmyndina hafði ég gengið með lengi.“ Nanna kveðst hafa lært prjónaskap í grunnskóla en áhug- inn hafi ekki kviknað fyrr en löngu síðar, eða árið 2012. „Mér leidd- ist prjónaskapurinn í grunnskóla,“ viðurkennir hún. „Verkefnið hef- ur sýnt mér að ég er lánssöm að vera í sniðmenginu konur og for- ritarar. Stereótýpísk kynjahlutverk hafa gert það að verkum að þar eru fáir, svo hugmyndir eins og Lykkj- ustund fá að liggja þar tiltölulega óáreittar. Leiða má líkum að því að það séu fleiri ókönnuð tæki- færi fólgin í þessu sjónarhorni, og er þetta eitthvað sem konur í tækni ættu að líta á sem styrkleika.“ Þröskuldur að finna uppskrift Nanna segir að bæði eftir banka- hrunið og svo núna í samkomub- anni hafi orðið vart bylgju auk- ins áhuga fyrir prjónaskap. Fólk sem hætt var að prjóna hafi tekið upp prjónana að nýju auk þess sem margir hafi byrjað frá grunni að prjóna. Úrval og aðgengi að hráefni og áhöldum hefur sömuleiðis auk- ist. Nýjar hannyrðaverslanir hafa sprottið upp, fleiri handlita garn og hanna uppskriftir, og prjónað- ur fatnaður selst sem aldrei fyrr. „Þegar maður er búinn að prjóna í svolítinn tíma fara að verða til hug- myndir að eigin hönnun. Manni langar til að prófa nýtt garn eða mynstur og það sem stoppar mörg af er að þá er vitaskuld engin upp- skrift til að fylgja lengur. Í þessum tilfellum getur talsverður tími far- ið í að leita að svipaðri uppskrift til að byggja á eða hreinlega að reikna hana út frá grunni. Lykkjustund býður upp á lausn við þessu, af því þar má nálgast grunnuppskriftir að algengustu prjónaflíkunum, aðlag- aðar að því garni sem prjónarinn velur. einnig má þar finna prjón- festureikni fyrir almennari útreikn- inga.“ Þrjár gerðir af upp- skriftum „Inni á síðunni eru þrjár uppskrift- ir sem koma í öllum stærðum og aðlagast allar prjónfestu garns, svo prjónarinn getur valið hvaða garn sem er í verkefnið. ein uppskrift- in er að sokkum, önnur að vettling- um og sú þriðja er húfuuppskrift, sem er í prófunarfasa þegar þetta er sagt. Uppskrift að peysu er einn- ig á döfinni. Flíkurnar eru einfald- ar og henta því jafnt sem byrjenda- verkefni, eða sem sniðmát fyrir eig- in hönnun.“ Notandinn fær síðan ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að við prjónaskapinn. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast fylgjast með Lykkjustund og fleiri prjónatengdu efni geta skoðað In- stagram síðuna lykkjustund. ert þú með eitthvað á prjónunum? frg Laugardaginn 3. október sá Sigur- björn Magnússon bóndi á Minni – Borg í eyja- og Miklaholtshreppi, nokkrar kindur í landi eyðijarðarinn- ar Hörgsholts. Fór hann ásamt börn- um sínum og náðu þau kindunum á hús. Þar á meðal var ær nr. 15-597 frá Hjarðarfelli í sömu sveit. Þessar fjár- heimtur væru ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessari til- teknu kind var sleppt á fjall sumarið 2017, þá með tveimur hrútlömbum. Lömbin fundust sitt í hvoru lagi þeg- ar komið var fram á vetur, en hvorki sást tangur né tetur af ánni og var hún því talin af. „Það kom okkur því mjög á óvart að hún skyldi koma fram núna. Á myndinni sem tekin er frá hlið má glöggt sjá gömlu reyfin þrjú, því allt- af hefur orðið meira eftir af þeim með hverju árinu. Hafi ærin eignast lömb á þessum útigangsárum hafa þau mis- farist, því ekki hefur neinna ómerk- inga orðið vart,“ segir Sigurbjörg ottesen bóndi á Hjarðarfelli. Þess má geta að ærin var rúin og síðan send í sláturhús. Það þótt öruggara svo hún stryki ekki til fjalla að nýju. Ullin af henni var vigtuð og reynd- ist vera 9 kíló, þá blaut, en léttist um 600-700 grömm við að þorna. Fall- þungi var 38,1 kg. mm/ Ljósm. so. Þarna má sjá reyfin þrjú. Heimtist af fjalli eftir þrjú útigangsár Heimt af fjalli eftir þrjú ár. Forritaði vefsíðu sem hjálpar prjónafólki með algenga útreikninga Prjónavarningur eftir Nönnu. Fjölskyldan; Nanna, Jóhannes og Helena í Laugardalnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.